Þetta líkar mér.
13.3.2009 | 12:17
Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar mbl.i dag.
Halda verður áfram að lækka launakostnaðinn
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í setningarræðu sinni í morgun á landsþingi sambandsins að halda yrði áfram að lækka launakostnað. Formaðurinn er mótfallinn skattahækkunum.
Maðurinn talar eins og mér líkar, ekki að það komi
málinu við hvað mér líkar og ekki líkar, en það er svo
hárrétt að skattahækkanir pína bara landann.
Hann sagði alla starfsmenn sveitarfélaga hafa lent í kaupmáttarrýrnun eins og aðrir launþegar en margir hefðu aukið við þá rýrnun með því að taka á sig beinar launalækkanir. Við höfum ekki gengið þann veg til enda," sagði formaðurinn.
Það er bara hið besta mál það er ef þeir fá ekki tekjur
frá öðrum sprettum.
Þarna er komið inn á það sem er mest um vert og gerir í raun
mest fyrir fólkið okkar það er vinna, vinna og aftur vinna.
Enga skattpíningu af neinu tagi meir, það er bara alröng stefna.
Halda verður áfram að lækka launakostnaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt hjá Halldóri. Ríkisstjórnin hefur boðað úrbætur til að lækka t.d. kostnað við ferðir embættismanna. Sammála honum einnig að skattahækkanir eru óásættanlegar í stöðunni.
Hilmar Gunnlaugsson, 13.3.2009 kl. 16:00
Já auðvitað eru skattahækkanir alls ekki réttar, en það hefur nú lengi loðað við VG að hækka skatta.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2009 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.