Fyrir svefninn.

Það er bara búið að vera gaman í dag, var að kenna
englunum mínum að baka bollur, það gekk nú bara vel,
reyndar varð síðasta hræran svolítið þunn, en ég sagði
þeim bara að baka bollur úr þessari soppu, en út komu
flatbökur bara mjúkar og góðar þannig að við notuðum tvær
saman ekkert síðra og hver er að huga að því þegar rjóminn,
súkkulaðið, kremið og sultan vella út.

Það sem var boðið upp á var rækjuréttur/ sósa/ ristað brauð.
snittubrauð og álegg að vild ofan á, sem var pepperonii,
salami, ostar, ananas,chilisulta, gráfíkjusulta og það átti að
vera grafinn ufsi en ég gleymdi honum.

Nú svo voru bollurnar, kaffi og gos.
Setið var lengi að snæðingi eins og vant er á okkar heimilum.

Ingimar minn fór svo með bílinn okkar á gryfju og setti kælireim
sem vantaði í bílinn, smíðaði einnig smá hlíf þar undir því hún var
fyrir löngu farin í einhvern snjóskafl.
Eins og allir vita þá eru þessir bílar ekki gerðir fyrir snjó og kramið
í þeim bara eitthvert plastdrasl.

Ráðlegg öllum sem ekki vita að kaupa aldrei varahluti í umboðunum
þvílíkur verðmunur, þar og annarsstaðar.

Á morgun verður byrjað að laga hjá mér baðið síðan verður það málað.

Dóra mín tók utan af sófunum í dag og er verið að þvo það, setur það
aftur utan um á morgunn,  sko að setja áklæðið utan um þessa
yndislegu sófa mína er ekki fyrir okkur gamla settið, en þeir eru hvítir
svo það þarf að þvo þá ansi oft.

Eitt veit ég að börnin mín eru yndisleg og án þeirra hjálpar værum við
illa stödd. Takk englarnir mínir.

Góða nótt kæru vini
rHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt veit ég líka Milla mín að þú ert yndisleg og án þinnar hjálpar væri ég hálfu verri en ég er. Gaman að lesa hvað dagurinn bar í skauti hjá þér og þinni yndislegu fjölskyldu. Er þetta ekki sami sófinn og ég sat í kvöldið góða? Vona að ég hafin nú ekki sullað hann mikið út. Góðar kveðjur til þín og skilaðu kveðju til þinna líka. Góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Auður Proppé

Milla mín, Einar kemur í heimsókn og það þarf að þvo öll áklæðin   Dugnaðurinn í þér í dag og þú ert yndisleg vinkona, takk fyrir símtalið.

Góða nótt og sofðu rótt

Auður Proppé, 1.3.2009 kl. 21:53

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Góða nótt mín Elskuleg..Takk fyrir falleg skrif um fólkið þitt. Guð launar þér gæskuna..Ljós til þín ..

Sigríður B Svavarsdóttir, 1.3.2009 kl. 22:55

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar minn eigi sullaðir þú svo gjörla, en skítugur var hann hafandi ekki verið þveginn síðan síðastliðið haust.
Öllu verri var þó hundasófinn eða sá sem Neró eignar sér, dúllinn.

Knús kveðjur til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2009 kl. 08:06

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Finnst þér Auður, hann var nú reyndar svartklæddur en svaka flottur gaur
Ljós til þín elskan
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2009 kl. 08:08

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þakka þér Sigga mín og veistu kæra vinkona að Guð er alla daga að launa mér með þeim endalausa kærleik sem ég fæ frá öllum áttum.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2009 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband