Kvöldsagan.

Lífið hjá mér er svo skemmtilegt eins og þið vitið sem lesið
þetta blogg mitt.
Í morgun kom Viktoría Ósk til ömmu og afa, hún var smá lasin,
svo það var ákveðið að fara í bakaríið sem heitir Heimabakarí
og er mjög gott að versla þar, hún koma með til að velja sér
eitthvað að borða.
Ég keypti byggbrauð, speltbrauð og heimabrauð, maður nennir
ekki svona ætíð að vera að baka.
Gaman að segja frá því að byggið er ræktað hér í Aðaldalnum
sem bakað er úr í heimabakaríinu

Nú síðan fórum við upp í Viðbót og keyptum ekta nautahakk,
því hér var buff og spælegg með öllu tilheyrandi, rauðkáli,
grænum ora, Rabbbarasultu og kartöflum, gerði einnig smá
sætar kartöflu í bitum, rauðlauk og Chillý steikt og síðan í potti
kraumað  dassað vel með balsam-ediki salti og pipar, ÆÐI.

Allir komu að borða sko ég meina mitt fólk, afi sótti þær fram í
Lauga, og englarnir mínir versluðu sér smá í Töff föt, ekki dónaleg
búð það.

Eins og þið heyrið er ég afar ánægð með þær búðir sem ég versla í
hér á Húsavík og betri þjónustu er ekki hægt að hugsa sér, og er
hún rómuð víða.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að lesa Húsvíska bloggið þitt, í sumar komum við norður líklegast seinni hlutann í júní, verð í band og læt vita af mér. GN

Ásdís Sigurðardóttir, 25.5.2009 kl. 21:40

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gott er að sitja sæll að sínu.

Helga Magnúsdóttir, 25.5.2009 kl. 22:03

3 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já ég geri of lítið af því að versla á Húsavík, veit samt að þar eru góðar búðir. Kveðja frá Skerinu.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 25.5.2009 kl. 23:06

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitin mínar kæru, Ásdís það verður gaman að sjá ykkur.

Veistu Silla mín að þær eru það enn þá, vantar náttúrlega gamla góða kaupfélagið, en höfum Kaskó í staðin.

Helga mín ef maður er ekki ánægður með sitt þá getur maður nú bara lagst í dvala.

Dúna mín þú þarft að prófa búðirnar hér.

Vallý mín þú ættir að vita það.

Knús og faðm til ykkar allra
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.5.2009 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband