Hugleiðingar dagsins.

Sko þegar allt hringsnýst í hausnum á manni af þessu
kvefi, tala ekki um er ofan á bætast allar þessar útþynntu
fréttir, þá kemur bara hugleiðing.

                       ************************

Danski herinn hikar í samstarfinu, eruð þið undrandi á því
þeir eru ekki vanir svona rugli þar sem er eitt í dag og annað
á morgun. Kippið þessu nú í lag blessaðir ráðamenn áður en
hlegið verður frekar að rugli Íslendinga.

Vona ég svo innilega að ekki komi til að þessi skip þurfi að
koma til hjálpar vegna snjóflóða eða annarra ógna á
Vestfjörðum.

                     ************************

Fjölmargir standa sig vel, en aðrir eiga í erfiðleikum, það er
vitað mál og verður að hjálpa þeim.
Það er verið að tala um að hjálpa öllum og miðast það bara
við þá sem eiga fasteign bæði fasta og á hjólum.
ekki hef ég heyrt að það eigi að hjálpa þeim sem í vandræðum
eru sem ekki eiga fasteign, þeir geta bara farið á kaldann klaka
því eigi hafa þeir efni á að borga af sínu.
hvenær skildi það síast inn hjá þessum háu herrum sem eigi er
annað hægt en að hafa vorkunnsemi fyrir því þeir eiga sko bágt.

Séreignalífeyrissjóðurinn sem samþykkt var að borga fólki út,
má deila um aðferðir í því máli, er bara alls ekki í startholunum 
að borgast út, ríkið er eigi tilbúið með pappíra þar að lútandi.
Mikið er ég fegin að ég náði því aldrei að safna í svoleiðis sjóð.

Skondið finnst mér er talað er niður til fólks og sagt að það
standi sig vel. Sagt er við fólk, þú stendur þig vel, Hægan,
er það ekki það sem allir reyna að gera, ef þarf að hrósa
fólki fyrir að vinna vinnuna sína hvort sem það er á
vinnustað eða heimilinu sínu, má bara segja þetta gengur
vel.
Mest niðrandi setning sem ég veit um er setningin:
" Þú stendur þig ekki nógu vel"

Svo er annað í sambandi við það sem sagt er að margir
standi sig vel, af hverju hefur fólk tækifæri til að láta málin
ganga upp hjá sér?
Jú að því að það hefur vinnu, Takið eftir VINNU.

Vinna er það sem þarf plús það að koma heimilum á núll
punktinn svo að hægt sé að regulera heimilisreksturinn rétt.

Hvað er eiginlega að þessum mönnum, það kemur þeim á
óvart hvað staðan er í raun betri en þeir töldu.

Hún er ekkert betri þó einhver reiknilíkön drulli út úr sér að
sumir "STANDI SIG VEL"

              *************************

Ekki er ég nú hissa að Þingstörfin þenjist út, Nú er svo mikið
að gera í að útunga þessu og hinu því þeir hafa bara ekkert
verið að gera annað en að læra að sitja stólanna sína og bara
að venjast því að vera í stjórn.

           ***************************

Allir tala um að maður eigi þann rétt að fara á kjörstað og er það
mikið rétt, en við eigum einnig hinn réttin að sitja heima og andmæla
þessu batteríi öllu saman, það viðkemur ekki því hvar í tíkinni þú ert
Núna er bara ekki hægt annað en að vera óánægður.
Hvet ég alla þá sem eru óánægðir að gera slíkt.

          ***************************

Eigið svo góðan dag í dag sem alla daga
Mill
aHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það þarf auðvitað að hjálpa þeim sem þurfa þess með sama hvort þeir eiga fasteign eður ei.

Núna hef ég verið að kynna mér þessi 2 úrræði sem mest hefur verið hampað og hvorugt þeirra gagnast nokkrum.

