Fyrir svefninn.

Það er nú ekki einleikið stundum hvernig maður allt í
einu fer í stuð, ég meina tiltektarstuð.
Gísli minn þessi elska fór í það í morgun að skipta á
rúminu okkar, síðan einnig í gestaherberginu
þær voru eins og allir vita hér um helgina.
Nú þá fór ég einnig í stuð fór fyrst í sjæningu, O My
þegar ég skrúfaði frá sturtunni eins og ég er vön úðaðist
allt út á gólf ég flýtti mér á mínum flotta hraða að koma mér
inn í klefann og loka hurðinni, en við erum nefnilega með
svona sturtuklefa sem opnast allur út að framan svo mikið
flóð myndaðist áður en ég náði að loka, kallaði á bjargvættinn
hann kom og þurrkaði upp.
Þegar ég var búin að sjæna mig tók ég baðið í gegn,
síðan tölvuverið og er hann var búin að setja hreint á rúmið
pússaði ég allt þar inni, róbótinn var látinn ganga endalaust
og ekki veitti nú af eftir helgina.


Þvottavélin og þurrkarinn gengu non stopp nú við fengum okkur
kaffi og brauð þarna á milli einhvern tímann og ég þurfti náttúrlega
að setjast niður á milli til hvíldar.
Vaskahúsið var tekið vélarnar þrifnar og allt pússað og sjænað
þvegið í kring í eldhúsinu, þá var ákveðið að geyma restina þangað
til á morgun, sem er þá að róbóta stofu eldhús og holið.

Gleymi að segja að ég setti í Systrabrauð, uppskrift sem ég fékk hjá
góðri vinkonu í ofninn, það er æði gott þetta brauð.

Milla hringdi um klukkan 15.00 og sagði að ein lítil væri á leiðinni
hún hefði farið í 5 ára sprautu og skoðun um morguninn og væri
slöpp í hendinni. Milla var að fara að vinna til  Klukkan 18.00
þær komu svo hún og Viktoría Ósk og við borðuðum saman
piparsteiktan Steinbít með blómkáli, lauk og smurosti yfir
og að ógleymdum kartöflum, bara gott.

Nú þannig að dagurinn í dag er búin að vera góður eins og
reyndar allir mínir dagar, bara gleði og hamingja.
Vitið það er svo auðvelt að vera hamingjusamur, það er
bara að meta það sem maður á og njóta þess, vera ekki
að ambrast út í það sem ekkert er, eins og t.d. smá verki.


Góða nótt kæru vinir og sérstaklega þeir sem eru í
gleðibankanum.
GrinLoLGrinSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða nótt, elsku Milla mín og sofðu rótt.

Ég vil svo bara taka það fram, að ég er einstaklega mikill viðskiptavinur Gleðibankans!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 21:15

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ég veit það elskuleg og sofðu ævilega rótt og líði þér vel.
Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2009 kl. 21:18

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég er að spá í að sækja um bankastjórastöðu í þessum gleðibanka! Ég hef alveg í heila viku ískrað innan í mér af gleði...og í raun yfir engu. Eða sko, bara svona hjartanlega glöð og hamingusöm með það sem ég á

Ragnheiður , 16.3.2009 kl. 21:21

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er þegar búið að kjósa þig stjóra og mig aðstoðar, sjáðu bara inni á síðunni hennar Auðar. Já það bara ískrar í manni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2009 kl. 21:28

5 identicon

Er enginn með mig á heilanum? Ég bara spyr, ég er svo æðisleg allavega finnst mér þaðGóða nótt elsku fullkomna mamma mín

Dóra kroppur (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 21:58

6 identicon

Rosalega eru þið dugleg Milla mín. Ef þú hættir ekki að segja frá hvað þið eru að borða þá endar það með því að ég geri mér sérferð til að bjóða sjálfum mér í mat. Haltu áfram að vera svona jákvæð fyrir land og þjóð, sem veitir ekki af. Góðar kveðjur og góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 22:21

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Dugnaður er þetta kona....steiktur steinbítur, ég fékk bara vatn í munninn

Góða nótt ljúfa kona

Sigrún Jónsdóttir, 16.3.2009 kl. 22:26

8 Smámynd: Erna

Það hefur greinilega einhverju verið komið í verk á ykkar heimili í dag Milla mín það er ekki að spyrja að dugnaðinum hjá ykkur Gísla. Neró krútt hefur sennilega hjálpað eitthvað til Minn dagur var líka góður Bjössi kom heim í kvöld og fer aftur á morgun. Ég er rosalega glöð með nýja Gleðibankann og ætla mér að eiga mikil viðskipti við hann í framtíðinni. Flottir bankastjórar Guð gefi þér góða nótt gleðigjafinn minn

Dóra mín ég er alltaf með þig á heilanum, það er betra að hafa þig þar heldur en að hafa þig á herðunum

Erna, 16.3.2009 kl. 22:53

9 Smámynd: Ragnheiður

Vallý , þú veist ekki hvað þú ert að biðja um ef ég á að fara að syngja. Sko, ég er hreinræktaður snillingur en ég get alls ekki og þá meina ég alls ekki sungið.

 Já ég segi það, afhverju er enginn með Dóru á heilanum? Hvaða svindl er þetta eiginlega?

Ragnheiður , 16.3.2009 kl. 23:00

10 Smámynd: egvania

Milla mín ég ætla nú að leggja inn í gleðibankann við tækifæri en ætla mér að sjá hvernig málin þróast á öðrum stöðum það gæti farið svo að ég þurfi á einhverju öðru að halda en kem örugglega og fæ að taka út áður en ég legg inn.

Ég ætla mér svo sannarlega að leggja inn í Alheimsbankann ef þarf.

Guð veri með ykkur öllum

egvania, 17.3.2009 kl. 00:51

11 identicon

Aumingja .... moggamaður á morgunn

Dóra kroppur (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 01:03

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dóra mín mamma er með þig á heilanum elska þig
Mamma dín besta dín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2009 kl. 07:07

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar minn þú ert bara alltaf velkominn, steinbíturinn var æði.
Held mínu striki eins og ég hef gert allt mitt líf.
Knús til ykkar allra í góðan dag.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2009 kl. 07:09

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Vallý mín hittumst í Gleðibankanum á eftir, eða er ekki annars hittingur?
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2009 kl. 07:13

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún mín það er nú engin dugnaður að elda mat, vissir þú ekki að það kallast græðgi, Gísli minn var á hádegi farin að tvístíga við kistuna og spyrja hvaða fisk við ættum að hafa, ég segi alltaf þú ræður.

Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2009 kl. 07:16

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Erna mín þú veist nú hvernig við erum, ofvirk í alla staði.
Neró hljóp á milli herbergja eftir því sem eitthvað var að ergja hann að hans mati.
Yndislegt að Bjössi frændi minn skildi koma heim þó bara í sólarhring sé.
Gleðibankinn mun ekki svíkja fólk það munu stjórarnir sjá um.

Hún Dóra mín er gull hvort sem maður er með hana á heilanum eða á baaaaaaaaaaaaaaaaakinu hu uuuuuuuu púmm.

Knús til þín elskan og kysstu frænda frá mér.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2009 kl. 07:22

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín þið Dóra væruð góðar saman því ekki getur hún sungið,
það verður að gerast einhvern tímann.
Og Vallý er eitthvað að falast eftir því að vera með, henni er það velkomið.
Knús til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2009 kl. 07:25

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður mín þú hefur lánstraust og færð að taka út án vaxta að vild dúllan mín því við eigum nóg að gleði.

Knús til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2009 kl. 07:28

19 Smámynd: Auður Proppé

Ja hérna Milla mín, ég var að vakna og er orðin svo þreytt eftir að lesa allan dugnaðinn í ykkur hjónum í gær að ég er að hugsa um að fara að sofa aftur, enda svaf ég eins og engill í all nótt

Var á blogginu í gærkvöldi og las færsluna þína þá en sé að ég gleymdi að kvitta fyrir mig svo geri það bara núna.  Knús á þig elskuleg og eigðu góðan dag í dag

Auður Proppé, 17.3.2009 kl. 09:05

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis elsku vinkona mundu Gleðibankann.
Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2009 kl. 09:47

21 Smámynd: egvania

Ég get sagt þér elsku Milla mín að ég svaf í nótt og núna er ég að taka mig til og er að fara að láta hann Þórir minn kveðja mig og pína það er að segja í sjúkraþj. hann er nú algert æði þessi elska.

Blogga meira í dag.

Í hausnum mínum hljómar lagið Gleðibankinn.

egvania, 17.3.2009 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband