Fyrir svefninn

Jæja elskurnar mínar allar saman, það er komin ný stjórn,
er þá ekki þjóðráð að gefa henni tækifæri og vinnufrið til
að standa við loforðin, en ég fyrir mitt leiti vill endilega að
eitthvað sem hrífur fyrir alla verði gert strax.
Fólkið okkar er að fara á límingunum.

                   ******************

Góður dagur í dag að vanda, fórum á Eyrina gagngert til að versla,
Dóra og stelpurnar voru með.
Er búið var að fylla bílinn vörum, brunuðum við í Lauga, Dóra var
nefnilega búin að bjóða í mat og komu Milla og Hennar ljós líka
mikil hrifning var er þær komu, þær höfðu nefnilega ekki séð
frænkurnar sínar í þó nokkra daga og það er eigi gott.
Við fengum kjúkling, grjón, franskar, kartöflusalat, hrásalat og
kaldar sósur rosa gott, ætla ekkert að tala um eftirmatinn.

                  *******************

Vegna þess að það er hálfgerður vetur enn þá, kemur eitt
sem heitir  Vetrarkvöld eftir Lilju Gísladóttir frá Kýrholti ( 1898-1970)

Viltu með mér horfa hljóð
í himinsgeimsins undraveldi?
Ekki gefur lítið ljóð
lýst því bjarta stjörnukveldi.

Dalinn hjúpar hljóðlaust kyrrð,
hátt við fjallsbrún máninn bendir.
Líkt og útþrá innibyrgð
okkar mætast duldar kenndir.

Duldar kenndir, kyrrlát þrá,
hvíld í lífsins öfugstreymi.
kveiki ljósin hvelfing blá
kærleiksljós í myrkum heimi.


Góða nótt kæru vinir.
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það gleður mig að veðrið er að batna fyrir norðan. Það verður komið sumar fyrr en varir.  Vona að þér líði vel og ég er eins og þú, jákvæð fyrir nýju ríkisstjórninni.  Kær kveðja og GN

Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín ekki er nú hitanum fyrir að fara ,en þetta fer að koma.
Við verðum að vona það besta með stjórnina.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.5.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.