Spara lyfjakosnaðinn.

Merkilegt hvað landinn vaknar upp annað slagið og
kemur fram með eitthvað sem sumir telja nýungar,
ekki er ég nú að setja út á það svosem nema ef vera
skyldi að fólk fer ekkert eftir því hjóli sem upp það finnur.

Núna er það hunang og kanill, sem er að sjálfsögðu allra
meina bót og hefur verið í aldir, en málið er að þegar það
uppgötvaðist voru eigi til matvörur sem flestir leggja sér
til munns í dag, það er allur skyndibitamaturinn þannig að
þessi blanda virkaði betur hér áður og fyrr.

Tilgangslaust er að  nota svona lækningu nema að breyta
alveg um lífsstíl, eða næstum því.
Maður þarf að finna muninn á sér og það gerir maður ekki ef
heill hammari+franska/sósa hverfur niður á eftir.

Kanill er allra meina bót, án hunangs eða með að blanda
þessu saman í sjóðandi vatn er bara gott á fastandi maga
og svo aftur á kvöldin.

Eins má taka fram að svokölluð austurlensk krydd eru afar
holl í matinn, en gæta ber að hafa þau góð ekki bara kaupa
hvaða krydd sem er.

Laukur af öllum gerðum ferskur. Kóríander, engifer, negull,
kanill, túrmerik, öll þessi krydd eru afar holl í matargerð og
sumir segja að eftir því sem meira er notað því betra.

Ferskar kryddjurtir eru auðvitað bestar og það á við um
grænmetið einnig eins og Chilly.

Þegar talað er um breyttan lífsstíl þá er ég ekki að tala
um að fólk grennist hratt það á að vera aukaatriði því það
kemur með hinum breytta lífsstíl.

Umfram allt ekki breyta heiminum á einum degi gerið þetta
rólega og hafið gaman að, því það er svo gaman er maður
er búin að henda öllu út sem óæskilegt er.

Ekki hef ég verið barnanna best í því að tileinka mér góða
lífshætti en ég byrjaði í ágúst á síðasta ári og hefur það
gengið vel þó grennst hafi ég lítið, en er samt bara ánægð.

Segja ykkur bara eitt dæmi: ,,Hef ekki bakað brauðin mín í
hálfan mánuð og komst að því að án þeirra get ég ekki
verið, flest brauð önnur eru ekki að fitta fyrir mig.

Já ég var að tala um lækningamátt hinna ævafornu alþýðu
því að sjálfsögðu var það hún sem fótaði sig áfram í þeim efnum
Og get sagt ykkur að hún virkar best með heilbrygðum
lífsstíl.

Eigið góðan dag í dag.
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ertu búin að prófa það sem ég sendi þér mail um, ekki þú ert nú meiri óþekktin, ekki að spyrja að þessum ruglum þarna suðurfrá.
vertu nú stillt í dag.
Knús í krús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2009 kl. 09:38

2 Smámynd: Auður Proppé

Góðan daginn Milla mín

Kanill er bragðgóður en hunang, jakk!!  Ætlaði alltaf að rella uppskriftina að brauðinu þínu, ertu til í að senda mér? 

Knús í daginn þinn

Auður Proppé, 5.3.2009 kl. 09:43

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín þið eruð eins þið Dóra með klígjuna, hunang er gott er út í kanilinn kemur. Borðar þú graflaxsósu?
Sendi þér uppskriftina í mali.
Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2009 kl. 10:20

4 Smámynd: Auður Proppé

Takk fyrir Milla mín.  Já, ég borða graflaxsósu með graflax, nú er mig farið að gruna að þú sért að veiða mig í einhverja gryfju

Auður Proppé, 5.3.2009 kl. 10:27

5 Smámynd: egvania

Milla mín ég er búin að vera sjúk í kanil í mörg ár borða hann á hverjum degi og helst með öllum mat.

Byrja daginn með hafragraut og kanil og það miklum kanil.

Kveðja og knús Ásgerður

egvania, 5.3.2009 kl. 11:48

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ok og mig vantar ráð Milla mín hvernig get ég lækkað blóðþrystinginn .Og svo langar mig að prufa það sem Ásgerður  gerir

við hafragrautinn sinn ,hef samband við hana  

En það er blóðþrystingurinn er einhver með ráð  ,tölurnar mínar virðast vera hættar að virka ,ætli fólk hafi lent í því ,mér er sko ekki sama  

Knúsý knús ,þið þarna Norðan heiða eruð svo ráðagóðar,

Takk Milla mín knús ,Ruglan sunnan heiða  

Ólöf Karlsdóttir, 5.3.2009 kl. 13:05

7 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Töflurnar á það að vera

Ólöf Karlsdóttir, 5.3.2009 kl. 13:07

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður graflaxsósa er búin til úr hunangi, svo það getur verið eins gott út í kanilnáði þér!!! Takk fyrir símtalið elsku vinkona þú hjálpaðir mér mikið.
Ljós í daginn þinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2009 kl. 14:00

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott hjá þér Ásgerður mín, hef heyrt þetta áður með út í hafragraut, en ég verð veik af hafragraut.
Kanil get ég sett í allt mögulegt meira að segja út í kaffið.
Ljós til þín elskan
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2009 kl. 14:03

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú hefur nú aldrei verið stilt en ég elska þig samt.
Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2009 kl. 18:45

11 identicon

Getið þið ekki sent mér matinn í gegnum netið? Ég þarf ekki uppskriftina....

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.