Loksins getnaðarvörn fyrir karla.


Sigurður Jökull

// Erlent | mbl.is | 5.5.2009 | 12:41

Getnaðarvarnarsprauta fyrir karla

Hormónasprauta fyrir karlmenn á mánaðarfresti gæti reynst jafn árangursrík getnaðarvörn og pillan fyrir konur. Þetta segja kínverskir vísindamenn sem unnið hafa að þróun sprautunnar.

Í rannsókn þeirra tókst aðeins 1% þeirra karlmanna sem fengu sprautu með testóterón-hormónum að geta barn, að því er fram kemur í Journal of Clinical Endocrinology & Metabolism reports. Frá þessu er greint á vef BBC.

Þetta er bara æðislegt nú geta karlarnir tekið við getnaðarvörninni
Alltaf hefur það verið konan sem hefur þurft að taka því að þola ekki
pilluna, lykkjuna eða hvað annað sem notað hefur verið.

Hingað til hefur það bara verið í boði að láta taka sig úr sambandi,
en karlmönnum finnst það nú flestum frekar niðurlægjandi, það er
konan sem á að sjá um þetta, nema að smokkurinn sé notaður
og er það nú allt í lagi og getur verið tilbreyting í því, en varla
hægt að treysta á það til lengdar.

Þeir eiga eftir að rannsaka þetta aðeins betur svo kemur þetta á
markað.
Nú datt mér svolítið í hug, já þetta er frábært líka fyrir þá sem halda
framhjá, engin hætta á að þeir barni viðhaldið
.



mbl.is Getnaðarvarnarsprauta fyrir karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar kom að því Milla mín en ekki gerir það okkur gang hér eftir við erum búnar með okkar kvóta, okkar karlar geta unað glaðir við sitt.

Takk fyrir það að vera til fyrir mig þú ert einstök perla.

Stórt bangsaknús Ásgerður

Ásgerður (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 14:46

2 identicon

Held að karlar neiti að láta aukaverkanir (eins og minkandi kynlöngun og skapsveiflur) yfir sig ganga. Ýmislegt  sem konur láta sig hafa þykir ekki boðlegt körlum. Skrýtið hvað konur eru tilbúnar til að fórna sinni sinni heilsu og vellíðan, fyrir karla.

pabbi (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 14:52

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei elskan það gerir okkur ekkert gagn, varð samt aðeins að minnast á það. Takk sömuleiðis elsku dúllan mín.
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2009 kl. 15:02

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heyrðu pabbi, gátu konur nokkuð annað ef þær vildu ekki vera endalaust ófrískar?
En gott að heyra að einhver veit um afleyðingarnar sem þetta hafði og hefur, en auðvitað í öllum eðlilegum samböndum tekur maðurinn tillit til er konan er í vanlíðan vegna þessa.
Kveðjur til þín pabbi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2009 kl. 15:08

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

SNILLD FYRIR FRAMTÍÐINA

Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2009 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.