Nú færist líf í Húsavíkurbæ.

Á vorin lifnar allt við, bæði í fuglalífi sem og að hvalirnir af öllum
gerðum fylkjast til landsins. Ég sem bý hér á Húsavík upplifi á
vorin að þá breytist allt bærinn fer að fyllast af fólki bæði til að
fara í hvalaskoðun og aðrar þær ferðir sem boðið er upp á.
Þegar við ókum fram í Lauga í gær og er við vorum aðeins komin
hjá Hafralæk byrjaði fuglalífið að birtast okkur í vegköntunum og
eins trítluðu gæsirnar yfir vegin, ekkert að flýta sér þó einhver bíll
væri að koma. Smáfuglarnir á fullu í tilhugalífinu, aðrir í hreiðurgerð.
Yndislegra útsýni er ekki hægt að hugsa sér.

En Hvalaskoðunarmenn hér eru búnir að byggja upp frábæra
aðstöðu hér á bakkanum og fyrir neðan bakka eins og sagt er.
Þetta svæði er bara eins og maður sé komin til útlanda, það
yðar allt af mannlífi, matarlykt, kaffilykt og fólk situr út um allt og
nýtur þess að vera hér hjá okkur í  Norðurþingi, ég segi Norðurþingi
því það er meira að skoða en bara hvalir sem er náttúrlega toppurinn,
Fólk verður bara að kynna sér allt hitt sem er í boði.

Ég skora á Íslendinga að sækja heim Norðurþing og sveitir hér um kring
í sumar. Lofa ykkur því að þið munuð finna sjálfan ykkur á ný.

forsida-2-4549eeffc59abhusavik_841195.jpg

Þessi mynd sýnir bara brot af þeirri fegurð sem við eigum
til að sýna ykkur.

Eigið góðan dag í dag


mbl.is Hvalaskoðunarvertíðin hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðan daginn elsku MIlla. Það var alltaf yndislegt að upplifa vorið heima, það byrjaði fyrir neðan bakkann og færðist svo upp á Botnsvatn, hvergi betra að vera barn og unglingur.  Kær kveðja og vonandi komumst við norður í sumar.  Kv

Ásdís Sigurðardóttir, 3.5.2009 kl. 13:37

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Langt síðan ég hef komið til Húsavíkur.  Kíki e.t.v. þegar ég fer norður næst.  Kveðja héðan úr sveitinni.

Ía Jóhannsdóttir, 3.5.2009 kl. 13:39

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það er vonandi Ásdís mín

Ía mín þú og þínir eruð allta velkomnir

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.5.2009 kl. 14:00

4 Smámynd: Sverrir Einarsson

Já takk fyrir mig, þetta var of mikið af fólki til að ég næði að spjalla við alla, en það kemur bara seinna (að ég nái að spjalla við alla). Rosa góð ferð norður, gott kaffi, skemmtilegt fólk, það þyrfti að koma á svona hér fyrir sunnan.

Ég var kominn í bæinn aftur rúml. 02 (fór ekki af stað fyrr en kl 21:30) og svo ég ljúgi nú engu þá var ég orðinn frekar sybbinn á síðustu metrunum, en vel þess virði að keyra tæpa 900 km fyrir skemmtilegt fólk og gott kaffi. Nú svo gleymdi ég ekki að fá mér Brynjuís hehe.

Rétt hjá þér það er margt að skoða þarna annað en hvalirnir, stutt í Ásbyrgi, Mývatn, Costa del Kópasker, Rauðinúpur er allrar athygli verður svo og öll Sléttan eins og hún leggur sig með sýnum fjölbreytileika. Mjög sniðugt að renna í Lund og fá sér kaffi í frábæru umhverfi....það er bara næstum hægt að telja endalaust upp. Þannig að það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi þarna.

Sverrir Einarsson, 3.5.2009 kl. 14:49

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis Sverrir minn við spjöllum bara betur seinna.
Trúi að þú hafir verið orðin sybbinn, en það er nú alltaf hægt að leggja sig í 15 mín eins og þú sem bílstjóri veist.

Ég sem er búin að ferðast um þetta svæði síðan 1965 ætti nú að geta talið upp þá gullmola sem eru í boði hjá okkur og þeir eru óendanlegir eins og þú segir og alltaf að bætast við flóruna svona það sem bændur eru að gera.

Ef ég ætti nóg af peningum mundi ég fara á flakk, bara í Norðurþingi og þar um kring og gæti ég verið í því allt sumarið og trúlega mundi ekki duga til svo margir eru staðirnir.

Takk fyrir að koma, kærar kveðjur
Milla og Gísli.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.5.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.