Fyrir svefninn.

                        Öðruvísi fólk


Fyrir mörgum árum síðan og fólk það sem hér um ræðir
löngu farið handan glærunnar, var ég á sjúkrahúsi.
Gisti ég þar 6 manna stofu með vel hressum konum.
Um hádegisbil einn daginn sáum við að mikið gekk á frammi
við vaktina og var þar fólk að bera að garði, er nánar var að
gáð var þetta fólk ekki eins og formið sagði til um að fólk ætti
að vera, eða þannig.

Konan grét og sagðist vilja vera í herbergi með manninum sínum
henni var tjáð að hún gæti ekki fengið það fyrr en þar næsta dag.
Sættist hún á það og átti hún að koma inn til okkar, við tókum vel
á móti henni, pinklar og pokar voru út um allt og sögðust nú
hjúkrunarkonurnar taka fötin hennar til þvotta, hún sagði þið
þennan poka takið þið eigi frá mér.
Allt í lagi með það hún tróð honum inn í skáp og stakk einhverju
undir dýnuna.

Síðan hvarf hún er hún kom til baka þá var búið að baða og gera
hana fína. Meðan við biðum eftir kvöldmatnum töluðum við til
konurnar og var hún skrafhreifin mjög.
Morguninn eftir grenjaði hún og æpti að það væri ekki hægt að vera
með okkur í herbergi við værum rekandi við, hrjótandi og ég man
ekki hvað. Hún vildi fara til mannsins, hún fékk það.
Sagði bless og fór.
Reyndar voru það við sem eigi sváfum fyrir látum í henni
blessaðri, þó eigi sögðum við neitt um það.


Er við vorum allar búnar að fara í sturtu og löbbuðum fram í
setustofu kallaði hún úr einu herberginu: ,, Stelpur komið ég
ætla að gefa ykkur koníaks-staup." það var þá ástæðan að
þessi elska þurfti að hafa svolítið prívat fyrir sig og sitt fólk.
Hún var ekki alkóhólisti þessi kona, það tíðkaðist bara í sveitum
hér áður og fyrr að gefa einn snaps.
Flaskan var það sem hún stakk undir dýnuna.


Þau voru ekki alltaf að baða sig það var óþarfi.
Að laga til var einnig óþarfi,
Að vaska upp var einnig óþarfi.
Að borða var gert bara svona þegar þörf var á
enda horuð mjög.

En hvers var það að dæma hvort
þau voru öðruvísi en við hin, eða við öðruvísi en þau?
fólk lifir eins og það hefur vit og kunnáttu til og engin á að
dæma eða setja út á það.


Það eru ekki svo ýkja mörg ár síðan þetta var og fólk skal
gera sér grein fyrir því að þetta er til enn þann dag í dag
þó fólk búi í góðum bústöðum í dag.

Verum góð við hvort annað.
Látum ekki rammann stjórna okkur, brjótumst út og
leitum leiða til að allir geti notið sín í þjóðfélaginu.

Góða nóttHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Frábær pistill Milla mín og mikið til í þessu. Takk fyrir símtalið í morgun, það var mikið hlegið, alveg yndislegt.

Góða nótt og sofðu rótt í alla nótt  

Auður Proppé, 20.2.2009 kl. 22:18

2 identicon

Sem byrjar og endar með því að bera virðingu fyrir sjálfum sér til að geta borið virðingu fyrir öðrum. Þetta var svo manneskjulega góð saga Milla mín að ég tók mér það bessaleyfi að bæta við hana. Ég veit að þú fyrirgefur stráknum fyrir það. Langaði svo að þakka góðar kveðjur og það verður gaman að hittast í næstu viku á fæðingarstaðnum. Farðu vel með þig þangað til. Góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Mikið gaman að lesa Milla mín .Góða nótt Milla mín ,knúsý knús ,Óla og Vala

Ólöf Karlsdóttir, 20.2.2009 kl. 22:36

4 Smámynd: TARA

Frábær færsla hjá þér Milla og ég tek undir það að fólk ætti að vera gott við hvert annað.

TARA, 21.2.2009 kl. 03:18

5 Smámynd: egvania

Milla mín ég get ekki annað en vakað er að hugsa alvarlega um að gefa læðunni Mogadon svo að hún fari nú að slappa af.

Kærleiks knús hlakka til að sjá þig þann 28.

Ásgerður

egvania, 21.2.2009 kl. 04:04

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Auður mín við getum nú yfirleitt hlegið dátt saman, eins og þetta með flatskjáinn og fjarstýringuna, það er hægt að hugsa sér margar útgáfur af því.
Ljós í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2009 kl. 08:20

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góð viðbót frá þér Einar minn, en allir eiga að vita þetta núna.
Þessi saga hefði getað verið lengri, en þorði ekki að tjá mig meir um þetta.
Mun fara vel með mig, sjáumst í næstu viku
Takk fyrir mig
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2009 kl. 08:22

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óla mín, ég á nú eftir að sjá hana Völu þína já og leifa þeim að hittast Neró og henni það góða við það er að ekkert mun gerast því hann er búin að missa rúllurnar eins og Ásgerður segir um köttinn sinn.
Ljós til þín ljúfust.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2009 kl. 08:25

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þitt innlegg Tara mín og svo satt sem þú segir.
Ljós og kærleik í þína helgi
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2009 kl. 08:27

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Áttu ekki sjúss handa henni, annars dugar það víst skammt þegar um þessa veiki er að ræða, það vitum við konur.

Enn og aftur til hamingju með afmælið.
Knús í krús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2009 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband