Það verður langt þangað til að það verður reynt aftur.
21.3.2009 | 08:05
örugglega gat hann ekki rönd við reist yfir gjörningum þeirra
í þeim flokk. Ekki var það þeim að kenna, Ó Nei.
Enda er ekkert verið að bjóða þeim að vera mem.
Bankaleyndin gengið út í öfgar.
Það verður langt þangað til það verður reynt aftur," sagði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, um samstarfið við Samfylkinguna í viðtali við Sölva Tryggvason í þættinum Spjallið með Sölva á Skjá einum nú í kvöld. Í þættinum sagði Geir það hafa verið misminni hjá sér að hann hefði ekki reynt að ná sambandi við Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, eftir að þeir beittu hryðjuverkalögum gegn Íslendingum, líkt og hann lét hafa eftir sér í sjónvarpsþætti á BBC. Sagðist Geir hafa reynt að ná í Brown eftir að hryðjuverkalögin voru sett en fengið samband við Alistair Darling fjármálaráðherra.
Það verður vonandi líka langt þangað til að þeir komast í
þá stöðu að geta að biðla eftir samstarfi.
Það er nú ekki gott að hafa stjórnmálamann sem hefur slíkt
misminni eins og hinn mæti maður Geir.
Sölvi spurði Geir hvort ekki væri eðlilegt að hann bæði þjóðina afsökunar á því sem gerðist í íslensku efnhagslífi sl. haust. Ég er ekki tilbúinn að biðjast afsökunar á því hvernig bankarnir hafa hagað sér," svaraði Geir. Síðar í þættinum sagði hann: Þetta með afsökunarbeiðnina er flókið mál. Öllum mistökum, sem ég hef gert, og þau eru sjálfsagt mörg, ber ég ábyrgð á og get beðist afsökunar á þeim, en ekki því sem aðrir úti í einkageiranum eða erlendis bera ábyrgð á."
Að biðjast afsökunar, nei þá er snúið út úr og hann getur
beðist afsökunar er sá seki finnst, en það skiptir ekki máli
hver gerði þetta eða hitt í bankamálum né öðrum, hann sem
forsætisráðherra bar ábyrgð.
Þessi mæti maður breyttist í hroka er hann tók við stólnum
þó eigi meira ég telji ekki upp.
Sagði Geir að finna yrði út hvar ábyrgðin lægi. Mér þykir mjög miður að þetta skuli gerast svona," sagði Geir en benti á að í kringum kosningarnar 2007 hefði enginn flokkur talað um að bankarnir skyldu flytja úr landi. Enginn talaði um annað en að þróun í bankakerfinu væri af hinu góða."
Geir sagði bankana hafa verið alltof gíruga" í að stækka og þenja sig út. Nú sé því haldið fram að ýmsir í atvinnulífinu hafi notað bankana til að koma peningum úr landi í skattaskjól. Þetta er óafsakanleg framkoma."
En þeir áttu að hafa eftirlit og bar skylda til þess samkvæmt
lögum, ykkur var bara alveg sama, sem sannast af seinaganginum
í málum eftir hrun.
Spurður út í viðbrögð Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, um gögn sem m.a. hafa verið birt í Morgunblaðinu og Sigurður telur brot á lögum um bankaleynd svaraði Geir: Ég veit ekki hvað hann Sigurður er að fara með þessu," og bætti við að bankaleynd hefði gengið út í öfgar og menn komist upp með hluti í skjóli hennar
Það er von að honum finnist bankaleynd hafa farið út
í öfgar, voru lög um bankaleynd ekki sett af þeirra hálfu
þó fyrir margt löngu sé.
Allt of margir í Sjálfstæðisflokknum eru montnir hrokar
sem halda sig ofar öðrum settir og það er eigi vel.
Auðvitað fyrirfinnst það í öðrum flokkum líka og það sem
fólk þarf að læra er að vera heiðarlegt játa sín mistök og
vera fyrir fólkið í landinu því vinnufólkið okkar verkstjórum,
yfirmönnum og því sem þarf er á launum hjá okkur fólkinu.
Skulu þess vegna sýna okkur virðingu.
Bankaleyndin gengið út í öfgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Of snemma dags fyrir mig að hugsa um stjórnmál, reyndar orðin svo þreytt á þeim að enginn tími dags er betri en annar. Svo ég býð þér bara Góðan dag Millan mín
Auður Proppé, 21.3.2009 kl. 08:16
Milla mín, það er færsla aðeins framar þar sem ég tek fyrir 3 næstu hittinga hjá okkur.
Hafðu það gott um helgina
Anna Guðný , 21.3.2009 kl. 09:56
Amen Milla,,,eins og talað úr mínum munni.
Knús á þig frænka
Ásgerður , 21.3.2009 kl. 10:10
Það verður vonandi langt þangað til að þjóðin reynir aftur... að láta Sjálfstæðisflokkinn stjórna sér.
Eitt að helstu stefnumálum flokksins er að tryggja hagsmuni fjármagnseigenda.
Á mannamáli þýðir það: HÁIR VEXTIR
Hvers vegna halda menn eiginlega að Kárahnjúkavirkjun hafi verið þvinguð í gegn? Jú, það var alltaf vitað að þá mundu vextir rjúka upp og VAXTALÆKKUNARFERLI sem hafði staðið samfleytt í 1-2 ár (vextir komnir niður í 5.3% þegar virkjun var samþykkt) var farið að fara alvarlega í taugarnar á þeim sem áttu peninga í þessu landi.
Fjölmargir hagfræðingar hafa haldið þessu fram en öllum skýrslum um málið er náttúrlega skotið undir stól og enginn þorir að segja neitt.
Kárahnjúkavirkjun var upphafið að endinum. Vonandi endi sjálfstæðisflokksins.
Sveinn Örn (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 10:12
Þá sleppir þú því bara vinkona ég geri það nú oftast.
Knús í daginn þinn elskan
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.3.2009 kl. 10:42
Kíki á það Anna Guðný mín.
Knús í helgina
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.3.2009 kl. 10:44
Vissi það nú frænka mín.
Knús í helgina þína
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.3.2009 kl. 10:45
Er bara skíthrædd við að það verði ekki langt að bíða eftir því
Sveinn Örn, en sjáum til með það .
Kárahnjúkavirkjun mun ætíð standa og skaffa raforku fyrir þau fyrirtæki sem hennar þurfa með og þú veist það nú að atvinnu þurfum við að hafa.
Ekki tókst nú flokknum að tryggja hagsmuni fjármagnseyganda. Allt er hrunið.
Kveðjur til þín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.3.2009 kl. 10:49
Hrunið var bara obbo poggulítið okkur að kenna. Minnir mig. Eða var það einhver annar, eða var ég í valdamesta embætti á Íslandi? Nei, ég vann niðri á kæja og fylgdist ekki með.
Þvílík dómsdags vitleysa.
Rut Sumarliðadóttir, 21.3.2009 kl. 12:29
Rut mín frábær ertu að ætla að taka smá á þig, en ætla að hjálpa þér út úr því, þetta var nefnilega ekkert okkur að kennahafi það.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.3.2009 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.