Fólk er að eyðileggja líf sitt og barnanna

Barnaverndarmálum fjölgar

Tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgaði um 40% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á heimasíðu borgarinnar kemur fram að hluta þessarar fjölgunar megi rekja til mjög aukinnar vitundar íbúa og starfsmanna borgarinnar um nauðsyn þess að vera vakandi fyrir líðan barna við erfiðar aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar. „Einnig er ljóst að erfiðar efnahagsaðstæður birtast í fjölgun hegðunarvandamála hjá börnum, og því miður einnig í fjölgun erfiðari mála og meiri vanda hjá foreldrum," segir þar.

Er fjölgunin vegna þessa að starfsmenn borgarinnar eru
meira á verði í dag en endranær, eða hefur vandinn alltaf
verið svona stór, en þeir bara ekki á verði áður.?
Bara að segja ykkur sem skrifið svona lagað eftir starfsmönnum
borgarinnar að vandinn hefur alltaf verið svona stór, ég er ekki
að vanmeta það sem gert er, en það er óþarfi að upphefja sig á
kostað kreppuna.

Það þarf alltaf að vera á varðbergi, einnig er nauðsynlegt að
kenna fólki það að það sé í lagi að það leiti sér hjálpar sjálft.
til dæmis konur eru ekki einar, þær þurfa bara að standa á sínu,
henda vandamálinu út og byrja nýtt líf.
Ég veit að það er ekki auðvelt, en prófið bara ykkur mun ganga betur.

Það er ekki eðlilegt að það hafi orðið  40% aukning á tilkynningum
síðan um áramót, það eru 3 mánuðir, þess vegna hefur vandinn alltaf
verið til staðar bara kemur fram núna vegna vaxandi vandamála.

Hélt satt best að segja að við hefðum þroskast eitthvað í gegnum árin,
en það hefur verið óskhyggja í mér, man nefnilega er ég var krakki eftir
stríð, þegar lítil atvinna var og mennirnir voru bara fyllibyttur og afætur
á konunum sínum, því þær fengu sumar vinnu og börðust fyrir sínum
börnum, nei þroskastigið hefur ekkert hækkað og hræðslan í okkur konum
lítið minkað.

Við ættum öll að skammast okkar fyrir svona hegðun sem bitnar á því
dýrmætasta sem við eigum; börnunum
.

Eigið góðan dag í dagHeart


mbl.is Barnaverndarmálum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

    

Ía Jóhannsdóttir, 4.5.2009 kl. 09:54

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku besta Milla mín, þetta er þarfur og góður pistill hjá þér. Orð í tíma töluð.  Við hljótum að þurfa að vera endalaust á verði gagnvart misnotkun og ofbeldi innan veggja heimilis og reyndar utan líka.  Knús á þig og takk fyrir þessa þörfu hugvekju.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2009 kl. 10:30

3 Smámynd: Gúnna

Svo sannarlega orð í tíma töluð. Ég minnist þess að þegar ég var í háskólanum skrifaði ég ritgerð um andlegt ofbeldi gegn börnum og það er sú tegund ofbeldis sem ég er hrædd um að sé að aukast þessa dagana. Það er því miður falinn eldur, sem getur svo blossað upp hjá blessuðum sakleysingjunum löngu síðar.

Bestu óskir um gleðilegt sumar til þín og þinna Milla.

Gúnna, 4.5.2009 kl. 11:16

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ía mín, við erum búnar að ala upp okkar börn, en eigum barnabörn og maður veit nefnilega aldrei.
Kærleikskveðjur

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2009 kl. 11:24

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín, takk elskan og sömuleiðis fyrir þína hjartagæsku sem á sér enga líka.
Já við þurfum ævilega að vera á verði.
Kærleik til ykkar í Kúlu
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2009 kl. 11:27

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gúnna mín satt segir þú allt ofbeldi blossar upp síðar, sé eigi tekið á því strax, mest hræðist ég peningaskortinn í sambandi við eftirfylgni tilkynninga um ofbeldi á börnum.

Það sem er í dæminu er að virkja mæðurnar sem hlut eiga að máli, kenna þeim og sýna þeim kærleika þann sem þeim vantar.
Því þar sem er ofbeldi er enginn kærleikur.
Knús til þín kæra vina
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2009 kl. 11:31

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Við megum aldrei gleyma þeim sem eiga sökina: útrásarliðið og stjórnvöld sem sváfu á verðinum. Nú er afleiðingar aðrar en hinar veraldlegu að koma í ljós

Finnur Bárðarson, 4.5.2009 kl. 13:46

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Finnur minn það er ekki að byrja í dag andlegt ofbeldi gagnvart börnum.
Það sem er verið að tala um í þessu viðtali er aukning á tilkynningum til barnaverndarnefnda og eru það margvísleg ofbeldi sem þar koma til, en þetta er búið að vera til allar götur svo ekki er hægt að kenna neinum um það nema þeim sem eiga að bera ábyrgð á börnunum, eru það ekki foreldrarnir.
Vona að engin misskilji mig ég er ekki að ásaka neinn, veit að þetta er afar erfitt, var í þessu helvíti sjálf í 27 ár og hræðslan var svo mikil að ég þorði ekki að standa í lappirnar gagnvart ástandinu og var meðvirknin á háu stígi.

Ég er að reyna að segja fólki að standa fast á sínu því engin er einn í dag með sín vandræði, en við verðum að vita af þeim til að geta hjálpað.
Knús til þín Finnur minn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2009 kl. 14:23

9 identicon

Góð áminning hjá þér Milla mín, það er eins gott fyrir þann sem fyrir ofbeldi verður að koma sér út úr því og það fyrr en seinna ekki láta sig dreyma um að ástandið muni batna. Blessuð börnin geta víst lítið gert nema einhver komi þeim til hjálpar.

Knús

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 14:54

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svo satt Jónína mín og ég veit alveg hvað konur geta lokast fyrir vandamálinu, en það lagast aldrei.
KnúsMilla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2009 kl. 16:18

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála þér

Ásdís Sigurðardóttir, 4.5.2009 kl. 17:50

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ásdís mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2009 kl. 18:18

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Börn verða einfaldlega alltaf verst úti.

Svo er það bölvuð tvöfeldnin í sambandi við börnin, gerir mig bjrálaða.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2009 kl. 19:07

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mig líka Jenný, ég þoli einfaldlega ekki slæma framkomu við börn.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2009 kl. 19:17

15 identicon

Allt sem sný að börnum til hins verra fer mjög illa með mig. Og hefur alltaf gert.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 20:53

16 identicon

Milla mín við megum aldrei sofna á verðinum, við eigum ömmubörn en allir bera sömu ábyrðina.

Velferð barna er efst á listanum.

gustarina (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 21:04

17 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þú kannt svo sannarlega að lesa manni pistilinn Milla! 

Þetta er sko þarfur pistill og þörf umræða, sem af honum vaknar. Kærar þakkir fyrir.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.5.2009 kl. 23:47

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það veit ég Langbrókin mín og veit ég einnig að þú ert eigi sofandi yfir þessum málum.
Ljós í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2009 kl. 06:22

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gustarína dúllan mín þú ert á varðbergi þekki þig af því
Ljós í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2009 kl. 06:23

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lilja Guðrún mín, ég fæ stundum andann yfir mig og ævilega ef um börn er að ræða.
Ljós yfir til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2009 kl. 06:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.