Fyrir svefninn.
11.3.2009 | 20:44
Þegar ég vaknaði í morgun hringdi ég og ætlaði að tala
við litla ljósið sem er orðin stóra ljósið núna, hún var ekki
vöknuð. Milla hringdi svo er hún vaknaði og amma söng
afmælissönginn fyrir hana talaði svo smá við hana, hún
tjáði mér síðan að nú gæti ég kallað hana stóra ljósið mitt.
Ég sagðist myndi gera það.
Þær mæðgur komu svo hingað í kaffi í dag, höfðu með sér
meðlæti úr bakaríinu.
Það var nefnilega verið að ryðja heima hjá þeim og eigi komust
þær fyrir skafli sem var fyrir innkeyrslunni.
Þetta er stóra ljósið hún Aþena Marey.
En dagurinn byrjaði nú með því að þær komu til mín að vanda
vinkonur mínar þrjár, þær koma alltaf snemma eða um 12 því
þær fara síðan í leikfimi 14.30.
Það er svo gaman hjá okkur handavinnan flýgur upp og
munnurinn þjálfast afar vel.
Ég er að farast úr kvefi, hélt nú kannski að ég hefði bara misst
röddina á laugardaginn, en annað kom í ljós bara þrælslöpp og
má nú ekki við því.
Ætla að fá mér göróttan drukk og síðan upp í mitt yndislega rúm.
hef ég sagt ykkur að ég elska svona kodda, blúndur og dúll
sofna með þetta í kringum mig, síðan er allt komið á gólfið er ég
vakna, svo er ég svo gamaldags að ég sef með dúnsæng og þegar
ég er eitthvað slöpp þá fer ég í hvíta kanínu-ullarsokka, en næstum
ber að öðru leiti nú er ég búin að segja frá því.
Góða nóttkæru vinir og þið hin einnig
Athugasemdir
Góða Nótt.
Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 21:29
Til hamingju með litla ljósið, úps fyrirgefðu STÓRA ljósið hennar ömmu sinnar Góða nótt
Auður Proppé, 11.3.2009 kl. 21:34
Til hamingju með ljósin þín. Þau eru ómetanleg. Knús knús.
Marta smarta, 11.3.2009 kl. 22:25
Hjartanlega til hamingju Milla mín. Vonandi ferðu að hressast. Litla ljónið mitt er að skríða upp á við en er voðalega orkualaus. Fær að fara út í leikskólanum á morgun og hlakkar ekki lítið til. Andstyggðarpestir. Skilaðu kveðju og góða nótt.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 22:26
Til hamingju með stóra ljósið þitt Milla mín.
Gott hjá þér að fá þér göróttan drykk og fara svo í bólið, ég er búin að vera með þessar leiðindakvefpest en held að þetta sé að skána. Nenni ekki svona veseni.
Góða nótt og sofðu rótt.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 23:10
Milla mín til hamingju með stóra ljósið þitt ,knúsaðu hana frá mér hún er svo flott .Góða nótt'´´Ola
Ólöf Karlsdóttir, 11.3.2009 kl. 23:57
Sigríður B Svavarsdóttir, 12.3.2009 kl. 00:16
Sæl Milla.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 05:47
Takk fyrir allar kveðjurnar kæru vinir og ég segji eins og Jónína nenni ekki svona veseni.
Einar minn trúi því vel að litla ljónið sé orðið óþolinmótt að komast á leikskólann, það er nú ekki þeirra deild að vera veik heima.
Vallý þú getur bara komið til mín að moka snjó og Óla mín ég knúsa hana frá þér.
Kveðja frá einni sem gerir ekki annað en að snýta sér og gráta kveftárum, "Óþolandi"
Verð að fá mér chilli te.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2009 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.