Fyrir svefninn.

þetta á ekki að gerast núna, komið snarvitlaust veður
búið að snjóa í allan dag og nú vindar slíkt að engri
átt nær. Það er að koma apríl og á að koma hér vor,
en nei það er víst páskahretið eftir og vonandi er þetta
það.

Stelpurnar vinkonur mínar voru hjá mér í dag og var það
bara gaman, drukkum kaffi, borðuðum snittubrauð með
rækjusalati og spjölluðum og hér er ekki náunginn
baknagaður á neinn hátt.

Þar sem ég hef alltaf verið unnandi ævintýra þá er mér
tamt að vitna í þau, svo hafa verið lítil börn í kringum mig
í áraraðir svo maður er búin að horfa á nokkrar yndislegar
barnamyndir með þeim og það er bara það skemmtilegasta
sem ég horfi á.
Einnig að kynnast því hvernig þau túlka söguþráðinn.

Sumum finnst þetta voða asnalegt og vorkenni ég því fólki
því það á enga barnsgleði til og þá á það heldur ekki kærleikann
til að miðla börnum og barnabörnum.

Við vorum að skoða gamlar myndir hér í dag og þar komu myndir af
barnabörnum mömmu minnar er þau á öllum aldri voru í hattaleik,
það gerðist einu sinni á ári á gamlárskvöld í afmæli mömmu.
Þá voru teknir fram allir hattar sem gamla átti og síðan var farið í
hattaleik, þau tala ennþá um þetta krakkarnir.

Ekki vera alltaf að banna börnunum, leyfið þeim að njóta sín
á mínum bæ er leikið, sungið, farið í fimleika, dýnur út um allt,
öllu breytt á sófaborðinu og litlu borðunum og það er í lagi
og ef eitthvað brotnar þá bara fer það í tunnuna, þetta var
bara dauður hlutur hvort sem var.


Að hindra börn í útrás gleðinnar er að hindra þau í þroska
og þau fá eigi það sjálfstraust sem þau þurfa í veganesti
út í lífið.

Góða nótt kæru vinir HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góða nótt

Hólmdís Hjartardóttir, 25.3.2009 kl. 21:35

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.3.2009 kl. 21:41

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Já Milla mín, börnin gefa manni margt. Sjálfur á ég eina fósturdóttur sem er að fara að fermast nú í Apríl og það þroskaði mig mikið að taka þátt í uppeldi hennar og vildi ég ekki hafa misst af því

Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 22:17

4 Smámynd: Auður Proppé

Auður Proppé, 25.3.2009 kl. 22:20

5 Smámynd: egvania

Hér á einum vegg hangir skápur með skífu fyrir pílukast ég hef ekki tölu á því hve oft húsbandið mitt var búinn að spæsla vegginn og mála hann vitandi að á næsta ári endurtæki hann leikinn.

Ef þú kastaðir bolta og hittir á ákveðin stað á einum veggnum þá fékkstu stig.

Sessurnar úr sófanum og stólum voru einkar hentugar til húsbyggingar og svo má endalaust telja upp.

Öll heimili eiga að vera barnavæn

egvania, 25.3.2009 kl. 22:27

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt ljúfa kona

Sigrún Jónsdóttir, 25.3.2009 kl. 23:16

7 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já,börn eru börn. Ég er oft barn og skammast mín ekkert fyrir það. Þeir fáu hlutir sem mér er ekki sama um og hafa mynningargildi þeir eru bara settir svo hátt upp á hillu að börnin ná ekki í þá.  Góða nótt.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 26.3.2009 kl. 01:21

8 Smámynd: Ásgerður

Góðan daginn frænka!

Já, maður verður að kunna að "leika" sér, og það er skemmtilegast með börnunum, ekki spurning.

Kærleikur á þig

Ásgerður , 26.3.2009 kl. 07:00

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er hjartnæmt að þú skildir fá að taka þátt í uppeldinu á fósturdóttur þinni, það er nefnilega því miður ekki sjálfgefið
Ljós í daginn þinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2009 kl. 07:57

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín knús á þig
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2009 kl. 07:59

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einmitt Ásgerður mín hér er ekkert pílukast, bara stelpur en þær eru í fótbolta hér úti á sumrin.
Það eru aftur á móti svona stundatöflur á einum vegg inni í herbergi,
skólaleikur og púðar teppi og dýnur er afar vinsælt hjá mér.
Knús til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2009 kl. 08:04

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það er nú eitt, húsagerðin, afar vinsæl, það er bara svo gaman að heyra hvað þau eru glöð.
Knús til þín ljúfust
Milla.

Ljós í daginn þinn Sigrún mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2009 kl. 08:07

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er sama hér, ég á afar gamalt borðstofusett og því fylgir stórt
buffett og á því er allt sem er svona antik.
Allt hitt má brotna ef það á að gera það.
Knús til þín Dúna mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2009 kl. 08:09

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þér Ásgerður mín, með börnunum er skemmtilegast að vera þau eru svo einlæg.

Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2009 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband