Hvar liggur hundurinn grafinn?
12.5.2009 | 08:55
Allir hælisleitendur sem dvelja á Fit í Njarðvík ætla í hungurverkfall fái málefni Mansri Hichem hælisleitanda frá Alsír sem hefur verið í hungurverkfalli í nítján daga ekki farsælan endi.
Hann vill að ósk hans um hæli verði afgreidd en hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði, aðrir jafnvel mun lengur.
Ég hef nú skrifað um þessi mál áður og ekki voru þau skemmtileg
kommentin sem ég fékk þá, en vonandi er fólk farið að átta sig á
að eitthvað þarf að gera.
Það er ekki manni bjóðandi að þurfa að bíða í tvö ár ef ekki lengur
eftir því hvort það fær að vera í landinu eða ekki.
hverju sem þetta er að kenna þá er þetta mannréttindabrot.
Ég sagði einhvern tímann að það væri bara betra að senda fólk
strax heim aftur heldur en að leifa því að dvelja og vona að
það komist inn í okkar fallega land, sem svo bregst.
Vonandi verða breyttar vinnureglur nú viðhafðar.
Hvað kostar það ríkið að sjá fyrir þessu fólki, er ekki betra að
afgreiða þeirra mál svo fólk geti farið að sjá fyrir sér sjálft.
Jóhann Thoroddsen sálfræðingur hjá Rauða Krossinum segir manninn mjög kvalinn og ástand hans alvarlegt. Hann segir óskandi að menn þyrftu ekki að bíða svona lengi eftir úrskurði eins og raunin hafi verið.
Maðurinn liggur í sameiginlegri stofu hælisleitenda á Fit þar sem hann verður að vera nærri salerni. Þar voru nokkrir mótmælendur samankomnir í dag auk annarra hælisleitenda sem vilja sýna stuðning. Hann sagði í samtali við mbl sjónvarp að sér liði ákaflega illa en Linda Björg Magnúsdóttir segir að samkvæmt Dublinarsáttmálanum eigi menn rétt á úrskurði innan sex mánaða
Yfirvöld báðu manninn að undirrita yfirlýsingu þess efnis að hann þæði ekki læknisaðstoð ef hungurverkfallið drægist á langinn. Hann neitaði og hefur slík yfirlýsing Því ekki verið undirrituð. Jóhann segist ekki þekkja nákvæmlega þá málavöxtu en sér finnist þetta óneitanlega kuldalegt.
Á mig virkar þetta eins og eigi sé um fólk að ræða, heldur
einhverja þurfalinga sem enga virðingu á að fá.
Ég vona bara að þetta fari vel og verði ekki til skammar fyrir
okkur Íslendinga.
Ætla allir í hungurverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hundskammast mín alltaf þegar þessi mál bera á góma og finn til í hjartanu út af samviskuleysi og miskunnarleysi íslenskra valdhafa vegna flóttamanna. En gott hjá þeim hinum að standa með manninum í mótmælasvelti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 10:56
Já Ásthildur mín þetta er bara ömurlegt.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.5.2009 kl. 12:25
Vallý mín já það er það.
Knús í krús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.5.2009 kl. 12:26
Langaði að vekja athygli ykkar á því að Mansri Hichem fékk þetta fína heilbrigðisvottorð í gærkvöld, hann er sem sagt við ágæta heilsu að sögn læknisins sem skoðaði hann. Góðar fréttir, en merkilegar miðað við svona algjört svelti vikum saman.
Hérna getið þið lesið ykkur til.
http://visir.is/article/20090513/FRETTIR01/245308328
magnus (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 20:46
Takk fyrir innlitið Magnús og gott að maðurinn er í góðu ástandi.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.5.2009 kl. 21:41
Get ég fengið ríkisborgararétt í bna með því að höggva putta af mér, það er álika heimskulegt og að fá ríkisborgararétt fyrir að svelta sig.
Setja fordæmi og sýna að svona hegðun verði ekki liðinn, senda hann úr landi og alla vitleysinga sem herma eftir honum.
Alexander Kristófer Gústafsson, 13.5.2009 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.