Fyrir svefninn.

Má til með að segja ykkur sögu af henni mömmu minni,
þessi elska er á hjúkrunarheimili og það væsir ekki um
hana þar, en þið vitið nú alveg hvernig gamla fólkið
hugurinn er miklu duglegri en getan.
Hringdi í hana í dag, hún var bara fúl og ég sagði voða
hress, er ekki allt í lagi mamma mín, hvað fékkstu að
borða mamma mín? Fiskibollur voru þær ekki góðar
jú mjög góðar.
Hvað er að frétta? Ekkert jú annars það var brotist inn
hjá L.... frænku þinni, og öllu stolið bara hreinsað út.
Það var ekki gott hvernig hafa þau það?
Heldurðu að þeim líði vel, það er búið að ræna þau?
Nei nei auðvitað ekki.
Þögn, ekkert svar, ég spurði ert þú þreytt mamma mín?
Já allt í lagi heyrumst bara seinna. Bless.

Allt sem er undirstrikað var sagt með ólund.

Rétt áðan hringdi síminn það var hún elsku mamma mín,
auðvitað að drepast í samviskubiti yfir því að hafa verið
leiðinleg, það er ekki í fyrsta skipti, svo maður er vanur.

Sæl elskan, ég gat ekki talað við þig í dag Milla mín, nú segi
ég já sko ég var að æla þessum ógeðslegu fiskibollum sem
ég borðaði í hádeginu, skil ekkert í þeim að bjóðamanni upp
á þetta. Nei það er alveg furðulegt, en hún var búin að hæla
þeim við eftir hádegið.

Síðan fór hún að segja mér fréttir af frænku okkar sem er svo
ánægð með að ég skildi senda henni  myndirnar, hvaða myndir
spurði ég nú þú sendir henni einhverjar gamlar myndir.

Mamma mín ég veit ekkert hvað þú ert að tala um, nema að
þessi frænka mín fari inn á bloggið mitt og skoði myndirnar
þar. Nei þú sendir henni myndir.

kannist þið við svona yndisleg heit?
Ætla bara að biðja þessa frænku mína sem ég á að hafa sent
myndir að gera vart við sig ef hún droppar inn aftur, bara svo
ég viti hver hún er. Verð að setja inn eina frábæra mynd, stel
henni frá Dóru minni á facebokk. Er hún ekki mikil dúlla.

n1169576196_30214840_7813.jpg

                  ******************************

Séra Bjarni Jónsson Dómkirkjuprestur var mikill sjálfstæðismaður.
Eitt sinn fyrir borgarstjórakosningar er sagt að  sr. Bjarni hafi
stígið í stólinn og haldið mikla og góða ræðu og beðið Sóknar-
börnin sín að vera á verði gagnvart hinu illa í heiminum.

Ræðuna hafi hann endað á þessum orðum:
Kjósið D. - Kjósið D.- Kjósið D.- kjósum drottinn.

Hann mundi nú örugglega ekki predika svona í dag, hefði hann
verið meðal vor.

Góða nótt kæru vinir HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

 Halló mín kæra, ég fékk oft þvott hér á árum áður en sú aldraða er svo gleymin að hún er alltaf ánægð núna.

 Ég er ekki ánægð með aðbúnað hennar, starfsfólkið er henni svo gott og hugsar mjög vel um hana.

 En ég stend við það sem ég hef sagt hún er í geymslu í herbergi því sem hún er í.

egvania, 23.2.2009 kl. 20:53

2 Smámynd: Erna

Hún er sko Dúlla hún Dóra mín. Flott mynd

Nú styttist í hittinginn og spennan eykst eftir að hitta ykkur

Kærleikur og knús Milla mín

Erna, 23.2.2009 kl. 22:00

3 Smámynd: Auður Proppé

Góða nótt Milla mín

Auður Proppé, 23.2.2009 kl. 22:56

4 Smámynd: Anna Guðný

Yndisleg, hún mamma þín. Ég er því miður ekki svo heppin að eiga mömmu.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 23.2.2009 kl. 23:49

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Maman mín sagði að ég væri ógeðslega feit ,hvernig ég gæti látið fólk sjá mig svona  .

En Milla mín við Auður ætlum að verða gegjuðustu listamenn ,og þú

hefur ekki efni á að kaupa listaverk eftir okkur ,verðum svo dýrar hehe  

Ólöf Karlsdóttir, 24.2.2009 kl. 00:28

6 Smámynd: Ásgerður

Vona að nóttin hafi verið þér góð Milla mín. Og já ég kannast alveg við þetta

Góður séra Bjarni  ,, .þó ég sé fullkomlega ósammála honum,,,það er að segja um xD sko,,,ekki Drottinn

Kærleikur á þig

Ásgerður , 24.2.2009 kl. 07:15

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Skemmtilegar svona mömmu-sögur.  Ég man óljóst eftir Sr. Bjarna gangandi í hempunni á milli Lækjargötu og Dómkirkju alltaf með góðu bókina undir hendinni. 

Bestu kveðjur inn í góðan dag Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 24.2.2009 kl. 08:36

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn elskurnar mínar. Myndin er af mér með Dóru 1 árs tekin heima hjá föður ömmu og afa og á þessari mynd er hún alveg eins og Anton föðurafi sinn, hann var yndislegur maður.

Já við könnumst víst allar við svona mömmusögur, þær eru nú yndislegar mömmurnar fyrir utan alla gallaætli við verðum nokkuð öðrivísi?

Sammála þér Ásgerður mín að í geymsluherbergi er fólkið okkar og mundi ég gjarnan vilja hafa þetta öðruvísi allavega þar til að fólk þarf sólarhrings umönnun eins og elsku mamma mín.

Ásgerður frænka mín þær eru nú örugglega ekki ólíkar frænkurnar mamma þín og mamma mín, en mamma þín er yngri en ég svo
hún yrði ekki hrifin hún mamma þín ef hún læsi þetta

Hvaða listaverk Óla? Þú veist bara ekki hvað ég er rík

Séra Bjarni var alveg sér á bát, en trúlega væri hann ekki XD í dag.

Ljós og kærleik til ykkar allra.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.2.2009 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband