Fyrir svefninn.

Kæru bloggvinir þið verðið að hafa biðlund með mér, ég
hef ekki verið svo mikið að kommenta hjá ykkur, en það
stendur til bóta vonandi.
Hef haft svo mikið að gera,
í málum sem kemur sálartetrinu í uppnám.

Í dag fórum við gamla settið ásamt Dóru minni og englunum
mínum, inn á Akureyri.
Þær voru að fara til að skemmta sér fara í leikhús og í búðir.

Nú það var einnig farið með Neró litla sem var orðin nokkuð
veikur í eyranu sínu, hann er með ofnæmi fyrir öllum mat nema
spes innfluttu fóðri og má hann bara fá fjórar matartegundir
sem betur fer er hann hrifin af þeim mat og það er til nammi
í þeim tegundum.

Hann var svæfður og þá kom í ljós að hljóðhimnan er sprungin
eftir sýkingu, en ofnæmið kemur fram á eyranu hans.
Nú er hann kominn á magameðal til að þola pensillínið sem hann
þarf að taka í 25 daga ásamt verkjalyfi í 40 daga og krem í eyrað.
Hann er ennþá hálfruglaður eftir þetta allt saman, en vonandi
verður þetta til friðs í nokkurn tíma eftir aðgerðina í dag.

Þetta er nú ekkert, sko ég vaknaði klukkan 6 í morgun fór í
þjálfun klukkan 8 síðan brunuðu við á Eyrina, náðum náttúrlega
fyrst í Dóru fram í Lauga, en þær voru hér englarnir mínir.
Fórum beint með Neró upp á spítala skildum hann eftir er hann
var sofnaður.
Sko þá spurði ég í sakleysi mínu hvort við ættum ekki að fara
og fá okkur kaffi og brauð, nei Dóra var ekki svöng og engin
vissi hvað hann vildi, svo það var haldið í búðir og þegar klukkan
var orðin 12 þá varð ég að taka meðulin mín og sendi Gísla minn
inn í einhverja sjoppubúllu til að kaupa pulsu því ekki má ég taka
fjandann án þess að borða áður.
Haldið þið að einhver skilji það Ó nei, engin vorkennir mérCryingW00t
Það skal nú bara athuga að ég er bílstjórinnWizard

Sko þegar búið var að versla þá var farið að ná í Neró og rennt
heim til Ernu þessarar elsku, ég sagðist nú vera fegin að vera
komin til hennar því þá fengi ég gott kaffi, og það kom sko og
hlaðborð af brauði og allskonar áleggi,ég gæti lifað á brauðmeti.

Það er svo yndislegt að koma til hennar Ernu betri vinkona er
ekki til, enda þær Dóra búnar að vera vinkonur í, ÆI hvað sagði
ég einhvern tímann? 50 ár nei þær eru nú víst ekki orðnar svo
gamlar þessar elskur.
Munið að ég elska ykkur.InLove
Þegar við komum heim um fimm leitið þá spurði ég mína elsku
hvað við ættum að borða, hvort það væri ekki upplagt að fá sér
skyr og brauð, nei honum langaði í pulsu, komst á bragðið á
eyrinni.
Það voru keyptar pulsur og brauð og þetta er bara óþveri.
Ætla að fá mér mitt brauð áður en ég fer að sofa, sem verður
mjög fljótt.

Góða nótt kæru vinir HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 27.3.2009 kl. 20:33

2 identicon

Gaman, gaman Milla að lesa þessar sönnu dægusögur þína. Langaði að láta vita að ég er vel á lífi. Góðar kveðjur til ykkar frá okkur. Fer að '"vakna" aftur þegar ég verð búinn að ákveða hvað ég ætla að kjósa. Góða nótt kæra.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 22:43

3 Smámynd: Erna

Hæ elsku Milla mín við vorum að koma úr leikhúsinu og skemmtum okkur allar mjög vel, grétum úr hlátri. Við Dóra erum að fá okkur mjólk í glas, eða Dóra heldur að það sé mjólk en ég held að það sé eitthvað áfengt. alla vega er hún vel gerjuð  Stelpurnar eru að horfa á sjónvarpið þannig að ég slapp í tölvuna til þess að láta þig vita af okkur. Sjáumst á morgun Knús Erna.

Elsku besta mamma góða nótt þú ert bestust.

Erna, 27.3.2009 kl. 22:53

4 identicon

Ó æ æ hvað ég skil þig vel Milla mín hvað er þetta var ekkert til nema pylsa á Akureyri. Þú hefðir náttúrlega átt að snúa upp á þig og keyra að einhverjum góðum stað fyrst þú varst bílstjórinn, pylsa oj,  og það út í sjoppu. Ég fæ hroll þér til samlætis. En gott að eiga Ernu elskulegu til þess að bjarga þessu.

Knús til þín og vona að þú verðir búin að jafna þig á pylsuátinu í fyrramáli.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 22:57

5 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 28.3.2009 kl. 00:03

6 Smámynd: Anna Guðný

Jónína ég get alveg lofað þér að það er til margt annað en pylsur til að borða hér á Aureyri. Milla, ertu ennþá að segja pulsa?

Sjáumst á morgun elskan

Anna Guðný , 28.3.2009 kl. 00:09

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú Silla mín heima er best en aldrei pulsa svo væri nú fátæklegt ef maður færi aldrei að heiman, mundi maður ekki kunna að meta þetta heima.
Knús til ykkar og eigið knúsý helgi saman.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2009 kl. 06:50

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Sigrún mín
Milla.

Einar minn vissi auðvitað að þú værir á lífi, en æði að sjá þig hér inni.
flýttu þér að ákveða þig því þá get ég farið að atast, ég ætla nefnilega ekki að kjósa.
Knús kveðjur til ykkar í Mosó
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2009 kl. 06:53

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Erna mín að láta mig vita, svaf svo fínt í alla nótt fyrir utan að litla barnið var farið að láta heyra í sér um 5 leitið.
Gísli fór að sinna honum og ég svaf til 5.30yndislegt.
Veistu elskan mín að þið Dóra hefðuð skemmt ykkur yfir öllu þið kunnið bara alltaf að meta það sem þið veljið að fara að sjá.

Já var það gerjuð mjólk, kannski með súkkulaðitertu???

Knús til þín besta mín og ég elska ykkur allar Erna mín.
Sjáumst í dag.

Gamla settið

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2009 kl. 06:59

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín ég er sko ekki vön að láta stjórna svona með mig.
Er sko vön að fara á gott kaffihús og fá mér kaffi og spes smurt brauð er við förum svona snemma á eyrina. þarna var tíminn naumur og ég var að bíða eftir Dóru sem fór að kaupa sér buxur og ég varð að taka þessi meðöl það verður að vera á sama tíma alltaf.
Já það er sko gott að koma til hennar Ernu, hún umvefur mann ætíð.
Knús til þín elskan
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2009 kl. 07:07

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín knús í daginn þinn elsku vina mín
Milla.

Anna Guðný mín, ég er búin að ákveða að pulsa skal það vera sama hvað þið segiðOg það er sko satt að maður getur fengið svo margt gott að borða á Eyrinni, enda geri ég það óspart að fá mér gott að borða.

Sjáumst á eftir

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2009 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband