Tóm, tóm, tóm.

Er það nokkuð merkilegt þó maður sé tómur á svona degi,
Bæði er skítaveður úti, það er bolludagurinn og eigi má maður
borða þær svo er ekkert að gerast bitastætt að mínu mati í tíkinni
nema ef vera skildi að Valgerður Bjarnadóttir ætlar fram,
hún fer fram á eitt af efstu 4 sætunum og það er að sjálfsögðu
bitastætt.
Valgerður er nýtt blóð, frábærilega vel gefin og vel inni í öllum málum.
Við þurfum fólk eins og hana sem mun taka á málum af skynsemi.

Ég var að tala við Benedikt Sigurðsson framkvæmdastjóra Búseta
á Akureyri í morgun reyndar átti það símtal eigi að vera um tíkina,
en fór smá út í það einnig, Óskaði ég honum til hamingju með
þá ákvörðun að í prófkjör að fara.
Benedikt er maður að mínu skapi hann er ekki að dandalast með
málin hann leysir þau.

Það vantar nýtt blóð, út með þetta gamla og við verðum að þora að
breyta til.

Ég var þá ekki alveg tóm eftir allt saman.

En ég meina það sko karlinn að horfa á einhverja eldgamla mynd
á DVD og kúra þeir saman í gestarúminu Neró og hann, verð nú
að fara að stjórna eitthvað í þessu, það er nú lágmark að það sé
hellt á kaffi á þessum bæ eða kannski ég fái mér bara te.

n1197150788_322698_606.jpg

Er hann ekki flottur þessi? hann býr á bílasafninu
í Kinninni S. Þing.

n1197150788_322728_8384.jpg

Sigurlaug Brynja, Halldór Örn og Gunnar Smári eru barnabörn
Gísla míns. Þau búa á Ísafirði svo við sjáum þau ekki oft,
en þau eru yndisleg.

n1197150788_322276_8435_799295.jpg

Þessi litla dúlla Heitir Katrín Björk og er langafastelpan
hans Gísla míns.

Eigið góðan dag í dag
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Góðan dag Milla mín

Krútt myndir af krökkunum, elsta dóttir mín heitir líka Katrín Björk.  Ég er orðin svo þreytt á pólitíkinni að ég hef bara ekkert um það að segja.  Knús í daginn þinn

Auður Proppé, 23.2.2009 kl. 12:10

2 Smámynd: Tiger

 Góðan daginn Millan mín. Spurning um að fara bara út með gestarúmið svo kallinn ekki lúlli þar með hvutta - en kannski fer hann þá bara út - eltir rúmið - í stað þess að laga kaffisopann. Haha ..

Ég er sammála þér að hreinsunar er þörf nú sem aldrei fyrr. Sem betur fer eru nokkrir þegar á leið út eða farnir en það má gera miklu betur samt. Verst er hve spillingin er smitandi þegar fólk kemst í stóla á þingi.. þá gleymast loforðin og fara undir þykka teppið en áhuginn á stærri stól, og feitari tékka í pósti, byrja að grassera. Maður verður bara að vona það besta.

Flottur þessi rauði þarna - og glæsilegir afleggjararnir hans Gísla! Knús og kram á þig Millan mín og hafðu ljúfa vikuna.

Tiger, 23.2.2009 kl. 12:48

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Tiger minn, kagginn er flottur, en hefur þú skoðað Thunderbirdeinn í gömlum myndum hjá mér?
það var sko flott að kitla pinnann í honum.

Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2009 kl. 13:37

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger ætlaði að mynnast á rúmið, það er svo stórt að ég kæmist ekki út með það, enda fórum við í búðina eða sko hann svo var fengið sér kaffi og brauð. Veit ekki hvar ég væri án hans, verandi svona á hækjunni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2009 kl. 13:46

5 Smámynd: Tiger

  Já, vá flottur kaggi sko .. ég átti einu sinni svona stóran fleka sem var eðal og æði að keyra - Playmoth - ef það er rétt skrifað hjá mér .. haha. Thunderbirdinn er glæsilegur.

Tiger, 23.2.2009 kl. 14:33

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Pabbi minn átti hann þar til hann ók undir olíubíl uppi á velli

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.