Fyrir svefninn.

Mig minnir að það hafi verið stórþvotta-dagur, ég var
8 ára, og var að mér fannst hægri hönd mömmu.
bræður mínir tveir þeir eldri, (hinir voru eigi fæddir) voru
6 og 4 ára þeir voru uppi að leika sér meðan við mamma
og hjálparstúlkurnar vorum á fullu í þvotti.

þegar þetta gerðist voru ekki sjálfvirkar þvottavélar, tauið
var lagt í bleyti að kvöldi til, morguninn eftir var það þvegið
í einhverju sem ég man nú ekki hvað hét síðan var það soðið
í þvottapotti, skolað í stórum bölum undið í rullum hengt upp
og svo straujað daginn eftir.
Mig minnir að þetta hefi verið svona.

Jæja einhvern tímann í þessu ferli segir mamma: ,, Milla mín,
viltu nú ekki skjótast upp og athuga með bræður þína?
Ég á fullu upp stigann opna herbergið og guð minn ég fékk áfall.
Öskraði mamma! mamma! komdu strax, sko þessir villingar
bræður mínir voru búnir að brjóta upp verkfæra skáp sem var
bak við hurðina í herberginu og taka þar hjólalakk svart að lit
og málanýju flottu rúmin sín, dýnurnar og bara nefnið það.
Minnir samt að sængurnar hafi verið úti á svölum að viðrast.

Mamma varð að sjálfsögðu afar reið og ég stóð álengdar með
vandlætinga svip, þvílíkir óþekktarormar.
Ég held að þessar elskur séu ennþá óttalegir, sko allavega
miklir stríðnispúkar, en elska þá nú samt.


 Úr vísnabókinni
 (þýtt og endursagt)

 þrjár þenkingar

         1

Að týna hreinlega
hönskunum sínum
er heppni á móti því
að tapa öðrum,
og henda hinum
og heimta þann týnda á ný.

        11

Í hálfkæringi um hugskot mín
er hláleg þenking oft á sveimi:
að lífið sé tvö lokuð skrín,
sem lykla af hvort öðru geymi.

        111

Heilbrygð skynsemi
er skömmtunarvara.
þeir, sem hafa ´hana
hljóta að spara.

Góða nótt
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Haha

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 3.3.2009 kl. 20:55

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Það voru svona þvottadagar hjá mömmu í gamla daga. Skolað í bala og tekið upp með þvottapriki. Og svo vinda í rullunni. Guð hvað við erum ornar gamlar, ég er farin að tala eins og amma!

Rut Sumarliðadóttir, 3.3.2009 kl. 21:30

3 identicon

Grallaraspóar bræður þínir Milla mín. Eitthvað kannast strákur nú við svona "húmor". Vona að þú sért að hafa það frekar gott. Kveðja héðan úr austrinu og góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 21:39

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég datt einu sinni ofan í balann sem var verið að skola í og ég var að hræra í honum með þvottaprikinu. Vatnið var ískalt og ég man þetta eins og það hafi gerst í gær þótt það sé liðin hálf öld síðan.

Helga Magnúsdóttir, 3.3.2009 kl. 21:54

5 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Takk fyrir kvittið á mína síðu Milla mín.. Eigðu góða drauma ljúfust mín

kveðja þín

Sigga

Sigríður B Svavarsdóttir, 3.3.2009 kl. 22:08

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Æi við vorum svo stilt hehe ,en ég man eftir stórum potti á eldavélinni sem sauð sko sængurfötinGóða nótt Milla mín ,Óþektarormurinn ,ég stakk kústinum í gegnum hurðina 

var brjáluð út í Dóra bróðir  hehe  

Ólöf Karlsdóttir, 3.3.2009 kl. 23:17

7 Smámynd: egvania

 Mikið lifandi skelfingar ósköp eru þið allar ungar munið ekki eftir þvottabrettunum og stampinum hann var úr við og með járn hringi

Ég er farin að tala eins og hún langamma mín

Góða nótt

Svei mér þá ég held að ég verði nú bara nafnlaus í kvöld.

egvania, 3.3.2009 kl. 23:19

8 Smámynd: egvania

 OMG ég þvoði þvott okkar svoleiðis  eftir að ég átti fyrsta barnið. Úbbs er ég eins og langalangamma mín.

egvania, 3.3.2009 kl. 23:25

9 Smámynd: Vilborg Auðuns

Milla mín þú  ert dásamlegt ;-) ég sé þetta nefnilega alveg fyrir mér ....

Knús í kotið þitt

Vilborg Auðuns, 4.3.2009 kl. 01:31

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 4.3.2009 kl. 05:23

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý mín það er bara fjör í því að eiga svona villinga fyrir bræður.
Knús til þín
Milla

Sigrún mín vakti þetta minningar úr sveitinni.
Knús í daginn
Milla.

Silla mín knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2009 kl. 08:28

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rut við erum ekki neitt gamlar og ef við erum það í árum þá ekki í hugsun og hugsaðu þér að eiga svona minningar og geta miðlað þeim til barnabarnanna.
Það hringdi nú ein 11 ára í ömmu í fyrra og var að spyrja hvernig jólin hefðu verið er ég var lítil, þau voru nú svolítið öðruvísi en hennar jól.
Ég þakka bara fyrir að geta miðlað, veit að þú gerir það einnig.
Knús í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2009 kl. 08:32

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Grunar mig að þú sért að kannast við húmorinn Einar minn og í sálartetrinu líður mér ætíð vel, það er fyrir mestu.
Knús til þín í Austrinu.
Milla

Helga mín það hefur eigi verið notalegt, en finnst þér ekki gaman að eiga minninguna?
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2009 kl. 08:36

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín ljúfust ljós í daginn þinn
Milla


Óla mín það þýðir nú ekki að telja mér trú um hafandi þekkt þig í öll þessi ár að þú sér eigi villingur.

Knús í daginn
Milla


Ásgerður mín ég sauð nú allan minn þvott í þvottapotti þegar ég byrjaði að búa, en fékk rafmagnsþvottavél með vindu.
man einu sinni að ég var að moka tauinu með priki upp úr pottinum, brenndi ég mig ekki alveg hrikalega að ég var í margar vikur að ná mér. klaufinn
Knús í daginn
Milla.

Vilborg mín ég sé meira að segja sjálf sko svipinn á mér við bræður mína, en aldrei hafa þeir þessar elskur gert annað en elskað stóru systur.
Knús í daginn þinn

Milla.

Ía mín ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2009 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.