Hvernig gengur atvinnuuppbyggingin?

Hef verið að hugsa hvort ekki gangi frekar seint að hrinda
af stað atvinnuuppbyggingu landið um kring?
tel það vera.

16.411 manns atvinnulausir og bak við næstum hvern mann
eru vandræði, fólk getur ekki borgað af sínu hvað þá að það
geti lifað mannsæmandi lífi.

Síðan er hin hliðin, sú sem snertir sálartetri, hún er stór sú
hlið og engin veit hvernig fólki lýður er það er atvinnulaust
á bótum sem engan vegin duga fyrir því sem þarf að borga.

Bara það að vera atvinnulaust er stórt, það stórt að sumir geta
ekki höndlað það að geta ekki aflað heimilinu nóg, að þurfa að
segja við börnin sín nei elskan þetta er ekki hægt núna, af
hverju ekki pabbi, það eru ekki til peningar, nú hvar er bíllin okkar?
við eigum engan bíl lengur, Humm.
Síðan fer húsið og bara allt hrynur.

Örugglega er nægilegt pláss á sjúkrahúsunum til að tak við
öllum þeim sem hrynja.


mbl.is Tveir milljarðar króna í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Skelfilegt ástand og sjóðirnir að tæmast, hvað tekur þá við?

Rut Sumarliðadóttir, 2.3.2009 kl. 11:51

2 identicon

Það hlýtur nú allt að fara að lagast núna Milla mín SKAÐVALDUR Íslands er farin frá völdum þannig að nú hlýtur allt verða best með blóm í haga. Við hljótum að minnst kosti ætla það, svo mikla áherslu hefur verið lagt á það eitt segja einum manni upp störfum að allt annað hefur verið látið reka á reiðanum.  Ertu búin að jafna þig eftir bloggvinahittingin?

Hafðu það gott í dag sem alla daga elskuleg.

Knús til þín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 13:29

3 Smámynd: Auður Proppé

Sammála Jónínu, það hefur alltof mikill tími farið í að ná fram persónlegum hefndum að koma Davíð burt og allt annað látið reka á reiðanum.  Þingstörf látin falla niður í heilan dag þegar nefndin frestaði ákvörðun sinni, af hverju var þá ekki eitt af því sem bráðlega liggur á tekið fyrir í staðinn?  Ég ekki skilja

Auður Proppé, 2.3.2009 kl. 14:26

4 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

SKAÐVALDURINN MIKLI ER farinn frá völdum og farið hefur betra fé! Við skulum ekki gleyma að Davíð Oddsson er skaðvaldur, hann var það þegar hann tók við völdum og hann passaði sig á Því að vera það örugglega þegar hann var rekinn og hann var rekinn! Það þurfti frumvarp til laga til að reka SKAÐVALDINN gleymið því ekki! Hann passaði sig á því að það myndi kosta eins mikið og mögulegt var að reka hann! hvað segir það okkur um hann? Davíð er EKKI góður maður honum slett skítsama um fólkið í landinu og hefur alltaf verið!

Óskar Steinn Gestsson, 2.3.2009 kl. 16:27

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ástandið er slæmt Rut mín eigi verður fyrir það neitað, vonum það besta.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2009 kl. 16:38

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Skaðvaldurinn er farinn, en var þess ekki krafist til þess að við fengum traust erlendis frá, spyr sá sem ekkert veit með vissu frekar en hinir.
Ekki er ég nú alveg búin að jafna mig í skrokknum Jónína mín en það kemur.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2009 kl. 16:41

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Auður mín já allt látið reka á reiðanum svo mikið rétt.
Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2009 kl. 16:42

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óskar Steinn ekki er þetta nú allt honum að kenna.
Takk fyrir innlitið
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2009 kl. 16:44

9 Smámynd: Tiger

  Já Millan mín, ástandið er vissulega skelfilegt og á bara eftir að versna áður en það byrjar að lagast. Það yrði hræðilegt ef sjóðirnir myndu tæmast - hver bjargar þá málum og máltíðum atvinnulausra? Ussuss .. maður verður bara að vera bjartsýnn og vona það allra besta.

