Á maður ekki að vera í góðu skapi?
5.6.2009 | 08:54
Jú í góðu skapi, þýðir ekkert annað. Nú er verið að tala
um að lífeyrissjóðirnir taki eignir sínar heim, sem eru bara
litlir 473 miljarðar, verður manni ekki bara bumbult, ekki að
það sé ekki gott að við skulum eiga svona mikla peninga, en
það er verið að minka lífeyrisgreiðslur til fólks og fullt af fólki
sem hreinlega sveltir og þetta eru okkar peningar sem búið
er að ávaxta og eigum við þá ekki að njóta þeirra.
Jú segja þeir ef við styrkjum atvinnuvegina þá fær fólk vinnu,
gott og blessað styrkja Hvalfjarðargöng, Landsvirkjun,
hátæknisjúkrahús, fullt af fólki fær vinnu við þessar framkvæmdir,
og er það vel.
En fjandinn hafi það hvað á að gera í atvinnumálum
landsbyggðarinnar, ekki flytjum við öll á mölina og það vantar
vinnu fyrir fólkið úti á landi.
Svo er nú svo hlægilegt að lesa, haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttir
hún segir að vandi heimilanna sé ekki eins stór og á horfðist.
Hægan Jóhanna, þú veist bara ekkert um það getandi sagt svona
rugl, vandinn er stór fólk er að kikna undan þessum hækkunum
öllu.
Það er fullt af fólki sem er ennþá að standa í skilum, en það safnast
bara eitthvað upp annarsstaðar, eins og að kaupa nauðsynjavörur,
mat, lyf og eitt sem heitir að veita sér eitthvað, sko bara smá.
Ég þoli ekki þegar einhverjir ráðamenn láta svona út úr sér, verandi
í sínum flottu dressum og geta gert bara allt sem þeir vilja.
Hafið þið séð börn gráta að því að það eru ekki til peningar fyrir sumar
námskeiði, að því að þau eru svo dýr.
Skammist ykkar.
Má til með að nefna starfshópinn sem Jón Bjarnason setti á laggirnar
til að skilgreina álita-málin sem eru uppi um stjórn fiskveiða.
Örugglega hið besta mál, en er ekki löngu búið að þrefa um það og
ætti að vera komin lausn í því máli, og hvað skildi þessi starfshópur
svo kosta?
Svo er nú bara hlægilegt, þetta með ræfilinn í Landsbankanum
líklega hefur hann ekki verið kominn upp úr gömlu hjólförunum
og haldið að þetta mundi reddast.
Hneyksli í Tívolí, Mávur drapst við að fljúga á konu sko það var hún
sem var á 100 km hraða, en svona í alvöru þá er ekki gott við þessu
að gera.
Athugasemdir
Já blessunin hún Jóhanna kemur ekki til með að verða neinn bjargvættur Íslands, datt einhverjum það eiginlega í hug? Hvað ætlar fólk að halda lengi uppi hlýfðarskildi fyrir þessa blessuðu ríkisstórn sem lætur engin verk tala.
Annars bara góðan daginn Milla mín og njóttu helgarinnar.
Ía Jóhannsdóttir, 5.6.2009 kl. 09:28
Þú ert með þetta allt á tæru Ía mín og njóttu helgarinnar með þínum.
Kærleik til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.6.2009 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.