Fyrir svefninn.

Frábær dagur að kveldi kominn. Dóra mín var nú óð í
tiltektinni þvoði hér gluggarimla og puntudrasl, þurrkaði af
öllu, var reyndar búin að því en það kemur víst alltaf rík aftur
eins og þið vitið, nú við fengum okkur hádegissnarl, síðan var
farið í búð til að versla smá í bakstur, en það gleymdist að kaupa
sykur svo elsku Gísli var sendur til þess að redda því.

 

Þá tók hún sig til og fór að baka þessi elska, Pipp-köku í eftirrétt
á morgun, sem betur fer á ég aðra sem á einnig að vera á
morgun því ekki borða ég neitt sem piparminta er í.
Síðan var bakað muffins sett á það glassúr bleikt og brúnt, skreytt
með puntusykri.Whistling

Klukkan fimm fórum við Dóra niður á kosningaskrifstofu hjá VG, þar
var verið að opna formlega í dag.

Hittum Steingrím vin okkar, ævilega gaman að hitta hann þó ekki
gæfist færi á að tala mikið saman.

Fórum síðan þaðan í kvöldmat til Millu og Ingimars, þau voru með
kjúklinga-súpu sem var bara æðislega góð, og Ítalskt brauð með.

Milla klippti mömmu sína svo hún yrði nú ekki lengur til skammar
í fjölskyldunniTounge

Og núna fer ég brátt að sofa, því mikið skelfing er ég þreytt á
öllu því sem er að gerast, hvað það er, er ??????????????????

Góða nótt.HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri vinur góða nótt.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 21:36

2 identicon

Ertu orðin Vinstri Græn Milla mín? Gaman að heyra hvað dagurinn hefur verið skemmtilegur hjá ykkur. Vonandi er að fara að vora þjóðfélaginu eins og veðrinu hér. Kærar kveðjur frá okkur til ykkar. Og góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 22:19

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 9.4.2009 kl. 23:18

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan  daginn kæru vinir.

Einar ég er ekki neitt nema ég sjálf, ætla ekki að kjósa, en alltaf gaman að hitta gott fólk, er búin að þekkja Steingrím síðan hann var polli.

Knús til ykkar allra

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.4.2009 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband