Mynda-blogg


3429658936_dd7926e00bhusavik.jpg

Þessi flotta mynd er tekin við Búðarána á Húsavík, sjáið endurnar
og þeir sem þekkja til kannast við húsin í kring.

3520206274_30a76d6715humar.jpg

Þessi humar var á borðum hjá Millu og Ingimar eitt kvöldið,
hann var æðislegur.

3532295838_f46a7ff493athena_marey.jpg

Aþena Marey litla ljósið hennar ömmu sinnar.

3535884544_913e8dbc2aathena_unnin_i_photoshop.jpg

Þarna er hún photoseruð  eins og hún sé teiknuð.
Milla mín er snillingur í þessu.

Mátti til að sýna ykkur þessar myndir, stal þeim af síðunni
hennar Millu.
Annars vorum við í kleinum í dag,
og duttu niður kleinur úr 5 kílóum af hveiti og svo voru bakaðir
ástarpungar í restina handa Gísla, eða svo sagði Milla, en ég
fékk mér nú að smakka og góðgætið var fyrsta flokks og ekki
voru kleinurnar verri, allt er þetta komið í frost hjá mér, gott
að eiga fyrir gesti og gangandi.

Hér koma svo myndir af kleinubakstrinum.

 

100_8386_851411.jpg

Þessar englastelpur snéru upp á kleinurnar.

100_8388.jpg

tilbúið til steikingar, þetta var ekki allt.

100_8387.jpg

Óda amma að steikja.

100_8389.jpg

Englarnir að slappa af og fá smá nammi.

Jæja þetta var frá kleinubakstrinum, þetta er ekkert mál þegar
allir hjálpast að, en ég gerði náttúrlega minnst reyndi bara að
vera skemmtileg í staðinn, þarf eiginlega ekki að reyna ég er
alltaf skemmtilegTounge
Ljós og kærleik til allra
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Svakalega eru þetta fallegar myndir,þið eru meistarar að taka fallegar myndir,meiri háttar,HA HA HA O O O hvað mig langar í Humar,sá er fallegur,maður fær vatn í muninn,(ef ég ætti ekki svona elskulega og góða  konu,þá myndi ég elska þennan Humar,HA HA HA HE) svo er fólkið svo innilega fallegt,já þetta er það sem gefur manni gott líf,fallegt umhverfi,falleg börn og fallegar konur,hvað er hægt að hugsa sér það betra í þessari kreppu,ég bara spyr,???HA HA HA HE.innilegar sólar kveðjur norður á Húsavík,takk fyrir að leyfi okkur að njóta þess,Guð blessi ykkur.kær kveðja,konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 21.5.2009 kl. 20:58

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndisleg hún Aþena Marey og þau öll reyndar.

Fékk í hjartað þegar ég sá kleinugerðina.

Man lyktina þegar amma var að stekja upp úr Palmolin.

Knús á þig elsku Milla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2009 kl. 21:04

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Knús Milla mín

Huld S. Ringsted, 21.5.2009 kl. 21:18

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Umm...mig langar í nýjar kleinur

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 21.5.2009 kl. 21:23

5 identicon

Umm ekkert smá flottur humar, ég elska humar og humarsúpu umm. Elska humar miklu meira en kleinur en þetta er engin smá kleinubakstur hjá ykkur frýr. Flottar myndir hjá henni Millu þinni, Milla mín hún er algjör snilli á myndavélinni og í photoshopinu.  Knús og góða nótt elskuleg. 

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 23:06

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þitt innlegg Jóhannes, skemmtilegt að vanda.
Humarinn getur þú elskað samhliða þinni fallegu konu.

Ljós og kærleik sendi ég ykkur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.5.2009 kl. 07:22

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ummm bara að ég ætti kleinu núna með morgunsopanum. Jammí!

Ía Jóhannsdóttir, 22.5.2009 kl. 07:24

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við munum þessa lykt Jenný mín, í gær var steikt upp úr svínafeiti bl. í smá tólg upp á gamla mátann.
Knús til þín Jenný mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.5.2009 kl. 07:25

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Huld mín ljós til þín ljúfust.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.5.2009 kl. 07:25

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún mín þá er bara að koma í kaffi.
Ljós í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.5.2009 kl. 07:26

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Humarinn var sko betri en útlitið get ég sagt þér, maður er ennþá með bragðið í munninum. Kleinurnar voru fyrir okkur Millu Báðar, en allt geymt hjá mér þau eru bara með lítið frystipláss, sko heima hafa náttúrlega nóg niðri í húsi.
Ljós í daginn þinn ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.5.2009 kl. 07:31

12 identicon

Frábærar myndir Milla. Svo mikil ró yfir öllum.Blessi þig inn í daginn.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 07:59

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Langbrókin mín, það er nú ekki látunum fyrir að fara er við vinnum að einhverju saman.
Ljós í daginn

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.5.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.