Leika sér að mannfólki.
8.6.2009 | 08:11
Dæmdar í 12 ára þrælkunarbúðir
Dómstóll í Norður-Kóreu hefur dæmt tvær bandarískar fréttakonur í 12 ára fangelsisvist í þrælkunarbúðum. Réttarhöldin stóðu í fimm daga og var konunum tveimur gefið að sök að hafa framið alvarlegan glæp gegn kóresku þjóðinni með því að fara ólöglega inn í landið."
Fréttakonurnar tvær, Laura Ling og Euna Lee, voru handteknar við landamæri Norður-Kóreu og Kína 17. mars sl. en þar voru þær að vinna að frétt þess efnis að íbúar Norður-Kóreu reyndu að flýja heimaland sitt.
Já hörmulegt er það að leika sér að mannfólki, bara til að
ná fram því að geta rætt einhliða við Bandaríkjamenn.
Það er ekki eins og þær hafi verið komnar inn í landið,
og þó svo, 12 ára þrælkunarbúðir, algjör viðbjóður.
Eitthvað verður að gera til að breyta þessu því þarna er
um haturslegar aðgerðir að ræða, að mínu mati.
Ljóst má vera að dómurinn mun auka spennuna milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Norður-Kóreu, en samskipti landanna hafa verið stirð allt síðan Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft 5. apríl sl. og framkvæmdu tilraunakjarnorkuskot 25. maí sl.
Þetta eykur ekki bara spennuna á milli Bandaríkjanna og
Norður Kóreu heldur alls alþjóðasamfélagsins.
það er aldrei gott ef stríð verður og að mínu mati aldrei
réttlætanlegt.
Það er nú samt svo að alltaf verða stríð, úr því fást
peningar og vald.
Haft er eftir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að ásakanirnar gegn fréttakonunum séu tilhæfulausar og að leyfa ætti konunum að snúa til síns heima. Clinton upplýsti líka að bandarísk stjórnvöld íhuguðu nú að setja Norður-Kóreu aftur á lista sinn yfir hryðjuverkaþjóðir.
Auðvitað ætti að sleppa þessum konum, en það verðurekki strax eða jafnvel aldrei.
Dæmdar í 12 ára þrælkunarbúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt er Milla mín,þetta eru hörmulegar fréttir,og sýnir bara hvað mannskepnan getur verið vond,því miður eru þær tvær að lenda í þessu vegna deilu USA og Norður-Kóreu,þarna er verið að ögra Bandaríkum,ekkert anna,enda er þessi forseti í norður-kóreu,ekki heill á geðsmunum,allavega hefur hann sýnt umheiminum að þarna stjórni brjálaður einstaklingur,en ljótara er það að þjóðin sveltur,en það er til nóg af peningum fyrir hernað,???því miður held ég að næsta stríð verði við norður-Kóreu,heimurinn mun ekki miklu lengur láta þessar hótanir viðgangast,því miður,en best væri nú ef allir gætu búið saman í sátt og samlyndi og elska hvort annað,já það væri draumur í dós,Milla mín,en svona er lífið, kær kveðja. konungur þjóðveganna.
Jóhannes Guðnason, 8.6.2009 kl. 08:33
Þú mælir svo rétt Jóhannes og því miður held ég að það verði stríð með slátrun á saklausu fólki, því aðallega drepast almennur borgari, ekki þeir sem þeir ætla að drepa. þetta er ógm við okkur öll.
Endilega megum við ekki gleyma kærleikanum og þeim frið sem við getum látið frá okkur fara, verum opin og biðjum fyrir friði.
Kær kveðja til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.6.2009 kl. 09:55
Auðvitað á ekki að láta þessar kerlingar lausar. Þær brutu gegn Kóresku þjóðinni. Þær hefðu mátt vita hvaða afleiðingar það hefði.
Jón Hjörtur (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.