Hvað er ógn við heimsfriðinn?

Það getur nefnilega verið svo margt, en að sjálfsögðu er
það afar bagalegt að Kóreumenn skuli þurfa að sýna afl
sitt með því að sprengja kjarnorkusprengju þó það segist
eiga vera í tilraunastigi.

Maður þarf eiginlega að kynna sér betur sögu þessa lands,
af hverju þeir þurfi að sýna vald sitt á þennan hátt, er það
vegna þess að þeir séu ekki virtir nægilega?

Eitt er víst að þessi frábæra þjóð eins og við erum reyndar
allar, höfum eigi efni á því að fara í stríð, hvorki höfum við efni
á að missa allt það fólk sem mundi farast eða peningalega
séð, er ekki komið nóg?

Það skyldi þó aldrei vera að efna og vopna-verksmiðjum
vantaði peninga, og hver borgar þeim aðrir en þeir skattpíndu
borgarar þeirra landa sem við á.

Mér finnst nú í lagi að þær verksmiðjur fari á hausinn og það djúpt.
Ekki mundi ég gráta það.

Ég veit að þessu linnir aldrei, það verða alltaf stríð, en gætum við
fengið smá hvíld.

Maður horfir upp á saklausa borgara, og elsku börnin þar sem þau
eru bara hreinlega myrt í einhverjum óvart, sjálfsvígs eða einhverjum
þeim öðrum árásum sem gerðar eru.

Stoppum þetta, ráðamenn allra ríkja, snúum okkur að því að byggja upp
og hlú að þeim sem ekkert eiga í heiminum.


Faðmlag til allra
Milla
InLove


mbl.is N-Kórea harðlega gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst fáránlegt að landa eins og N-Kórea sem ekki getur brauðfætt þegna sína og sem upplifaða hefur hungursneyð af og til þar sem allt að 2,5 mio. manna hafa látið lífið, sé í svona vopnakapphlaupi.  Þeir hafa æ ofan í æ svarið að þeir séu einungis að þróa kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. 

Það sama á við Írani. Þeir halda því fram að þeir séu einungis að þróa kjarnorku í friðsamlegum tilgangi.  Næst mun klerkastjórnin í Íran sprengja kjarnorkusprengju.

Og hvað segja friðarsamtök heimsins yfir þessu?  Ekkert.  Þar sem ekki er um Vestræn ríki að ræða, sjá friðasamtök heimsins enga ástæðu til að mótmæla þessu.  Aðgerðarleysi þessara samtaka ber að skilja sem svo, að þau séu ánægð með þessar tilraunir N-Kóreu. ræða 

Ísleifur G. Halldórsson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 09:08

2 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Sæl Milla, ég er þér hjartanlega sammála.  Stríð er viðbjóður í allri sinni mynd og mér þykir synd að heimsbyggðin skuli ekki geta lifað í sátt og samlyndi.  Dæmigerður suðupottur, mynd sem getur verið notuð sem táknmynd um trúarstríð í allri sinni mynd, er stríðið milli araba og zíonista í Palestínu og Ísrael.  Maður þarf ekki annað en að ímynda sér lagið Imagine með John Lennon verða að veruleika, þó segi ég eins og þú, því miður verður alltaf stríð.

Ísleifur, ég er þér líka sammála.  Það eru þjóðir í vissum hlutum sem eru að þróa kjarnorkuvopn í trássi við alþjóðasamfélagið og valda engu öðru en ólgusjó á þeim heimshlutum sem þeir búa í. Þá segi ég eins og Milla, við þurfum öll að skoða sögu þjóðar um hvers vegna þessar þjóðir eru í þeirri stöðu sem þeir eru í dag.  Staðreyndir tala sínu máli og þær eru að N-Kóreska þjóðin lifir oft við hungursneyð á meðan stjórnin er í herkænskuleik, mjög sorglegt allt saman.

Hérna er löggjöf BNA um hegðun gagnvart N-Kóreu:
http://www.state.gov/www/regions/eap/991012_northkorea_rpt.html

Garðar Valur Hallfreðsson, 25.5.2009 kl. 09:25

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ísleifur það er að sjálfsögðu alltaf fáránlegt, hver sem á í hlut að eyða peningum í fáránleikann, er eigi eru til peningar til nauðsynja.

Við skiljum ekki þessa hugsun, en friðarsamtök hafa sett út á afbrot og ofbeldi þeirra þjóða sem um ræðir, en þar er vandi á höndum að ráða við. Fáum ekki, getum ekki skipt okkur að í öllum löndum, því miður.
Takk fyrir þitt komment.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.5.2009 kl. 12:38

4 identicon

Það væri ekkert stríð ef við værum öll sem þitt innræti elsku kerlingin mín. Takk fyrir faðmlagið þitt ljúfa..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 20:11

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert nú ekki með slæmt innræti heldur elskuleg

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.5.2009 kl. 21:11

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Að sprengja kjarnorkusprengju  "í tilraunaskyni" er hótun, og öll hótun er ógn við heimsbyggðina alla, okkur á Íslandi meðtalinn. 

 Ég man ekki betur en samið hefði verið um afnám  gereyðingarvopna,  en nú hefur N-Kórea brotið þann samning, og það ber að fordæma. -    

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.5.2009 kl. 21:19

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Garðar Valur ég er ekki að mæla þessu bót svo langt frá því, það ber að fordæma svona gjörninga.

Vandamálið er líka það að þó við vitum og skoðum sögu þessara þjóða þá gera þeir ekki það sama, oft á tíðum liggur hundurinn þar grafinn
í vankunnáttu og skilningsleysi þjóða.

Takk fyrir linkinn les hann í rólegheitum, búið að vera mikið að gera í dag.
Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.5.2009 kl. 21:41

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lilja Guðrún mín að sjálfsögðu fordæmum við þetta og svo margt annað, en þetta að sprengja kjarnorku út í loftið er glæpur.
Kærleik til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.5.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband