Kvöldsaga.
24.5.2009 | 19:48
Ætla að nota hér tækifærið sem mér er rétt upp í
hendurnar og óska henni Torfhildi Torfadóttur til
Hamingju með afmælið. Sjáið bara hvað hún er falleg
þessi kona, enda ætíð haldið líkamanum við efnið, það
er að slá aldrei af.
Guð veri með þér Torfhildur mín.
Kveðja til þín og þinna
Milla og Gísli.
Torfhildur Torfadóttir Af vef Bæjarins besta
Torfhildur 105 ára í dag
Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði, elsti núlifandi Íslendingurinn, er 105 ára í dag. Hún er fædd í Asparvík í Strandasýslu, yngst ellefu systkina, átta alsystkina og þriggja hálfsystkina, og ólst upp í Selárdal í Steingrímsfirði. Nokkur systkinanna náðu háum aldri, Ásgeir varð 100 ára, Eymundur 96 ára og Guðbjörg 91 árs. Eftir fermingu var Torfhildur í vinnumennsku í Reykhólasveit í Austur-Barðastrandarsýslu en flutti síðan til Ísafjarðar og giftist Einari Jóelssyni sjómanni.
Einar lést árið 1981. Þau eignuðust fimm börn og eru þrjú þeirra á lífi, Torfi 59 ára, Sigurbjörn 67 ára og Kristín 76 ára. Ekki er vitað um neina íbúa Vestfjarða sem náð hafa hærri aldri en Torfhildur, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta.
Torfhildur 105 ára í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Glæsileg kona
Sigrún Jónsdóttir, 24.5.2009 kl. 20:28
Já þetta er sko falleg kona yndislegt bara Góða nóttina Milla mín og sofðu vel
Brynja skordal, 24.5.2009 kl. 23:51
Þetta útlit er með ólíkindum hreint út sagt. 105 ára? Og flott. Langlífi er í móðurætt minni en þá fór fólk nú betur með sig en langbrókin er að gera
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.