Saga dagsins.

Fórum snemma á fætur því mér skyldist á mínum manni að taka
ætti til hendinni aftur í dag, það gekk heldur betur eftir.
Hann fór að ná í mold, Stjúpurnar voru settar niður í kerin mín,
kálið í beðið, búið var að hlaða hraun- hnullungum í beðið og svo
endaði ég á að setja bara niður nokkrar kartöflur, svona þar
sem ég kom þeim, það verður gaman að sjá hvað kemur upp af þeim.
kantað og lagað til að framanverðu og
stjúpur settar í blómaker þar.InLove

Svo eru komnar nýjar öskutunnur þið vitið svona plastógeð og utan
um það á að koma einhver grind, bara ekki minn smekkur svona drasl
en þetta er víst svona í dag.
Ekki nóg með það,  við eigum að fara að sortera ruslið eða sko allan
pappa og fernur sér, við þurfum að þvo þær vel að innan og pressa síðan
fara svo með þetta í gám, er allt er orðið yfirfullt að þessu ógeði hjá manni
Já og rúllurnar innan úr WC, eldhúsrúllunum, dagblöðin eiga einnig að
fara með pappanum en þurfum ekki að þvo þau.Smile

Ég hringdi til að spyrja hvort við ættum ekki að setja gler og dósir sér,
nei þeir voru ekki komnir svo langt.
Mér finnst að það þurfi að koma sér ílát fyrir hvern flokk af rusli, það mun
aldrei ganga upp að fólk fari með þetta aukadrasl í einhver gám niður í bæ.

Annars voru vinkonur mínar hér í dag og var glatt á hjalla að vanda, ein úr
hópnum er að fara í axlaaðgerð á morgun svo hún er frá í nokkrar vikur, en
ætlar samt að koma til okkar, þó hún geri ekki neina handavinnuTounge
Gísli minn rétt hafðist inn fyrir fréttir þá var maturinn tilbúinn, ég eldaði
þorsk með indversku kryddi og velti honum upp úr heilhveiti, mikinn lauk,
kartöflur, Kokteiltómata og mangó Chuthney sósu, bara gott.

Gísli minn er farinn að hrjóta í sófanum, það er ekki gott, en það er of snemmt
að fara að sofa strax svo ég leifi honum að dingla þarna með hausinn út á
hlið, svo góð stelling.

Held bara að ég sé hætt í kvöld og segi
góða nótt
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

HA HA HA HE,Milla mín,ertu alveg búinn að gera útaf við Gísla karlinn,???eða var maturinn svona góður,að Gísli át yfir sig,?? HA HA HA HE,gaman að heyra frá ykkur,já líka svona rosalega duglegar,kannski ég komi í kaffi í sumar,og gef þér góð ráð varðandi kartöflur sem vaxa innan um grjót,HA HA HA HE,kær kveðja Milla mín,og guð blessi ykkur,alltaf gaman að lesa pistlana þína,kemur manni alltaf svo gott.eða þannig,  kær kveðja. konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 3.6.2009 kl. 20:03

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já komdu nú í kaffi það er alltaf til og svo lét ég bara niður kartöflur þar sem engin voru blómin, steinarnir eru í kringum beðið, svo er ég líka með kál.
Já veist að Gísli minn er ofvirkur ef hann byrjar á einhverju þá verður það að klárast hann var svo þreyttur er hann kom inn að jú sko matinn borðaði hann
og svo datt hann útaf.
Takk fyrir innlitið alltaf hressi legt að heyra í þér
Kærleik til þín og þinna
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.6.2009 kl. 20:45

3 identicon

Sæl Milla mín hér er alltaf rólegt en gaman að líta við á bloggflakkinu mínu.

Ekki hefurðu alveg gengið fram af honum Gísla mínum fyrst að hann hrýtur verra væri ef hann hætti því, í mínum eyrum hljóma hrotur húsbandsins eins og fegursta tónverk.

Lifið heil. Ásgerður.

ein útskúfuð. (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 22:53

4 identicon

Sko mína bara búin að setja niður kartöflurnar þetta lýst mér vel á. Ég náði ekki að pota mínum niður áður en ég fór út. Ég ætlaði það einn daginn í hávaða roki en  var með nöfnu mína og hún fitjaði upp á nefið þegar ég minntist á kartöflur og sagði bara nei takk ekki setja niður kartöflur með þér amma. Þegar ég fer vestur þá verður ekkert múður, bara já amma, setjum niður kartöflur.

Þetta líkar mér að heyra að þið séuð farin að flokka ruslið hahahh bara þvo dagblöðin líka Milla mín þá eru þau alveg hrein af prenti.

Knús og hjartans kveðjur í bæinn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 00:26

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góður pistill !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.6.2009 kl. 01:04

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Vallý, það er hann heldur betur vonandi klárast þetta í dag.
Farðu vel með þig
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.6.2009 kl. 07:36

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veistu Jónína mín að ég þurfti ekki að nota hækjuna, enda voru þetta kannski 10 kartöflur sem komust þarna niður, en verður gaman að sjá hvað kemur upp af því. Litla þín hefur nú ekki ætlað að eyða tímanum með þér í moldarvesen.

Já getur maður ekki bara fengið sér stóra þvottavél og farið að þvo fyrir alla er það ekki viss endurvinnsla, ekki hafa þeir efni á að senda þetta utan í endurvinnslu svo þetta bara safnast upp og ekki veit ég hvar.
Of mikið kostar að brenna þessu í sorpeyðingastöðunum, svo því má bara ekki brenna þetta drasl eins og í gamla daga, ekki erum við dauð af því.

Hætt þessu rugli, en er samt stundum hissa á öllum þessum væðingum sem svo engin hefur efni á.

En annars hvernig hefur litli krúttu-unginn það.
Kærleik í bæinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.6.2009 kl. 07:47

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður mín mér finnst það líka notalegt að heyra að hann slappar svona vel af, hann bara gengur alltaf fram af sér.
Kærleik til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.6.2009 kl. 07:49

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir mig Lilja Guðrún mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.6.2009 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband