Til umhugsunar, lesið kæru bloggarar.

Það er löngu liðin tíð að föstudagurinn langi sé leiðinlegur dagur
því í dag er bara allt gert sem maður vill.

Á allan handa máta leyfir fólk sér, já gera og segja allt sem það
vill þó það viti ekkert um málin.

Mér skilst og hef lesið um að á tímum sveitasímans hafi ýmislegt
verið sagt og gert sem ljótt var, fólk hló að óförum annarra og gerði
í því að koma náunganum í klandur.

Síðan hætti sveitasíminn smásaman og fólk fékk bara fráhvarfseinkenni
á háu stigi, bæir einangruðust, fólk skildi í stórum stíl og heilu sveitirnar
lögðust í eiði, nú fólk hafði ekkert við að vera.

Það sem tók við voru eldhúsin og morgun kaffikonurnar, þar urðu til
gróðastíur fyrir kjafta og lygasögur sem engin eða allavega lítill fótur
var fyrir og takið eftir börnin að leik á gólfinu hlustandi á.

Þetta fyrirkomulag varði í tuga ára og ekki þroskaðist maðurinn
neitt á þessum tíma.

Allt í einu kom sprengjan: "Tölvan", það tók reyndar nokkur ár þar til bloggið
kom til síðan Facebokk og margt annað sem fólk gat farið inn á til að spjalla.

Ég fékk ekki mína tölvu fyrr en rétt fyrir jólin 2006 og var ég lengi að átta mig
á nytsemi hennar og að setja inn mail og ditten og datten.

Jæja síðan fór mín að blogga og það er ekki aldeilis auðvelt að gera það, en
þetta kom smásaman, maður fékk auðvitað á sig sóða komment sem annað
hvort enduðu í góðu eða maður þurfti að loka úti viðkomandi, sem betur fer
eru þeir ekki margir sem ég hef bannað.

Ég vill meina að margir eins og kom fyrir mig í byrjun, misskilja bloggið og
hvað er siðlegt eða leyfilegt yfirhöfuð.

Við höfum ekki leifi til að koma fram með vitund okkar um sárindi annars fólks
Við eigum okkar síður, en okkur ber að sína kurteisi.
Við ráðum hverjir eru vinir okkar og engum kemur það við hverja við höfum.
Við megum ekki rakka niður skrif annarra um viðkvæm mál.
Við höfum ekki leyfi til að nota orðaleppa á fólk.
Við höfum ekki leifi til að nafngreina fólk í neikvæðum skilningi.
Við megum ekki misskilja meðvitað eða ómeðvitað það sem fólk segir á
sínu bloggi og útmála það svo út um allt.

Það hefur ýmislegt gengið á hér lengi ekki er ég inni í þeim málum að öllu leiti
vegna þess að ég vill fá frið fyrir svona löguðu og les ekki þau blogg sem um
ræðir frekar en svo afar mörg önnur.

Tel ég vera um einn lítin bolta sem fór af stað í mistúlkun eða hvað sem það er,
síðan stækkaði og stækkaði boltinn, orðalepparnir urðu ósvífnir mjög.
Allir þeir sem hafa komið nálægt boltanum vilja losna og hvað er það sem
heldur í fólk að koma fram og segja sína meiningu í þessu máli, þá meina
ég hvað það hefur trú á í raun.

Ég vill byðja alla þá sem hlut eiga að máli að hætta, stoppa við, leita inn á við
og byðja guð að hjálpa sér að finna svarið við sinni trú á jafnvel því sem er ekki til
því einhver annar hefur sagt það og það sem aðrir segja er ekki alltaf satt.

Maður á bara að treysta á sitt eigið hjarta, spyrja spurninga og finna svarið
í sjálfum sér með hjálp bænarinnar.

Ég er hér ekki að ásaka neinn og vill heldur ekki fá neikvæð komment heldur
bara vitræn og þannig að við getum talað saman um mátið.

Við höfum bara hvort annað á þessu litla landi, erum við bættari með því að
vera að etjast út í náungann sem við þekkjum ekki neitt.

Kærleikskveðjur frá mér sem er ástfangin af lífinu.
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Nákvæmlega, fólk verður að stoppa -hver á sínu bloggi. Ég man eftir þessum "félagslega fötluðu" konum sem sátu slúðrandi heima, ég var barn á gólfinu . Þetta er ljót hegðun.

Það er kúnst að umgangast blogg og maður má ekki taka til sín hvert orð sem sagt er. Líkurnar á að verið sé að fjalla um mann persónulega eru afar litlar. Og ef maður endilega vill velta sér upp úr því þá er bara um að gera að spyrja viðkomandi bloggara hvað hann sé að meina.

Það hefur tekið mig langan tíma að fá fólk, vinnufélaga sem og aðra , að bera ekki í mig gróusögur en þetta tókst mér þó. Þá fór bloggfólk að bera í mig slúður, í allan vetur var ég með lokað á innankerfisskilaboð..opnaði eftir áramót og hef lokað aftur. Ef fólk þarf að ná í mig þá er emailið mitt virkt en best er ef fólk bara skrifar á bloggið mitt, fyrir allra augum.

En svo er hitt, sumir vilja bara vera fórnarlömb og ganga svo hart fram í því að þeir enda með að brjóta meira á öðrum en brotið var á þeim upphaflega.

Slíku fólki er ekki hægt að hjálpa en það má biðja Guð að blessa það og leiðbeina..

Knús á línuna..

Ragnheiður , 10.4.2009 kl. 11:56

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er þetta góð hugleiðing g allt rétt og satt sem þú ert að segja mér er mjög illa við Öll leiðindi á blogginu og blanda mér ekki í þau vill bara að fólk sé gott hvert við annað. Kærar þakkir fyrir þetta var í svipuðum hugleiðingum fyrir stuttu.

Kær kveðja Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.4.2009 kl. 11:56

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við erum sammála að vanda Ragga mín, en ég upplifði þetta ekki sem barn enda sem betur fer þá átti mamma engar svona vinkonur.
Þegar ég sjálf fór að búa, úti á landi uppgötvaði ég það að allir vissu allt betur um mig en ég sjálf.

Sumum er ekki hægt að hjálpa því miður, því maður vill svo gjarnan vera
til staðar fyrir suma.
kærleik til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.4.2009 kl. 12:36

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Katla mín hugleiðingar eiga að koma fram, opna sig fyrir sjálfum sér og tala um það.
Kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.4.2009 kl. 12:38

5 identicon

Góðan daginn Milla mín

Þörf og góð færsla, ég er þér svo sammála.  Vonandi kemst friður á í bloggheimum.

Knús og kærleik til þín elskuleg

Auður (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 12:55

6 Smámynd: Ragnheiður

Það var kona í næsta húsi við mömmu heitina sem var svona, þaðan þekkti ég þetta. Ég sóttist auðvitað í, krakkinn, að koma með þangað..þetta var svo ótrúlega spennandi ..

Mamma hætti svo að nenna þangað og hefur áreiðanlega fyrir bragðið orðið umtalsefnið bakvið gulnuðu stórisana í íbúðinni götumegin

Ragnheiður , 10.4.2009 kl. 14:14

7 identicon

Flott hugleiðin hjá þér..Þér lík kæri vinur.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 15:23

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er á tæru að hún hefur þótt undarleg að vilja ekki taka þátt.
Veistu Ragga mín. ég sagði einu sinni við konu nokkra sem vandi komur sínar til mín að nú gæti ég ekki tekið á móti henni oftar vegna þess að ég vildi ekki taka þátt í umtali um annað fólk.
Við eina aðra sagði ég hið sama sú brjálaðist og úthrópaði mig um allar trissur, einnig fólkið hans Gísla míns. þessi kona var ekki tengd fjölskyldunni.

Við vitum nú alveg hvernig börn eru við höfum öll verið forvitin á óvitaaldri og einhvernvegin er erfitt að komast fyrir það að þau fylgist með.
kærleik til þín Ragga mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.4.2009 kl. 16:11

9 Smámynd: Sverrir Einarsson

Og þetta kemur þaðan sem þú býrð. Ég bjó þarna einu sinni í heil 10 ár og oft var fólk farið að slúðra um að ég hefði leyst vind, áður en ég var búinn að því. Hafði samt ekki áhrif á mig, ég bar mig ekki eftir slúðrinu og var oftast seinastur að heyra slíkt.

Þegar ég byrjaði hér á Blogginu fyrir nokkru síðan þá fóru hér mikinn, "siðapostulakellingar" sem að mér virtist, í þeim tilgangi skautandi um allt bloggið til þess eins að finna eitthvað sem þær gátu hneikslast á eða "klaga" í umsjónarmann bloggsins. Hvort þeir hafi hætt að hlusta á þær eða þær hreinlega gefist upp á þessarri iðju veit ég ekki en allavega er ég hættur að verða var við þessa iðju.

Svo lengi sem fólk trúir því ekki eins og nýju neti, öllu því sem það les hér á blogginu verður lítið um slúður.

Sverrir Einarsson, 10.4.2009 kl. 16:11

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Langbrókin mín og kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.4.2009 kl. 16:12

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sverrir minn ég bjó á Þórshöfn á langanesi er allir vissu betur allt um mig en ég sjálf, þetta var 1962 -4 og ég hlæ nú bara að þessu í dag.
Erfitt er á stundum er talað er um mann sjálfan að vita hreinlega hvað er að gerast og þar af síður hvað skal gera, en haldið hef ég ró minni og bloggað að vanda eins og ég vill
kærleik til þín og þinna
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.4.2009 kl. 16:18

12 Smámynd: Anna Guðný

Þetta er út um allt. Hef ekki orðið var við að höfuðborgarsvæðið sé eitthvað öðruvísi. Það sem gerist þar kemur meira að segja í Séð og heyrt.

Finn samt að eftir því sem mér líður betur því minna heyri ég af þessu. Ætla því að halda áfram að láta mér líða vel.

En góður pistill hjá þér Milla mín.

Hafðu það gott um helgina

Anna Guðný , 10.4.2009 kl. 16:41

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Gleðilega Páska og ljúfar notalegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.4.2009 kl. 17:36

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný mín það er rétt hjá þér að láta þér bara líða vel það er þannig hjá okkur einnig.

Veistu að höfuðborgin er ekkert betri þó séð og heyrt hafi nú ekki verið til er ég bjó þar.

Kærleik í þína helgi vinan mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.4.2009 kl. 20:43

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis til þín og þinna elsku Linda mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.4.2009 kl. 20:44

16 identicon

Af hverju finnst þér að föstudaginn langi hafi verið leiðinlegur hér áður fyrr?  Ég er á öndverðu meiði.  Ef eitthvað er, er hann leiðinlegur á þessum síðustu árum.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 23:18

17 identicon

Ég sé  að þú þekkjir þetta alveg .En hélt að hefði ríkt bloggbann á nokkrum konum en´þú veist að vísu allt um það .Hér commentar ein hjá þér sem er í banni en þú ert nú svo heiðarleg og allt það að þú lætur vita á moggablogg þú þekkjir númerið þar 

Helga (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 23:30

18 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Þetta er sko alveg rétt hjá þér, við þurfum aðeins að spá í hvað við pikkum inn á tölvuna. Frábær pistill. Og bara hvað við látum út úr okkur hér og þar, stundum óvart, stundum viljandi.  Knús og kveðja til þín.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 11.4.2009 kl. 00:19

19 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góður pistill hjá þér Milla.  Gleðilega páskahelgi.

Ía Jóhannsdóttir, 11.4.2009 kl. 07:43

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitið Vallý mín og eigðu góða helgi með þínum
Kærleik yfir til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2009 kl. 08:02

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gustarína mín það var víst afar skrautlegt á stundum í sveitasímanum,
en einnig mjög gaman eins og getur verið hér.
Eigðu gleðilega páskahelgi með þínum
Kærleikskveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2009 kl. 08:09

22 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mín skoðun H.T. Bjarnason
Góða helgi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2009 kl. 08:12

23 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga mín, ég er ekki að ónáða moggamenn með þeim smámunum að einhver kommenti inni hjá mér, ert þú ekki að því?
Veistu vinan að þeir sem eiga erindi við mbl.is gera það, en ég hef afskaplega lítið þurft á því að halda og er ég glöð með það.

Gott að þú skyldir koma hér inn og lesa þetta blogg mitt ekki kannast ég nú við neitt af því nema bloggið.
Getur þú sagt mér, eða bara sjálfri þér,Helga mín í algjörri einlægni hafandi aldrei séð mig eða kynnst mér, hvernig þú getur látið svona
leitaðu aftur í tímann, spurðu sjálfan þig ekki aðra og fáðu svo svar með guðs hjálp, þú verður hissa sjálf hvaða svar þú færð.
Allavega verð ég oft hissa þegar mig vantar svör, hvaða svör ég fæ.

Ætla einnig að segja þér, bara svo þú vitir það Helga mín að engar á ég kaffivinkonur, þoli ekki síma og sem betur fer eru þeir nú allir þrír að fara í rannsókn það á að taka úr  þeim allt sem hringt hefur verið undanfarið ár því ég er svo að fá mér nýja, þeir eru orðnir svolítið lúnir greyin, fæ frið fyrir þeim í fáeina daga.
Allir eru að skamma mig fyrir að fara ekki á hverjum degi inn á mailið mitt, svo ég verð víst að fara að gera það ,en ég nenni þessu stundum ekki.

Svo er annað Helga mín, að ekki hef ég talað orð í þinn munn, sett
út á þig, talað illa um þig, því ég þekki þig ekki neitt og hef þar af leiðandi ekki leifi til að gera slíkt.

Þú ert vel metin kona og ættir ekki að hlusta á annað en þitt eigið hjarta. Alsekki þeirra sem þú þekkir ekki neitt.

Ef þú svarar mér langar mig til að biðja þig að gera það á einlægan hátt, annars ekki.
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2009 kl. 08:46

24 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Dúna mín, þetta veit ég að þú meinar og vonandi þarftu aldrei að kynnast því að fá inn leiðindi hjá þér, þau eru ekki góð.
Kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2009 kl. 08:49

25 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir það Ía mín og sömuleiðis til þín og þinna gleðilega hátíð.
Kærleikskveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2009 kl. 08:50

26 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góður pistill hjá þér Milla mín. Ég segi nú bara að þeir sem taka til sín hvert það neikvæða orð sem skrifað er á bloggið hljóta að líða eitthvað illa með sjálfa sig og er þeim bara vorkunn.

En ég sé að bloggið þitt er vaktað og segir það margt um það sem ég var að segja, sumum er vorkunn og best að senda þeim bara ljósið. Það eru tvær ástæður fyrir því hvað ég blogga lítið. Önnur er sú að mér leiðist að opna blogg hjá hverjum vininum á fætur öðrum og sjá ekkert nema pólitískt argaþras, allir stanslaust að velta sér upp úr ástandinu á landinu, kennandi hinum og þessum um ástandið, allir vilja meina að þeir viti best hvað á að gera í málunum. Það er svo auðvelt að vera dómari sitjandi við tölvuna!!! 

Hin ástæðan er sú að mega ekki blogga eða setja komment hjá vinum án þess að gert sé copy/paste og það fært inn í aðra færslu eða einhver þarna úti taki það til sín þó svo að það sé ekki. Sumir eiga bara bágt og því er best að halda sig fjarri þeim. (hver ætli taki þetta til sín???) 

Fyrirgefðu langlokuna Milla mín, eigðu góða páska með þínum og ég hlakka til að sjá þig á næsta hitting

Huld S. Ringsted, 11.4.2009 kl. 09:18

27 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Huld mín ég tek svo sannarlega undir með þér með argaþrasið og
pólitíkina þó ég eigi það til að blogga um það þá er ég nú eins og viðrini á við suma og það er að því að ég nenni ekki einhverju veseni.

Og er sammála þér með copy paste dæmið líka mundi ekki nenna þessu.
Takk fyrir langlokuna hún var góð.
Við höfum það æðislegt og auðvitað er einnig gott hjá ykkur kæru vinir
hlökkum til að sjá ykkur á næsta hitting.
Kærleikskveðjur
Milla og C/O

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2009 kl. 09:29

28 identicon

Góðan daginn Millan mín

Set þetta feitletrað svo þú sjáir mig, ég sést varla þarna ofar í kommentum þegar engin er höfundarmyndin.

Mikið er ég sammála Huld og þér hérna fyrir ofan, ég segi bara aftur hvað þetta er frábær færsla hjá þér og líka kommentin.  Ég  skal hætta að skamma þig fyrir að tékka ekki póstinn þinn á 5 mínútna fresti.

