Þvottavélin hvað?
9.3.2009 | 08:40
Ég má nú til að koma inn á þessa frétt þó síðan í gær sé.
Tel ég nú að eigi sé hægt að setja ástæður fyrir frelsi
kvenna undir einn hatt.
Fékk ég til dæmis mína fyrstu þvottavél 1962,þá ekki
sjálfvirka en rosa flotta, ekki sauð hún tauið, þvottapott
varð að nota einnig, fyrir utan að manni var kennt að
leggja í bleyti fyrst, síðan var skolað í bala.
Aldrei þótti mér neitt leiðinlegt að þvo þvottana, en að
vaska upp fannst mér hræðilega ömurleg vinna, þó
uppvöskunarvél ég eigi hafi fengið fyrr en nú fyrir3 árum.
Sjálfvirka þvotta vél fékk ég 1971 og þá einnig strau vél,
þvílíkur lúxus, en það veitti mér ekkert frelsi.
Það er misjafnt hvað konur hver fyrir sig kalla frelsi, ég
taldi það frelsi er ég fór ein til Reykjavíkur á til dæmis
kvennafrídaginn eða bara til að fara í búðir, sýna sig og
sjá aðra, en auðvitað gat maður þetta ekki alltaf það
voru börn og heimili sem þurfti að taka tillit til sem maður
að sjálfsögðu verður að gera og ekki sá ég eftir þeim
tíma elskandi börnin mín heitara en allt annað.
Frelsi tel ég vera mest í því fólgið er þú sjálf tekur að
skarið og stjórnar þínu lífi, það er frelsi er engin er með
kröfur á þig umfram bara þær sem eðlilegar eru, en aldrei
þarf að ræða um, þær bara flæða með í lífinu.
Maður finnur friðinn og hamingjuna.
þetta er að mínu mati frelsi.
Þvottavélin frelsaði konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.