Bloggara-hittingur norðan heiða.
11.5.2009 | 21:45
Bloggarahittingur norðan heiða.
Hvernig er eiginlega með þetta fólk, fær það aldrei nóg af hvert öðru? Nei, það virðist ekki vera.
Meiningin var að halda grillpartý á Laugum hjá henni Dóru 6. júní. Það er ekki hægt þá helgi, því við sjómannskonurnar komumst að því að þetta væri sjómannadagshelgin. Og ef ég ætti að velja á milli þess að fara út að borða með eiginmanninum eða í grill á Laugum, já þið vitið hvað ég myndi velja.
Því partýi ætlum við því að fresta þangað til tveim vikum seinna eða 20. júní. Dóra, verður snjórinn ekki örugglega farinn þá? Segi svona.
Það er ekki nokkur leið að við getum sleppt því að hittast í millitíðinni svo að meiningin er að koma saman um næstu helgi eða laugardaginn 16. maí.
Sami staður eða Kaffi Karólína í Listagilinu.
Verðum þó með þetta aðeins fyrr svo Eurovision aðdáendur hafi nægan tíma til að undirbúa kvöldið
og byrjum því kl. 15.00
Nýir þátttakendur velkomnir.
Hlakka til að sjá ykkur
Mætum öll því þetta er svo gaman.
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
Gott að vita af ykkur, kannski kíki ég í júní.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.5.2009 kl. 22:09
Dugleg eruð þið að rækta vinskapinn
Sigrún Jónsdóttir, 11.5.2009 kl. 23:31
Vallý mín ég veit að þú ert græn, sko af öfund, en við sjáumst í sumar.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.5.2009 kl. 06:58
Lilja það yrði nú gaman ef þú kæmir að Laugum í júní, tími til kominn að fá að sjá þig.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.5.2009 kl. 07:00
Sigrún mín við erum orðin afar náin, erum þroskað fólk sem er ekkert með neitt vesen, maður er yfirleitt með verki í kjálkunum þegar hitting lýkur.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.5.2009 kl. 07:02
Þetta er aldeilis flott hjá ykkur. Ég segi bara góða skemmtun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 08:42
Takk Ásthildur mín, ég veit að þú kemst nú ekki mikið í sumar, en ef þú ert á ferðinni þá veistu af okkur hér á Húsavíkinni.
Knús til þín ljúfust
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.5.2009 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.