Knús og kærleik í daginn þinn elskuleg

Auður Proppé (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 09:41

29 identicon

Já það er merkilegt hvað hlutirnir vefja upp á sig og þegar svo er komið þá er best að hver og einn fari í svolitla sjálfsskoðun eins og þú talar um í þessari færslu. Mér hefur allavega reynst það best að skoða sjálfa mig ef ég verð reið út í einhvern eða einhver særir mig, að skoða hvað það er hið innra með mér sem hefur svona mikil áhrif á MIG.  Hvað það er sem kveikir á þessum viðbrögðum hjá mér? Maður finnur út merkilega hluti um sjálfa sig þegar maður gerir það. Takk fyrir þetta Milla mín.

Kærleiksljós til þín elskuleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 09:43

30 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín þú ert nú meiri grínistinn, það eru börnin og bróðir minn sem skamma mig því hann til dæmis notar svo mikið malið til að koma boðum á milli, en hann þarf nú ekki að kvarta því við tölum eiginlega saman á hverjum degi.
Kærleik í helgina þína elskan
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2009 kl. 09:49

31 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svo rétt Jónína mín eins og ég segi í kommenti til Helgu þá verður maður hissa er maður fær svörin.
Kærleik til þín inn í góða helgi
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2009 kl. 09:52

32 identicon

Góð lesning.Ég man eftir sveitasímunum og heimilisfólkið þar sem ég var í sveit var fljótt í símann ef hann hringdi,á næsta bæ hehehehe.En ég er sammála Huld.Kem norður í byrjun maí.

Gleðilega páska

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 14:19

33 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Birna Dís mín það yrði gaman að fá að sjá þig.
Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2009 kl. 14:28

34 identicon

Ja gleðilega páska!!!!   Mikið lifandi skelfing er ég fegin að vita nákvæmlega ekkert um þessa glugga gæja sem virðast vera á sveimi. Sem klaga og skrumskæla skrifuð orð her.   Er ekki ætlunin að hafa gaman af blogginu?   Mikið vorkenni ég fólki sem er það heftí mannlegum samskiptum ,að það þurfi að slá um sig með klögumálum og rógburði.  En Milla við stráum ljósinu í kringum okkur og hana nú

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 02:47

35 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

gustarína mín var búin að lesa hjá Unni, frábært rugl, því af misjöfnu þrífast börnin best.
Kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.4.2009 kl. 07:45

36 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Unnur María mín þú mátt vera fegin og ég er það einnig því þó mér leiðist afar afleyðingar einhvers sem ég veit ekkert um þá er ég svo glöð í mínu lífi að eigi hrífur mig á.

Kæra vinkona við stráum ljósinu og ég held að margir taki við því.
Hlakka til að sjá þig á næsta hitting.
Kærleik í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.4.2009 kl. 07:53

37 Smámynd: Sigrún Óskars

Innlitskvitt - mjög góður pistill hjá þér

Gleðilega páska

Sigrún Óskars, 12.4.2009 kl. 10:05

38 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir það Sigrún mín og gleði og kærleik til þín

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.4.2009 kl. 11:16

39 identicon

Kæra Milla, hjartans páskakveðjur frá okkur hér í Mosó til ykkar. Vona að páskadagarnir verði ykkur ánægjulegir. Takk fyrir allar kveðjurnar.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 19:37

40 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis til ykkar, hér er búið að vera yndislegt þrátt fyrir kulda.
Kærleik í Mosó.
Milla og C/O

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.4.2009 kl. 20:10

41 Smámynd: Erna

Kvitt hjá þér elsku Milla mín, við þessa góðu færslu. Hjartans þakkir fyrir vináttuna sem þú sýnir mér alltaf. Ég er rík að eiga þig að.

Páskaknús á ykkur öll í kærleikskoti

Ps. Bjössi kemur sennilega í land hér heima næst  og tekur þá með sér þetta sem ég minntist á um daginn og það bíður þín hér þangað til þú kemur.

Erna, 12.4.2009 kl. 21:05

42 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Erna mín og þakka þér fyrir allt og að fá bara að vera vinkona þín.
Við komum við hjá þér bráðum.
Kærleik til ykkar Írisar og vonandi hafið þið notið matarins í kvöld
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.4.2009 kl. 21:12

43 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auðvitað máttu vera með, veistu ekki hvað mér þykir vænt um þig
kæra vinkona, við erum orðin hópur vina sem munum hittast blogg eða ekki blogg.
Ljós og kærleik yfir til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.4.2009 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.