Fyrir svefninn

Það er þetta með æskuna og hestinn, ég fór á þessa
sýningu í reiðhöllinni á Akureyri í gær og varð alveg dolfallinn
yfir leikni, gleði, og stolti þessara krakka.

Skipulagið var með eindæmum gott, í hléi var hægt að fá sér kaffi
og með því, en ég komst nú aldrei nema hálfa leið, þar settist ég
bara niður og fékk mér Kristalinn sem ég átti í töskunni.

Ég sagði við Viktoríu Ósk mína er ég hitti hana seinna um daginn
að ég mundi koma á allt sem hún tæki þátt í sambandi við þessa
hestaíþrótt því þetta væri yndislegt.

Hestar eru flott dýr gefa manni mikið, eru vinir þeirra sem eiga þá
og ég get ekki hugsað mér heilbrigðara hobbý fyrir börn.

Í dag er ég náttúrlega búin að vera þreytt, illt í bakinu og þið vitið
með allan pakkann eins og giktarsjúklingar fá ef þeir leifa sér eitthvað.

Í gær sáum við fyrstu Lóuna á blettinum okkar, þá fyllist maður gleði
og lotningu yfir þessum fagra fugli. Í dag er urmull af þeim hér allt í
kring og svoleiðis mun það verða í sumar.

                         Vorboði

                   Yndi þróast, unaðsmál
                   út um móa er vakið.
                   Færir ró og frið í sál
                   fyrsta lóukvakið.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða nótt elsku Milla

Ásdís Sigurðardóttir, 3.5.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku Milla var að sjá póstinn frá þér og sendi svar núna.

Úff, er búin að liggja yfir sjónvarpinu í allt kvöld.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2009 kl. 23:02

3 identicon

Skemmtilegar myndir frá blogghittingnum, greinilega mikið fjör eins og alltaf hjá ykkur og ég vona að þú hafir hvílt þig vel í dag.

Góða nótt og sofðu rótt Millan mín

Auður (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 23:39

4 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 07:24

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2009 kl. 07:48

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jenný mín er búin að svara þér.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2009 kl. 07:50

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín ég er búin að setja texta við að ég held allar myndirnar
Knús til ykkar í Heiðarbæ
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2009 kl. 07:51

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Auður mín, já það var svo gaman eins og einn sagði maður er farinn að bíða eftir þessum laugardegi, það er engin logneyðan á þessum hitting.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2009 kl. 07:53

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín eyjastelpa
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2009 kl. 07:54

10 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Hæ mín kæra, varð að kvitta fyrir mig, mér finst svo langt síðan ég kíkti hér en, kanski minnistap hver veit :)

Já það fóru börn og foreldrar héðan úr Húnaþingi vestra á þessa hesta sýningu og amk við þá sem ég hef talað komu allir glaðir og sælir heim, þetta var víst frábært:)

Hafðu það gott kæra Milla

Erna Friðriksdóttir, 4.5.2009 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.