Morgunnöll.

Vaknaði klukkan sex í morgun, sá að hundurinn hringaði sig
til fóta að vanda, Gísli svaf við hliðina á mér að vanda og
hvað er svo meira að vanda? Jú að ég teygði úr mér svona
rétt til að fá blóðið til að streyma, sá við hliðina á mér gerði
eins, herma eftir Nei nei bara láta vita af sér, og svo hvað?
segjum eigi frá því.

Núna klukkan níu er ég að fara í þjálfun síðan ætla ég að
reyna að komast inn í Apótekið, trúlega tekst það hann
þessi elska sem ég hef afnot af ekur alveg upp að dyrum
svo ég get bara labbað beint inn," LÚXUS" enda er hann
þessi elska lúxus og kann ég svo undurvel að meta hann.

Trúlega legg ég mig aðeins um miðjan daginn því svo koma
englarnir mínir, þær mæðgur frá Laugum í kvöld.
Það verður haldið upp á afmæli um helgina hjá Millu minni.

 Annað kvöld verður kjúklingaveisla o la míó míó, alveg
upp á gamla mátann, heilsteiktir með smjörsteiktum
papriku kartöflum, rjómasveppasósu og sallati.
Eftirmaturinn verður að vali systra.

Held bara að ég sé betri í dag en í gær og það gerið kanillinn,
hunangið, Chillý teð, Turmedik og sólhattur.

Eigið góðan dag
Mill
aHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Góðan daginn

Bara action í morgunsárið, þarftu nokkuð að fara í frekari þjálfun í dag?  Verður gaman að fá stelpurnar í kvöld, þú knúsar þær frá mér.  Eigðu góðan dag elskuleg

Auður Proppé, 13.3.2009 kl. 08:24

2 Smámynd: Anna Guðný

Fjör á Húsavík , að  vanda. Gaman að heyra að stelpurnar komi til þín. Verður þá fjör alla helgina. En góð hugmynd að leggja sig aðeins áður en þær koma.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 13.3.2009 kl. 08:54

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Auður mín ekki frekari þjálfun í dag, og ég skal knúsa þær allar frá þér elska mín.
Þín Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2009 kl. 11:30

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já veistu Anna Guðný það er svo yndislegt að hafa þær að ég tími ekki að sofa á meðan þær eru. Þetta er nú þeirra heimili líka og hefur alltaf verið.
Knús til þín elskuleg
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2009 kl. 11:32

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guð Vallý það er sko ekki auðvelt fyrir mig að fóta mig í snjónum og þar sem er búið að moka er bara hálka, en ég fór líka í Apótekið og Kaskó
kom við hjá Millu minni í Esar svo vorum við gamli að enda við að fá okkur morgunkaffi, ætli það verði ekki hádegismatur einnig.
Knús í krús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2009 kl. 11:36

6 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Er orðið fimmréttað hjá konunni.. Greinilega hollusta í fyrirrúmi kanill, hunang, Chillý te, Turmedik og sólhattur.

Njóttu dagsins og helgarinnar Ljúfust mín..Ljós yfir til þín, inn í helgina...

Sigríður B Svavarsdóttir, 13.3.2009 kl. 12:22

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veistu Sigga mín ég er sko miklu betri í dag en í gær og þakka ég það öllu þessu þó að ég hafi svo fengið mér kleinur með kaffinu í gær.
Ljós í þína helgi ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2009 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband