Viðurstyggilegur glæpur.

Viðurstyggilegur er kannski vægt til orða tekið, Þessi glæpamaður
er búin að koma víða við eins og þeir allir sem viðhafa slíkt, margar
sálir eru í sárum og hafa ekki þorað að koma fram til að segja frá
eða að engin hlustaði, kannski var bara sagt, hættu þessu rugli
stelpa er reynt var að segja frá.

8 ár er ekki þungur dómur, mætti vera þyngri að mínu mati, en er
samt í áttina að því sem svona dómar eiga að hljóða upp á.
Það skal hugað að því að sálarmorð eru þeir búnir að fremja allir
þeir menn sem viðhafa slíkan viðbjóð.

Svo ber að hugsa til mæðra þessara stúlkna, oft á tíðum eru þær
brotnar sálir, en stundum lifa þær bara eðlilegu lífi og vita ekki neitt
þar til bomban springur, aðrar eru þær sem aldrei neinu trúa og
afneita sinni dóttur fyrir krippildið sem þær búa með.

 það er fyrst núna, fyrir stuttu á Íslandi sem það fór að viðurkennast
að eitthvað væri nú athugavert við svona samskipti, þá meina ég að
næstum aldrei hefur tillíðanleg virðing verið borin fyrir börnum
vorum og lítið hlustað á þau.

Kirkjan hefur ekki verið besta fordæmið, þar sem hún hefur þaggað
niður mál af þessu tagi, svo mikil skömm er að.
Vonandi taka þeir upp breytt viðhorf.

Ég spyr sjálfið mitt, er kirkjan svona forpokuð, eins og var á öldum
áður, að það teljist réttmætt að prestar geti sængað með konum að
eigin geðþótta, (Lesið Gamlar sögur og bækur) eða er þetta í dag
bara talin svo mikil skömm að það verði að þagga niður málin.
Og haldið svo bara áfram prestar góðir.

Vona að allir eigi góðan dag í dag.
Milla.
Heart


mbl.is 8 ár fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Milla, ég á ekki orð. Finnst þetta vera það viðurstyggilegasta sem hægt er að gera barni. Á hreinlega ekki nógu mörg orð til að lýsa því. Það mætti skjóta þessa menn á bak við skúr mín vegna. Hvílíkur viðbjóður.

Ég ku vera komin af presti í Þingeyjasýslu þó kirkjubækur segi annað (afi pabba, veit ekki hvort þú þekkir þá sögu). Konur voru eins og hver önnur húsdýr.Og brúkaðar sem slíkar og ef barn kom undir voru þær giftar vinnumönnum. Hvað ætli það séu margir rangfeðraðir á Íslandi?

Rut Sumarliðadóttir, 29.5.2009 kl. 14:00

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sammála þér Milla!  Maður sem ítrekað fremur svona viðurstyggilegan glæp,  á að dæmast í ævilangt fangelsi, eins og þeir fá sem fremja morð. 

Þessi maður framdi morð, sálarmorð, gagnvart barni.  - Ævilangt fangelsi væri m.a.s. of góður dómur þennan viðbjóðslega glæp.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.5.2009 kl. 14:19

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála

Ásdís Sigurðardóttir, 29.5.2009 kl. 14:51

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hef örugglega lesið þessa sögu einhvern tímann Rut mín, þó eigi muni ég hana rétt núna, en þetta var raunin hér áður og fyrr.
Prestar og húsbændur stórir börnuðu bæði vinnukonur og eiginkonur annarra manna, þá voru vinnukonurnar giftar einhverjum vinnumanninum,

Engin virðing var borin hvorki fyrir ungum stúlkum eða konum.
Kærleik til þín elsku Rut mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2009 kl. 20:42

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kærleik til þín Ásdís mín.

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2009 kl. 20:59

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lilja Guðrúm mín, þetta er svo ömurlegt að hugsa til að engin leið er að höndla það nema í reiði, að maður heldur. þessir menn sem bera enga virðingu fyrir börnum eiga að vera ævilangt í fangelsi, eða ég mundi vilja láta hýða þá á Lækjartorgi þar til.............
Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2009 kl. 21:03

7 identicon

Milla ég vil láta þessa drullusokka falla lifandi í djúpa gjótu í hrauni hvar sem er og þar geta þeir drepist í eymd sinni.

Úbb, bara ég núna en ég verð svo reið að ég á ekki til orð yfir það sem ég vil láta gera við þessa menn að henda í gjótu er ekki það versta en vel við hæfi.

Sálarmorðið sem framið er á barni er verra en að drepast í gjótunni.

Ásgerður 

Ásgerður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband