Hver á Lífeyrissjóðina?

 

Staða lífeyrissjóða afhjúpuð

Raunávöxtun lífeyrissjóðakerfisins á síðasta ári var mun verri en fyrirliggjandi opinberar tölur gefa til kynna. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fjármálaeftirlitsins var raunávöxtun almennra lífeyrissjóða neikvæð um 21,45%, en ef tekið er tillit til væntanlegra afskrifta er afkoman mun verri.

Þegar gert er ráð fyrir 90% afföllum af skuldabréfum bankanna, 75% afföllum af öðrum fyrirtækjaskuldabréfum og 70% afföllum af erlendum skuldabréfum er neikvæð raunávöxtun lífeyrissjóðanna í fyrra nær 33%. Lífeyrissjóðirnir hafa gengið mislangt í því að afskrifa skuldabréf, en mæti þeir ekki afskriftarþörfinni getur það haft alvarleg áhrif á stöðu viðkomandi sjóða.

Já hver á þessa sjóði, jú það erum við fólkið í landinu, en
þessir fjandans uppstrípluðu snopphanar, þið vitið þessir
með lituðu fjaðrirnar sem spássera um eins og þeir eigi
heiminn OG okkar sjóði skaffa sér laun að vild og ekki
munu þeir komast inn í ríki himnana svo mikið er víst.

Skemmtu sér með bankafólki

Fjármálafyrirtækin, með viðskiptabankana þrjá í broddi fylkingar, lögðu ríka áherslu á góð samskipti við stjórnir og stjórnendur lífeyrissjóðanna meðan á uppsveiflunni stóð. Var forsvarsmönnum sjóðanna því boðið í lúxusferðir, oftast undir þeim formerkjum að verið væri að kynna fjárfestingar og fjárfestingarkosti. Að fundahöldum loknum tók hins vegar við líf lystisemda og rándýrrar skemmtunar.

Ekki gátu þeir verið án þess að þiggja því orðnir vanir
lystisemdunum og sjálfsagt ef einhver hefði ekki þegið
þá í burtu með hann vegna forpokaháttar.

Var farið á knattspyrnuleiki erlendis, á Formúlu 1-keppnir auk golf- og skíðaferða og í siglingar ýmiss konar. Þá má nefna að flogið var með viðskiptavini eins bankans, fulltrúa lífeyrissjóða þar á meðal, í laxveiði til Rússlands. Flogið var í einkaþotu og þegar á leiðarenda var komið var þyrla notuð til að fljúga með menn milli veiðistaða.

Maður verður nú bara sorgmæddur við þennan lestur
á meðan fólkið fær ekki vísitöluútreiknuð laun til að lifa af
eru þessir vesælu uppskafningar að sleikja rassgatið á
toppum fjármála og bankamanna farandi með þeim í þessar
líka ferðirnar, sem hér að ofan standa.

Allt þetta fólk ætti að skammast sín, en því miður kann það ekki
svoleiðis háttvísi.
Háttvísi þeirra er að líta niður á þá sem minna hafa og við höfum
minna vegna þess að þeir eru að leika sér með okkar peninga

Þetta er mín skoðun og það er langt síðan að ég fékk nóg
Og nóg af hverju?
Jú helvítis lyginni, niðurlægingunni og snobbinu í þessum
mönnum, þeir þykjast aldrei hafa vitað neitt koma ævilega
af fjöllum
.


mbl.is Staða lífeyrissjóða afhjúpuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Enn einn skandallinn og enginn verður látin sæta ábyrgð.

Sigrún Jónsdóttir, 29.3.2009 kl. 09:33

2 Smámynd: Auður Proppé

Góðan daginn Milla mín og ég vona að þú sért ekki alveg búin á því eftir gærdaginn.  Eigðu góðan dag elskuleg.

Auður Proppé, 29.3.2009 kl. 10:14

3 identicon

Kære Milla, alveg ljóst að sumir lífeyrissjóðir hafa sukkað en mogginn getur ekki alhæft. Lukkunarlega eru mínir lífeyrissjóðir á pari og rúmlega það, þrátt fyrir hörmungarnar. Það sem vantar í þessa umræðu, vonandi kemur mogginn þá með það, er að taka út þá sem eiga það skilið og afhjúpa þá. Ekki draga alla inn í skítinn sem ekki eiga það skilið. En flott færsla hjá þér. Hefur líka verið ofsalega gaman hjá ykkur í gær. Kærar kveðjur héðan úr snjó og sólskini. Veisludagur framundan, ferming og barnaafmæli. Góðar kveðjur til ykkar.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 10:34

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún svo sammála um það

Auður mín er afar þreytt í dag, en þetta var svo gaman að það gerir ekkert til

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2009 kl. 11:27

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar minn það var eins með lífeyrissjóðinn á vestfjörðum í vetur stóð svo vel, en hvað kemur nú í ljós eins gæti farið fyrir þínum, maður veit aldrei.Og þetta er allt eitt stórt hneyksli og eigi búið enn eins og ég hef sagt í marga mánuði.
Já þetta var flottur dagur í gær og í fyrradag.
Góða skemmtun í dag

Kveðjur frá okkur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2009 kl. 11:31

6 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Það koma alltaf nýjar fréttir og flestar á sama veg, allstaðar sukk og svínarí.

Hér mokar niður snjó af himninum, kveðja á Húsavíkina.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 29.3.2009 kl. 12:08

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 29.3.2009 kl. 12:48

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sukk og svínarí það er satt, Hér snjóar líka komin skafrenningur,
Gísli þorði ekki annað en að fara með mæðgur fram í Lauga á meðan bjart er.
Knús til ykkar á Skerinu.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2009 kl. 14:53

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rut mín af hverju þurfum við að sætta okkur við svona svínarí, ég er bara ösku reið.

Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2009 kl. 14:55

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvaða lífeyrissjóði ertu með Einar, mér þykja það tíðindi að eitthvað sé á pari yfir höfuð á þessu vesæla landi.

Finnur Bárðarson, 29.3.2009 kl. 16:20

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Finnur þetta er vesælt land og óheiðarlegir uppar í öllum stöðum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2009 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband