Fyrir svefninn eftir yndislegan dag.
2.5.2009 | 22:24
Dagurinn í dag er búin að vera æðislegur, lögðum af stað
fram í Lauga um 9 leitið , til að sækja þær síðan var brunað
á eyrina farið í Bikó, Bónus, Glerártorg út að borða með Ernu
vinkonu okkar, fórum á greifann í súpu og salat, það var æði
súpan, brauðið salatbarinn þetta var bara tær snilld,
hummusinn var toppurinn með sólkjarnafræjum ofan á.
Haldið ykkur, 990 fyrir manninn, ótrúlegt.
Nú svo fórum við í reiðhöllina til að horfa á yndislega sýningu þar,
Það komu krakkar frá mörgum stöðum og var þetta hin glæsilegasta
Skemmtun, bara næst þá verð ég betur búin.
Nú fáið þið myndir.
Talið frá vinstri Birna Dís, Milla, Finnur og Ásgerður,
hún er að halda ræðu og þær eru ætíð afar skemmtilegar
Katla okkar og hennar maður yndislegt að hitta þau.
Katla þú ert mjög falleg kona.
Birna Dís, Huld og Eva.
Katla, Milla og Sverrir Einarsson sem ók spes að sunnan til að
hitta hópinn. I love it
Gunnur, Ásgerður og Dóra. Yndislegar
Guðrún Emilía, Sigrún Leg, Dóra, Anna Guðný og Birna Dís.
Gunnur og Erna
Gísli minn að færa mér tertu og swiss mocka, ekki veitir mér af
Ásgerður vinkona mín sagði að við mættum ekki missa neinar
kalóríur og hana nú.
Anna Guðný undrandi á einhverju og alveg að fara að hlæja
það er nú ekki langt í hláturinn hjá henni.
Æ,Æ það er engin haus á Halla, en hann er að koma með tvöfaldan
mocka fyrir Huld Sína. Við eigum allar afar natna menn
Maður Kötlu, Sigga mín og aðeins sést í mig, við erum að hlusta
á eitthvað afar athyglisvert.
Þessar eru englarnir mínir sem búa hér fyrir norðan.
Tekið í Reiðhöllinni á Akureyri áður en við fórum á hitting.
Þarna er hún í miðið, frekar óskírt, en samt mynd af henni
Jæja þær eru ekki mjög skírar þessar myndir, en varð að setja
eitthvað inn það eru aðrir örugglega með betri myndir.
Þessi hittingur ofan á æðislegan dag var með eindæmum góður
Hittum hina föstu vini og síðan komu þau Birna Dís, Katla og
hennar maður síðan Sverrir, þetta var æðislegt og ég segi fyrir mitt
leiti að betri dag en þetta hef ég ekki átt lengi, að blanda saman
verslunarferð, út að borða, horfa á Viktoríu Ósk ljóma á hestinum
og hitting með skemmtilegu fólk, það gerist ekki betra.
Takk fyrir mig.
Góða nótt
Athugasemdir
Takk fyrir síðast Milla mín, styttist í annan hitting og þá persónulegri. Ég hlakka til, við bröllum eitthvað saman.
Takk fyrir myndasýninguna, alltaf gaman að sjá góðar myndir. við erum eitthvað duló þarna, við erum að hvort sem er alla daga.hehe
Góða nótt Elskuleg.
Sigríður B Svavarsdóttir, 2.5.2009 kl. 22:39
Satt segir þú Sigga mín við erum duló alla daga og það er bara allt í lagi
já við munum bralla eitthvað saman, það er á tæru.
Hlakka til að sjá þig ljúfust
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.5.2009 kl. 22:42
Rosalega hefur verið gaman hjá ykkur. Kveðja norður
Ásdís Sigurðardóttir, 2.5.2009 kl. 22:43
Takk fyrir skemmtilegar samverustundir í dag elsku Milla mín og Gísli.
Guð gefi ykkur góða nótt
Erna, 2.5.2009 kl. 22:56
Alltaf sama fjörið hjá ykkur norðan heiða
Sigrún Jónsdóttir, 2.5.2009 kl. 23:59
Já það hefur greynilega verið gaman , eins og venjulega saknaði þess að vera ekki með ykkur. Knús
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 01:36
Ásdís mín það er alltaf gaman hjá okkur, kappkostum að segja brandara og hlægja mikið.
Kærleik til þín Ásdís mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.5.2009 kl. 08:10
Erna mín við Gísli þökkum þér sömuleiðis, það var bara yndislegt að hittast svona á Greifanum og fá sér að borða, þurfum að gera þetta oftar. Takk fyrir yndislegna dag saman og fyrir pakkann.
Kærleik til þín ljúfust
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.5.2009 kl. 08:13
Sigrún mín það er svo mikið fjör að við erum skíthrædd um að verða rekin út Nei nei við fengum meira að segja þurrkað silungsroð að smakka í gær hjá kokknum einum og var það æðislega gott.
Hann var bara að leika sér að gera þetta.
Knús til þín ljúfa kona
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.5.2009 kl. 08:17
Varst þú að vinna Unnur María mín, ég saknaði þín við hefðum getað tekið smá ættfræðispjall, svona í hlátraskvaldrinu
Það var svo gaman að hitta Kötlu og hennar mann og svo Birnu Dís.
Það er búið að fresta grillinu hjá Dóru um hálfan mánuð út af því að sjómannadagurinn er 2/6 og ekki höfum við bloggaragrill þá, en Anna Guðný mun láta vita betur um þetta síðar.
Kærleik til þín elskan
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.5.2009 kl. 08:21
Takk fyrir mig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:55
Sömuleiðis skvísa mín
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2009 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.