Dómar fólks.

Já og fólk sem hlustar aldrei á annað en sjálfan sig.
Var á hitting í gær eins og ég bloggaði um í fyrir svefninn.

Ég komst endanlega að því að góða vini eignast maður ekki
bara eftir áralanga kynningu, heldur finnur maður strax hvort
fólk er heilt í sér eður ei og þessi hópur okkar er góður og
vitið af hverju, jú vegna þess að hann er kröfulaus, sem þýðir
að engin er með kröfur á hvorn annan eins og svo algengt er
í vinahópum.
Við segjum öll okkar skoðanir og þær eru virtar af hinum.
Það er ekki sagt þú átt, heldur getur þú útskýrt, eða gaman væri
að vita.
Við erum tærir og góðir vinir takk fyrir mig.

Hef stundum orðið vör við í gegnum lífið að fólk er með þessar kröfur.
Það til dæmis móðgast ef vinurinn gerir ekki þetta eða hitt.
Annað sem ég hef reynt er taumhaldið sem sumir hafa á öðrum,
það er afar slæmt því þá er viðkomandi orðin undirlæga þess sem
krefur á kostað síns eigin sjálfs.

Hvar er þá vinskapurinn/ samheldnin/ kærleikurinn/ trúmennskan
og bara nefnið það.


Mín skoðun er sú að; þegar svona er þá enda vinirnir sem á að kalla
sem ekki vinir því báðir eru vansælir, annar yfir því að fá að stjórna
því það er leiðinlegt að vera á toppnum og hinn að því að hann
kemst að því að það að vera undirlægja er aldrei gott.

Þetta var nú bara svona smá íhugun í daginn.
Eigið hann góðan.
MillaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Góðan daginn Milla mín, gaman að heyra hvað hittingurinn var góður í gær.  Knús í daginn þinn elskuleg

Auður Proppé, 1.3.2009 kl. 09:45

2 Smámynd: Erna

Góðan daginn elsku Milla mín og takk fyrir frábæra samverustund í gær. Ég er svo til nývöknuð og er með hugan hjá þér og þessu yndislega og skemmtilega fólki sem kom saman í gær. Get bara ekki hætt að hugsa um þessa stund. Alveg finnst mér það merkilegt hvað hægt er að þykja vænt um ykkur öll. Samheldni, kærleikur og gleði er góð blanda. Það passar vel við þennan hóp og verður í mínum huga einkunnarorð um ykkur. Vona að dagurinn verði þér góður og bestu kveðjur til ykkar allra

Hér brosa sjö rauðar rósir og minna mig á ómetanlega vini og kærleik. Takk elsku Milla mín

Erna, 1.3.2009 kl. 10:14

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Góðan daginn Húsavík.  Hér ríkir birta og friður.  Sólin skartar sínu fallega skyni í ofan á lag og er stríðin, því hér sé ég rik þessa stundina Hvenær er hægt að koma í veg fyrir það, þegar hún er svona lágt á lofti.  Takk en og aftur fyrir síðast, dásamleg stund.. Eigðu daginn ljúfan mín elskuleg..Kveðja í bæinn þinn..

Sigríður B Svavarsdóttir, 1.3.2009 kl. 10:29

4 Smámynd: Gunnur B Ringsted

Takk fyrir samverustundina í gær Milla. Það var virkilega gaman að kynnast ykkur öllum í eigin persónu. Mér fannst ég strax eiga heima í þessum hóp og vona að ykkur hinum hafi líka fundist að ég væri ein af ykkur. Hlakka til næsta hittings. Hafðu það gott.

Gunnur B Ringsted, 1.3.2009 kl. 11:01

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín gaman að heyra í þér elsku skjóðan mín.
Hittingurinn var æðislegur og vonandi kemur þú einhvern tímann til okkar.
Ljós og kærleik til þín

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.3.2009 kl. 12:35

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín það er svo rétt mælt að við erum góður hópur, há orka og kærleikur stýrir okkur.
Elsku Erna mín mér þykir einnig undur vænt um þig og vonandi lifa rósirnar í sjö daga.
Veistu ég vaknaði bara hress, en með smá harðsperrur eftir daginn í gær. Englarnir mínir eru að bjóða Millu, Ingimar og ljósunum mínum í síðdegiskaffi með kvöldmats ívafi, en bollur ætla þær að baka og svo er verið að gera hina ýmsu smárétti.
Það verður sko gaman.
Ljós til þín elsku Erna mín við sjáumst kannski næsta föstudag ef þú verður ekki að vinna.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.3.2009 kl. 12:46

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Akureyri, hér ríkir einnig birta og friður bæði innanhús og utan. við ætlum okkur að hafa góðan dag í dag og óska ég þér hins sama kæra vina
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.3.2009 kl. 12:48

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gunnur mín takk sömuleiðis, þú átt örugglega heima í vorum hóp.
Eigðu góðan dag í dag
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.3.2009 kl. 12:50

9 identicon

Þið eruð frábærar og sýnið í verki hvað það þýðir að vera raunverulegir bloggvinir. Svo hittir þú alla naglana á höfuðið. Til hvers að eiga vini ef þú þarft sífellt að setja þig í stellingar, sem honum þóknast? Reyndar almennt vandamál í samskiptum, en of langt að fara út í það hér, skilurðu. Hafðu það svo gott í dag og kærar kveðjur héðan.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 13:49

10 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Milla mín ég var sko með ykkur í huganum í gær ,en ég er líka með gesti að Austan hjá mér sem vegur það upp að vera ekki með ykkur í gær.Knúsý knús á ykkur allar Norðandömur Óla sem á sig sjálf 

Ólöf Karlsdóttir, 1.3.2009 kl. 14:32

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfur faðmur af ást og hlýju til þín elskulegust.....Ástarkveðjur frá mér til þín..:=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.3.2009 kl. 15:46

12 identicon

Hjartans þakkir fyrir vináttu þína, elsku Milla mín

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 16:28

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðar hugleiðingar hjá þér, þú ert heil og flott!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.3.2009 kl. 18:56

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar minn við ræddum einmitt þetta með stellingarnar er þú varst hér um daginn, þær eru hvimleiðar, þekkjast ekki í okkar hóp.
Knús til þín og þinna
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.3.2009 kl. 19:52

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óla mín gaman hjá þér að hafa gesti elskan var dóttir þín í heimsókn?
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.3.2009 kl. 19:54

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Linda mín sömuleiðis til þín
Milla.

Nafna mín í Eyjum þakka þér sömuleiðis.
Milla.

Jóhanna mín það ert þú sömuleiðis og tel ég mig vera afar lánsama að eiga svona góða bloggvini.

Ljós og kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.3.2009 kl. 19:57

17 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Vallý mín við bara verðum að hitta þær ,það er ekki spurningTakk Milla mín þú ert yndisleg

Ólöf Karlsdóttir, 2.3.2009 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband