Kvöld rugl.

Við stelpurnar á heimilinu sko ég og englarnir mínir
fórum á rúntinn eftir hádegið, svo sem ekkert sérstakt
ég sló því svo fram hvort þær vildu ekki fara til Millu frænku
og ljósanna minna, auðvitað gerðu þær það, en ég fór aðeins
í tölvuna, sem ég var svo að sofna ofan í, í staðin fyrir að dotta
ofan í óþægilegt takkaborðið fór ég bara inn í rúm, ó það var svo
gott að kúrast niður í besta rúm ever.
Svaf til fimm þá var Milla búin að hringja og bjóða í mat, en ég
hringdi til baka og sagði að við gamla settið myndum klára fiskinn
síðan í gær, sem við gerðum og ekki er hann síðri svona smá hitaður
tala nú ekki um ef maður hefur rúgbrauð með.

Þær eru komnar heim og eru að horfa á eitthvað afar hlægilegt í
varpinu, Gísli að horfa á Kastljós að ég held, og ég í tölvunni.

En ég er eitthvað skrítin í dag, búin að grassera kuldi og ónot í
mér í dag, en ég er ekki að fá pest, því það er algjörlega bannað
hef ekki tíma fyrir svoleiðis rugl, bara aldrei.

Smá saga sem gerðist fyrir all mörgum árum.

Mæðgur voru saman í verslun voru að skoða það sem í boði var,
dóttirin sá eitthvað áhugavert, kallaði. MAMMA SJÁÐU, ekkert svar
bara þust að henni og hvæst, ekki kalla mig mömmu hér inni þá
virka ég svo gömul.
Flott saga er það ekki?

        Kveldljóð

Ó, þú sólsetursglóð,
þú ert ljúfasta ljóð
og þitt lag er hinn blíðfagri andi,
Þegar kvöldsólin skín
finnst mér koma til mín
líkt og kveðja frá ókunnu landi.
Mér finnst hugsjónarbál
kasta bjarma um sál
gegnum bylgjur þíns dýrðlega roða
Ég geng draumum á hönd
inn á leiðslunnar lönd
þar sem ljóðdísir gleði mér boða.

Jón Trausti.

Góða nótt
HeartSleepingHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ólöf Karlsdóttir, 19.5.2009 kl. 23:52

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ skvísurnar mínar, vonandi er allt í rétta átt hjá þér elsku Óla mín.
Knúr til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.5.2009 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband