Fyrir svefninn.

Vitið að það er svo margt að gerast að dagurinn er á
enda áður en maður veit af.
Talið að stjórnmálin séu í góðri endurnýjun, en betur
má ef duga skal.


Viðhorf gamla tímans.

Upp var ég fæddur og alinn á sveit,
aldrei bóklega fræðslu leit,
en margt um kálfa og kýr ég veit,
kapla og sauðahjörð,
kenni hvort moldin er köld eða heit,
kostarýr eða mjúk og feit,
mói eða mýrarjörð.

Rakað hef ég og reyrt í bönd,
rutt og grafið með styrkri hönd.
veggi hlaðið og veitt á lönd.
vann á meðan ég gat.
Lögmál nam ég á lífsins strönd:
Leggðu fram þína krafta og önd.
Fyrir það færðu mat.

Löngum hafði ég lítið kaup,
lærði að forðast mas og raup,
aldrei þó fyrir krónum kraup,
en kindum fjölgaði skjótt.
Á hjörðinni minni var hornahlaup,
hrúga af gulli í skaut mér draup
hverja níundu nótt.

Ástundun gefur auðsins mátt.
án þess að nota plötuslátt,
hagsýni getur í húmi og nótt
hyggindaljósin kveikt.
Ég vann af kappi en hafði ei hátt,
hirti í kyrrþey margt, sem var smátt
og fávísir menn höfðu fleygt.
 
Bjargálna er ég og betur þó,
björgin var sótt með herfi og plóg,
er breyttu í akur mýri og mó
og moldinni gáfu kraft.
Þeir fiska aðeins sem fara á sjó.
farsæld það aldrei neinum bjó
að kveina og nota kjaft.

Öldin nýja af öfgum rauð,
orkurúin og viljasnauð,
hótar byltingu, heimtar brauð,
hatar iðni og þrótt.
Segir ég hafi með svikum auð,
sem og ríkjandi lögmál brauð,
í sveita annarra sótt.

Ég segi og skrifa mitt er mitt,
maður hver á að hirða sitt,
og ekki hefi ég ágirnst þitt
eða lifað á krít.
Við samviskuna er sál mín kvitt,
og silfrinu steypi ég heldur í pytt
en heimskingjans botnlausu hít.

Ólafur Jónsson.


Góða nótt kæru vini
rHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða nótt mamma mín og sofðu rótt og knúsaðu Neró sæta frá okkur.

Dóra kroppur (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 23:02

2 identicon

Góða nótt húsvíska skvísa og skilaðu kveðjunum, leiðinlegt að heyra af þessari veðráttu á ykkur. Liggur við að maður sakni þess.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 23:14

3 Smámynd: Tiger

 Satt er það Millan mín að það er margt í gangi þessa dagana og stundum nær maður því varla að fylgjast með öllu. Stjórnmálalegar hreinsanir eru af hinu góða - svo framalega sem eldgömul brýni komast ekki aftur inn og á spena ..

Knús og kreist í nóttina þína ljúfust og sitji englar á rúmstokk þínum þér til verndar!

Tiger, 8.3.2009 kl. 23:35

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eigið góðan dag elskurnar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.3.2009 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.