Margir hafa viljað færa lánin sín til íbúðalánasjóðs vegna þess að þar er meiri greiðsluerfiðleikaaðstoð en í bönkunum. Þetta ætlaði ég að gera í gær en nei. Bankinn þarf að biðja um þetta, ég get ekki gert þetta. Það eru ekkert endilega hagsmunir bankans að ég færi mig ? En það eru klárlega mínir hagsmunir ! Sem sagt ; ónýtt úrræði.

Séreignasparnaður er annað sem ekki virkar, sjá á síðunni minni. Nenni ekki að pikka það inn aftur.

Kær kveðja til þín Milla mín

Ragnheiður , 12.3.2009 kl. 11:42

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Lífið er margbrotið Milla mín.. Ljós og kærleikur til þín ljúfist mín

Sigríður B Svavarsdóttir, 12.3.2009 kl. 11:50

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott að fá einmitt svon fakta því þeir henda fram einhverju sem svo ekki getur gerst. kíki á síðuna þína.
knús til þín Ragga mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2009 kl. 11:53

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það er það og eigi er betra er aðrir gera fólki ekki kleift að gera það fábrotnara.
Ljósið yfir til þín besta mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2009 kl. 11:54

5 Smámynd: Auður Proppé

Ég er orðin kolrugluð í þessu, eina sem ég get sagt að það sama á yfir alla að ganga.  Ég var á hlaupum fram hjá sjónvarpinu í gær og sá í fréttatímanum dæmi um hvernig aðgerð ríkisstjórnarinnar myndi hjálpa hjónum með 60 milljón króna hús þar sem lánið var komið yfir verðmæti hússins. 

Að eiga 60 milljón króna hús er lúxus sem ég hefði vel getað leyft mér með því að spreða hér á sínum tíma og lifa um efni fram en sem betur fer gerði ég það ekki.  Af hverju er verið að hjálpa þeim sem lifðu um efni fram á meðan þeir sem fóru varlega fá enga hjálp þar sem þeir eru ekki á barmi gjaldþrots?  Það er ekki eins og þeirra lán og afborganir hafi ekki hækkað líka.

Ég bara skil ekki hugsunina á bak við þetta, það á að hjálpa öllum og ef það er ekki hægt þá skoða söguna á bak við ákvarðanir um eyðslu sem þetta fólk tók sem spreðaði í góðærinu og tók sénsa.  Úff, mér finnst ég alltaf vera að tuða um sama hlutinn. 

Auður Proppé, 12.3.2009 kl. 13:08

6 Smámynd: egvania

Milla mín fyrirgefðu en mig langar til að segja þér að liðið í steinkumbaldanum við Austurvöll er ekki einu sinni að læra að sitja stólana sína, þeir ná ekki einu sinni hlandyl vegna þess að þess að þeir eru svo oft auðir.

Knús þú er yndisleg og takk fyrir mig þú veist.

egvania, 12.3.2009 kl. 19:34

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín það er fullt af fólki sem hefur ekki lifað um efni fram heldur getur ekki lifað vegna hækkandi vaxta, hækkun á mat, húsaleigu og öllu sem það þyrfti að kaupa en getur ekki, ekkert hefur verið komið til móts við þetta fólk þó það hafi aldrei haft efni á að lifa um efni fram.
Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2009 kl. 19:41

8 Smámynd: Auður Proppé

Já Milla mín ég veit það og er ekki að tala um það fólk.  Heldur þá sem hafa lifað hátt og á nú að hjálpa.

Auður Proppé, 12.3.2009 kl. 19:43

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður mín þú þarft ekki að biðja mig fyrirgefningar á því að þú segir þína skoðun, ljúfust.
Hef nú alveg tekið eftir því að eigi hafi þeir vermt stólana, merkilegt, kannski hefur þeim ekki líkað þeir.
 Þakka þér sömuleiðis fyrir að vera þú og að ég skuli vera vinkona þín.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2009 kl. 19:44

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

knús í snjóinn

Hólmdís Hjartardóttir, 12.3.2009 kl. 20:45

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hólmdís Gísli var að koma inn frá því að moka aðeins frá stofuglugganum það sést aðeins út núna og birtan kemst inn.

KnúsMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.