Nú er að koma vor!

Það er svo yndislegt veður í dag þó næturfrost hafi verið
að eigi er hægt að tala um neitt neikvætt.

Verð samt að segja að mér er búið að ógna stórum á
undanförnum dögum fólk er út og suður lemjandi á
öðrum með hnefum og orðum.
Börn fá að vaða uppi vegna agaleysis og trúgirni foreldra
um að börnin þeirra geri aldrei neitt rangt, sem vakið hefur
upp spurningu hjá mér um hvernig þessir einstaklingar
komi út í lífið?
Eru þau óhamingjusöm, dónaleg, finnst allir vera vondir við sig,
líta aldrei í eigin barm og spyrja: ,,er þetta kannski mér að kenna?"
Enda síðan vinalaus þessar elskur og skilja bara ekkert í þessu.
Ég þekki mörg svona dæmi og er það miður.

Jæja að öðru eins og við Dóra höfum talað um vöknum við hér á
morgnana förum beint í tölvurnar sem eru hér hlið við hlið að
því að skrifborðið er svo langt þá er það hægt.
hér klárum við okkar morgunverk og er þetta bara yndislegt.
Gísli minn er að fá sér morgunmat ég að fara í sjæningu, svo
fáum við okkur kaffisopa.


Vitið það er þannig hér á bæ að þó fólk sé ekki fullkomið frekar
en allir hinir þá hef ég ekki yfir neinu að kvarta.
Er nefnilega ekki fullkomin sjálf.

 

Þetta myndband átti að fylgja áðan, en bara í öllum mínum klaufaskap
náði ég því ekki inn, en englarnir eru vaknaðir þá bjargast allt.

Ljós í daginn ykkar allra.
Milla.
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Kvitt og kveðja úr sólinni á Skerinu.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 5.4.2009 kl. 09:50

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis til þín Dúna mín og hér er einnig sól.
KveðjaMilla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.4.2009 kl. 09:53

3 Smámynd: Auður Proppé

Það er bara þannig að "Börnin læra það sem fyrir þeim er haft" og er það miður.  Sem betur fer er það ekki á þínu heimili, yndislegra heimilislíf gæti ég ekki hugsað mér.

Vissirðu að Dóra var að bjóða "öllum" á Facebook í heimsókn til þín í gærkvöldi, svo ég er að hugsa um að banka upp á með bakpokann einn daginn. (hehe, nú kem ég sys í vandræði)

Knús og kærleik í sunnudaginn þinn elskuleg.

Auður Proppé, 5.4.2009 kl. 10:36

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 5.4.2009 kl. 10:50

5 Smámynd: Ásgerður

Ljós á þig inn í daginn

Ásgerður , 5.4.2009 kl. 11:08

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Mikið vildi ég hafa einhvern með tölvu hér á móti mér við borðið Þá væri ég ekki ein, vala kann ekki enþá á tölvu ,hún er samt að reyna ,það þessi elska. 

Knús á ykkur þarna norðan heiða ,Óla og vala  

Ólöf Karlsdóttir, 5.4.2009 kl. 11:11

7 Smámynd: Erna

Kveðja til þín og þinna Milla mín í vorkomunni. Við höfum það fínnt hér í rokinu. Hlakka til að koma heim í vorkomuna. Njótið dagsins og samverunnar.

Kveðja Erna.

Erna, 5.4.2009 kl. 11:15

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Auður mín og þú ert bara alltaf velkomin.

Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.4.2009 kl. 11:26

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Huld mín slappa þú nú bara af elskan ekki veitir þér af og það gildir um ykkur bæði.

Knús til ykkar

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.4.2009 kl. 11:28

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður mín ljós til þín og Óðins

Milla frænka.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.4.2009 kl. 11:31

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óla mín var ekki Dóra að bjóða öllum í heimsókn, þú mátt alveg koma í tölvuverið mitt, en veistu ef þú kæmir í heimsókn þá mundum við bara tala saman og fara í skoðunarferðir.
Ljós til þín elskan
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.4.2009 kl. 11:34

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég skil þig vel elsku Erna mín það er alltaf rok þarna fyrir sunnan.
Hlakka til að sjá þig næst.
Sendi þér lognið

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.4.2009 kl. 11:36

13 identicon

Tengdasonurinn hefur verið að snjósleðast á þínum slóðum Milla mín og lýsir fyrir okkur þvílíkri bongó blíðu, æj, æj,við fáum enga sól bara rigningu en það er samt snjólaust sem betur fer.

Ljós til þín elskuleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 12:03

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er vorið Jónína mí fyrir sunnan, rigning, trúi því vel að bongóblíða sér hér upp á heiði þetta er paradís fyrir sleða stráka á öllum aldri.

Ekki er nú snjórinn farinn hjá okkur en sólin skín og þá er nú fljótt að bráðna.
Ljós til þín ljúfust

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.4.2009 kl. 13:11

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kærleikur til þín Milla mín.

Já vona að vorið sé komið.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.4.2009 kl. 15:03

16 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Skoðunarferðir hvenær má ég koma ,er sko mikið til í það .Milla mín ég kem, ekki spurnig um það heldur hvenær .sjáum til ég þarf nokkra daga í það .(á ath Juní)

Ólöf Karlsdóttir, 5.4.2009 kl. 16:14

17 identicon

Var a maila á þig innanbloggs

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.