Höfundur
Tenglar
mbl.is
- Myndasíða Millu
- Pullip Myndasíða Sigrúnar og Guðrúnar
- http://123.is/641 Frábær síða gerð af bónda einum í Reykjadal.
- http://vf.is/ Suðurnesjablað
- http://245.is/ Sandgerðis fréttir
vinur
Fyrir svefninn.
5.3.2009 | 20:03
Hef oft leitt hugann að því er ég var að ala upp yngri
börnin mín, þá bjuggum við í okkar húsi sem var rétt
handan við skólann. Nú þau uxu úr grasi og byrjuðu í
skólanum og þekkti maður næstum öll börn sem í hann
gengu.
Stundum heyrði maður barn gráta, fór út að athuga það,
nú maður gaf kex og þurrkaði tár, spurði hvað hefði gerst
svarið var, "ekkert", en hvað skyldi hafa verið að?
Eins með börn sem voru mikil fyrir sér þau voru talin óþekk.
Aldrei var athugað með hvort eitthvað væri að, hvort barnið
væri ADHD, heyrnasker, heyrnablint eða bara allt sem gat verið
að sem engin virtist hafa vit á að huga að.
Þetta er bara hugleiðing.
Skylduliðið.
Börnin hugsa um brúður
og breiða á þær lín,
og ég er eins og annað barn
og elska hrossin mín.
Þau eru af öllum stærðum,
með ýmis konar lit.
En umhyggju mína þurfa þau
og þiggja mitt litla vit.
Og sum eru góð og gömul,
en gárungatetur hin.
En svo er gamalt ekkert né ungt,
að eigi ekki mig fyrir vin.
Sigurður Jónsson
Frá Brún
Góða nótt kæru vinir
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 832776
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Vopnahlé fyrir Úkraínu
- Páskasælgætið
- Gleðilega páska
- Grímur Thomsen var "villt og undarleg vera" - Eins konar ritdómur
- Páskar
- ,,Styrkur trúarinnar er fólginn í veikleika hennar"
- Hús dagsins: Minjasafnskirkjan (Aðalstræti 56)
- Hnattvæðingin er á enda
- 48% grunar að Covid faraldurinn sé ásetnings gjörningur
- Gleðilega páska á flekamótum
- Bæn dagsins...
- Í tilefni af PÁSKUNUM sem að eru í dag og fjalla um UPPRISUNA: "KRISTUR ER UPPRISINN":
- Ég er upprisan og lífið
- Utanríkisráðherra fórnar framtíðinni
- Efnið, frjáls vilji og guð
Nýjustu albúmin
Eldri færslur
2023
2021
2020
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Af mbl.is
Viðskipti
- Hið ljúfa líf: Nú er kominn tími til að prófa rúmenskt
- Um vitnaskyldu verjenda
- Um 50% af regluverki gullhúðað
- Svipmynd: Netárásir varða allt samfélagið
- Gríðarleg aukning í framrúðutjónum
- Auka hlutafé um 800 milljónir
- Rökræðið
- Þurfum að horfa til samkeppnishæfni
- Fréttaskýring: Frjálst fólk greiðir með reiðufé
- Ásakanir um vafasöm hlutabréfaviðskipti og tengingar til Íslands
Athugasemdir
Góða nótt ljúfust og takk fyrir mailið þetta er meira athyglisvert svo ekki sé meira sagt.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 20:38
Ofsalega er þetta góð færsla hjá þér eins og alltaf Milla mín. Börn finna til en einhvers staðar læra þau eða læra ekki að tjá tilfinningar sínar. Þetta er góð hugsun og ábending sem þú birtir. Litla ljónið svarar alltaf ef einhver spyr hann hvernig hann hafið það með "bara vel". Ég vona að hann meini það. En sem betur fer er ekki á milli mála hvernig mín börn hafa það. Þau láta heyra í sér. Líka hvernig þeim finnst pabbi sinn standa sig. Ég er undir ströngu gæðaeftirliti. Þau líka. Bestu kveðjur til þín og ykkar og góða nótt. Verð að fara að bjalla á þig.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 20:41
Já, þau eru mörg börnin sem hafa mátt þjást vegna þess að lesblinda, ofvirkni og aðrar raskanir voru ekki til á árum áður. Þá voru þessi börn dæmd heimsk eða óþekk.
Helga Magnúsdóttir, 5.3.2009 kl. 20:57
Jáa alla fyrri ræðumenn.
Knús á þig Milla mín
Helga skjol, 5.3.2009 kl. 22:14
Hef ekki fengið nein skilaboð svo ég muni í augnablikinu, nema góðar kveðjur á blogginu.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 5.3.2009 kl. 22:41
Jú ég fékk boðin. Sorrý að ég skuli vera orðin lygari.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 5.3.2009 kl. 22:46
Gaman að sjá þig Langbrókin mín, já þetta er áhugavert og ber að huga að ef ske kynni.
Ekki var ég að skilja þetta rugl í mér er þetta gerðist hjá mér, taldi bara að ég væri í of heitri sturtu, en nei er ég hafði hvílt mig um stund þá gerðist þetta aftur og þá vakti ég gamla minn.
Knús til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.3.2009 kl. 07:03
Einar minn þú ert heppinn með að þau skuli vera svona opin fyrir ykkur.
litli kúturinn minn er það einnig svo sér maður það á honum ef eitthvað hefur gerst.
Gæðaeftirlit skil, er nú ekki hissa þau eru sko með kröfur.
Kærar kveðjur til ykkar og bjallaðu bara er þú villt.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.3.2009 kl. 07:07
Rétt hjá þér Helga mín, þeim var bara hreinlega ekki sinnt, heldur kvartað stórum.
Ljós í daginn þinn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.3.2009 kl. 07:09
Helga mín Skjól ljós í daginn þinn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.3.2009 kl. 07:10
Þú veist þá af þessu, ég hringdi einnig í Gunnþóru í Norðurþing.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.3.2009 kl. 07:11
Ía Jóhannsdóttir, 6.3.2009 kl. 09:26
Góðan daginn Milla mín.. ég svona rétt kíkti við á leið minni..
Eigðu daginn góðan Ljúfust mín..
Ljós í bæinn þinn.
Sigríður B Svavarsdóttir, 6.3.2009 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.