Hef bara ekkert að segja

Á ekki til orð yfir að Jóhanna vilji og telji að við munum vinna
saman, en að hverju, engar fastar útskýringar á því koma fram,
svo við fjölskyldur munum bara halda áfram að berjast saman
eins og við höfum gert.

Matarverðið hefur hækkað og það þýðir bara að kaupa öðruvísi
inn, baka sjálfur, líka gaman að taka sig saman vinkonur og
fara í stórbakstur, þá er frystikistan nauðsynleg, ekki sakar
að spyrja sjálfan sig að, er maður fer í búðina hvað það er í
raun sem manni vantar, það kemur á óvart hversu mikinn
óþarfa í raun er verið að kaupa, ekki kaupa bara til að kaupa
heldur skoða málin.

Annað sem maður verður að venja sig á það er að henda
aldrei örðu af mat, nýta allan mat sem verður eftir.

Annars hafði ég svo sem ekkert að segja og það sést á mínum
skrifum, en ætla að gefa ykkur uppskrift að samsulli úr afgöngum.

Léttbrúnið lauk á pönnu setjið síðan út í alla matarafganga sem
þið eigi, kannski, 3-4 daga afganga smátt korna + kartöflur ef þær eru til
dassið 0líu yfir, hitið varlega, það má slá út eitt eða tvö egg og bæta
í ef vill. saltið pínu, piprið, eða bara það krydd sem ykkur líkar við.
borið fram með heimabökuðu brauði að vild.

Kærleik í daginn

MillaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já hverjir eru þessir "við" Ég og Hannes Smárason kanski ?

Finnur Bárðarson, 19.5.2009 kl. 14:41

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei við og ríkisstjórnin.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.5.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.