Fyrir svefninn.
1.5.2009 | 21:38
Er það ekki forkastanlegt þegar maður má sofa út sem er nú
aldrei lengra en til 8 hjá mér, vaknaði ég þá ekki með þennan
hryllilegasta sinadrátt sem um getur klukkan sex,það var sko
ekki fyrir það að eitthvað sex væri í þessu, öðru nær, gat ekki
gengið eðlilega fyrr en undir hádegi,
ekki að ég svo sem hafi gengið eðlilega síðan fyrir jól,
en gleð sjálfan mig með yfirmáta bjartsýni um
betri daga, vikur og mánuði.
Auðvitað varð ég svo yfirmáta syfjuð um 12 leitið að ég skreið
upp í mitt yndislega rúm og svaf þar til ég heyrði hina yndislegu
rödd sem tilheyrir Aþenu Marey minni, þá var klukkan 15.00
Fengum okkur kaffi, Milla bauð í pizzu og síðan fékk ég klippingu.
Maður verður að vera fínn er maður fer til Akureyrar.
Þangað erum við að fara á morgunn, verðum komin á Glerártorg
þegar opnar um 10 leitið, út að borða með Ernu í hádeginu
hún kemst nefnilega ekki með okkur á hitting kl.16.00
Förum á hesta sýningu í reiðhöllinni klukkan eitt Viktoría Ósk mín
er með í þeim leik sem þar fer fram.
Hittingur klukkan fjögur og svo bara að drífa sig heim, enda
verður maður alveg búin þá.
Eitt veit ég fyrir víst að það verður fjör, það er alltaf gaman að
breyta til.
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
Þetta hefur ekki verið góður dráttur Milla mín og það klukkan sex. Það er gott að taka inn magnesíum og kalk í sömu pillunni.
Þú verður sem sagt hestakona á morgun dúllan mín.
Knús og góða nótt.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 22:20
Hlakka til að sjá þig á morgun Milla mín.
Anna Guðný , 1.5.2009 kl. 22:53
Hrikalegt að fá svona sinadrátt....eini drátturinn sem ég hef fengið í langan tíma....og gæti svo vel verið án hans
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 1.5.2009 kl. 23:50
Jónína mín búin að taka inn magnesíum og kalk 1500 mg á dag í mörg ár. Já veistu það verður nú gaman að sjá þessa elsku, þó sýningin standi bara yfir í 10 mín eða svo, sko þeirra framlag.
Ljós í daginn þinn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.5.2009 kl. 07:27
Sömuleiðis Anna Guðný mín.
Knús kveðjur þar til á eftir
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.5.2009 kl. 07:28
Sigrún mín segi það sama, þessi dráttur er alveg óþarfur.
Ljós til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.5.2009 kl. 07:29
Elsku Milla min, langt síðan ég hef verið hér á ferðinni. Skemmtu þér vel á eyrinni í dag, vildi að ég væri með.Kærleikskveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 2.5.2009 kl. 13:50
Ásdís mín er ekki allt í lagi elskan?
Kærleik til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.5.2009 kl. 22:37
Silla mín hann kom í morgun, en ég náði að stoppa hann af.
Kærleik til þín elskan
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.5.2009 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.