Fyrir svefninn
5.5.2009 | 19:34
Reifarakaup
Hans Ellefsen reisti hvalveiðistöð á Sólbakka við Önundarfjörð
1889 og íbúðarhús sem hann seldi Hannesi Hafstein, fyrsta
íslenska ráðherranum, fyrir eina krónu, aðrir segja fimm krónur,
og er hæpið að hús hafi selst öllu ódýrara hérlendis - jafnvel þó
kaupverðið hafi verið fimm krónur.
Íbúðarhús Ellesens var síðan tekið í sundur, flutt suður og sett
upp aftur við tjörnina í Reykjavík þar sem það hýsti ráðherra
Íslands og síðar forsætisráðherra til 1942.
********************
Margur er smalakrókurinn
,, þetta var ljóta ferðin. Ég var boðin að Holti og átti að vera þar
skírnarfontur en þegar ég kom þangað var búið að matselda barnið."
Flaumósa bóndi.
********
,,Förum nú út og horfum á sólarniðurganginn."
Óþekktur
***
,, Og hugsið ykkur, hvað það er nú gott að vera á skíðum
úti í guðsgrænni náttúrunni."
Guðlaugur Tryggvi Karlsson, viðskiptafræðingur, í ræðu
sem hann hélt á námsárum sínum í menntaskólanum í
Reykjavík um nauðsyn útivistar.
Tekið úr bókinni Heimskupör og trúgirni Jón Hjaltason
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
takk fyrir gleðipillurnar
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 5.5.2009 kl. 20:37
Já já Milla mín :) og góða nótt
Erna Friðriksdóttir, 5.5.2009 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.