Hvernig manni er stjórnað

Eins og allir vita þá elska ég pælingar, já um svona hvernig
manni er stjórnað alveg frá blautu barnsbeini.
Mótunin sem á sér stað hjá foreldrum okkar, sem vilja ráða
alveg fram í rauðan dauðann.
Eins og til dæmis mamma er enn þá að reyna að koma mér í
sæta köflótta, ermalausa, hnepptan upp í háls kjólinn sem
var í tísku 1960 eða eitthvað.W00t
Hún þessi elska hringdi um daginn sem oftar og sagði að það væri
svo æðisleg verslun í Glæsibæ sem þessir kjólar fengust í, Já
en mamma mín ég fer aldrei í kjól, jú elskan þú mundir alveg
falla fyrir þessumWhistling TRÚLEGA. Hún hringdi svo litlu síðar til
að segja mér að þeir væru uppseldir. þvílíkur léttir þar til hún
finnur upp á einhverju til að stjórnast í.
En ég elska hana nú samtInLove
Hef lengi verið að pæla í svona stjórnunarsetningum og eiginlega
spurningum um leið, eins og:
,, Af hverju er myndavélin þarna?
   Hvar á þetta eiginlega að vera?
   því ert þú ekki búin að???  
   þú ert sein? Þó það sé hálftími í brottför.
   Áttum við ekki að vera mætt?  
   Hvenær veistu hvað við ætlum að hafa í matinn?   
   Ég get svarið það, ertu ekki búin að? 
   Ætlar þú að vera í þessu?
   Eru börnin ekki tilbúin?
   Mér finnst það lágmark er ég kem þreyttur heim úr vinnunni að?"

Svona gæti maður endalaust talið upp og er ég afar hógvær í orðum
sko að því að það er sunnudagur, en hvað finnst ykkur um svona
stjórnsemi og er þetta ekki innifalið í pakkanum,andlegt ofbeldi?

Segi eina góða: ,, Við vorum á leið frá Ísafirði til Akureyrar/Húsavíkur
einn bróðir minn á leið frá Reykjavík til Akureyrar svo við ákváðum að
hittast á Brú og borða saman hádegismat þar, þau fóru bara seinna
af stað en við.
Hringir ekki mamma, hún elskaði að fylgjast með okkur er við vorum
á ferðalögum, og segir; jæja elskan eruð þið þá öll komin í Brú, já
mamma mín Ingó og Inga eru rétt ókomin, en Nonni og Svava? Ha
ætluðu þau að koma? Já voruð þið ekki búin að ákveða að hittast öll
á Brú og hafa svona systkina brunch? Sko það er nú reyndar löngu
hætt að detta af mér andlitið þegar hún þessi elska byrjar að stjórnast
bæði í huga og gjörðum, en sko.
Nei mamma mín, nú, en einhver sagði það.W00t
Nonni bróðir minn sem býr við Vesturhópsvatn var náttúrlega komin
langleiðina til Akureyrar, það hefði tekið hann klukkutíma að koma á
Brú og hitta okkur, en öll vorum við að fara í fermingu til Akureyrar.

Jæja verð að drífa mig í sjæningu, Dóra var að hringja og ætlum við
á eyrina að versla.
Kærleik í daginn
Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður

Já manni er stjórnað á misjafnan hátt , annars hef ég nú þurft að passa mig að fara ekki sjálf í þetta hlutverk,,eins gott að vera í sjálfsskoðun reglulega

Góða ferð á eyrina frænka, njóttu vel

Ásgerður , 10.5.2009 kl. 10:28

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Monkey see, monkey do! Ekki flóknara en það.

Rut Sumarliðadóttir, 10.5.2009 kl. 11:52

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og yndislegar ljúfar kveðjur....:0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.5.2009 kl. 13:16

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð !!!

Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2009 kl. 13:21

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Alveg brillíant!

Ía Jóhannsdóttir, 10.5.2009 kl. 14:46

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskurnar fyrir innlitin og bara svona rétt í lokin, Ásgerður, frænka mín, ég undanskil mig sko ekki í þessu hlutverki, en áður kunni ég ekki betur.
Í dag er maður farin að læra.
Ljós til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.5.2009 kl. 20:29

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þrátt fyrir allt þá eru mömmur algjör krútt með sína stöðugu stjórnsemi.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.5.2009 kl. 21:39

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jenný við erum krútt, engin neitar fyrir það.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.5.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.