Knús og kram á þig Milla mín og hafðu ljúfa helgina.

Tiger, 2.3.2009 kl. 17:00

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Atvinnuleysi er seigdrepandi andskoti. Hvað verður um fólk þegar sjóðirnir tæmast í haust eins og gert er ráð fyrir?

Helga Magnúsdóttir, 2.3.2009 kl. 19:51

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger minn ekkert getur bjargað betur en bjartsýnin, en erfitt það reynist sumum. Tel ég það vera í okkar hlutverki að huga að þessu fólki svo framalega sem við þekkjum til.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2009 kl. 19:55

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Við þurfum öll að leggjast á árarnar til að róa á móti þessu andstreymi. Nota orkuna okkar til að hjálpa hvert öðru eftir bestu getu. Ég er að leggjast undir feld og finna út hvernig kraftur minn nýtist best.

Ég er samferða Bylgjunni í jákvæðri viku þannig að nú reyni ég að tala bara uppbyggilega!

Annars kveðja og knús í hús.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.3.2009 kl. 19:57

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er spurningin Helga mín vonandi hefst atvinna um allt land von bráðar.

Ljós og kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2009 kl. 19:57

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhanna mín það er bara gott að vera jákvæður og ekki vantar að ég sé það, en mundi vilja ná til þeirra sem ekki ná þeim áttum.
ljós til þín ljúfust.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2009 kl. 20:36

15 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Eru þið að grínast? Ég vona það. það skiptir engu hversu margir eru á atvinnuleysisbótum, ef það vantar pening ja til hvers haldiði að við höfum seðlabanka? Sem getur búið til pening eins og hann vill? Nei! Ég er alveg viss um að reka Davíð Oddsson leysi ekki allan vanda en ég er samt búin að lifa allan minn "pólitíska" feril með davíðs bragð í munni og þess vegna veit ég að það er þjóðinni fyrir bestu að losna við ugluna.

Óskar Steinn Gestsson, 2.3.2009 kl. 20:39

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna Dóra litla heldur þú að ég viti það ekki verandi að fara á ellilýfeyrir, hef reynslu.

Ef þú lest færsluna mína þá er ég að tala um seinagang í uppbyggingi atvinnuvega í landinu.

Og þó sumum finnist bara gott að vera á bótum hvort sem það eru atvinnuleysisbætur eða öryrkja og jafnvel vinnandi með svona smá svart, þá er það eigi hægt í dag því vinnan er ekki fyrir hendi.
Enda eru það svik.

En svo var ég að tala um fólk sem er heiðvirt og finnst það niðurlægjandi að þiggja bætur hverju nafni sem þær nefnast,
það fólk veikist.
Ég þekki þessi dæmi.

Kveðja til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2009 kl. 08:46

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dóra það er nú engin að kenna neinum um neitt, en hvernig mundir þú vilja afstýra þessari hættulegu þróun sem skapast vegna uppsagna þúsunda manna.

Göngustíga vinnan er nú meiri en það því það á að ráða fólk í hin ýmsu verkefni á vegum borgarinnar og er ég afar hrifin af því.

Það vaknar hjá mér spurning, skyldu önnur bæjarfélög vera þess megnug að gera slíkt hið sama?

Það verður að koma atvinna fyrir bæði unga og eldri því það er fullt af fólki sem vill ekki vera á bótum.

Svo er það unga fólkið okkar það verður að fá vinnu, það kostar að vera í skóla og ef foreldrarnir hafa ekki vinnu þá hvað?

Engin lifir á 150.000 á mánuði.

Kveðja til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2009 kl. 19:17

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Dóra mín ef við tölum um heildina þá er það eiginlega engin sem getur lifað af 150.000 kr. á mánuði það þarf að borga af húsnæði hvort sem það er eigin eða á leigu, rafmagn og hiti og +++++++ svo það vantar upp á hjá fólki.
já við erum hálfnuð á botninn svo við getum bara beðið spenntar.
Kveðja og ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2009 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband