Hafið þið lesið á mjólkurfernurnar?

Það er svo margt að skrifa um að ekki er vert að byrja á
neinu, nema bara deginum í dag, hann er bara búin að
vera skemmtilegur að vanda.
Milla hringdi í morgun og talaði um að Aþena Marey áliti
sig vera veika, já já hún er 5 ára og telur sig alveg vita það,

það var síðan bara afráðið að hún fengi að vera hjá ömmu í
dag, þegar hún kom fór hún strax að velja sér spólu og kúrði
sig niður á mjúkan kodda, nú hún var jú veik.

Um hádegið fór ég í þjálfun, spurði hvort hún vildi koma með,
hún vildi það, og henni fannst bara gaman.
Komum svo heim og fengum okkur smá snarl, hún fékk ristað
brauð  með osti og rifsberjasultu ég fékk mér heimabakað
maltbrauð með osti, einnig kex með höfðingja og eplum
það er æði, ég elska svona osta.

Þegar við vorum að borða þá er mér litið á mjólkurfernuna,
sé þá að stendur Að vera ég er eins og að vera, fer að huga
nánar, jú þetta voru þá svona gullkorn.

                  Að vera ég er eins og að vera
                  Sólin fyrir ofan fjöllin.

                  Að vera ég er að vera
                  Skærasta stjarnan á himninum.

                  Að vera ég er eins og að vera
                  rauðasta rósin í beðinu.

                  Að vera ég er eins og að vera
                  fallegasti hesturinn í stóðinu.


Agnes Bára Aradóttir
13 ára Varmahlíðarskóla
.

Nú við spiluðum svo saman veiðimann og rugluna eins og
ég kalla það, einnig var litað og teiknað.

Í kaffitímanum vildi hún fá ís og borðaði hún tvær skálar
bætti svo við rúgbrauði með smjöri, ég fékk mér kaffi og
hrökkbrauð. Hún fékk svo að tala við frænkurnar sínar á
Laugum, en þær voru að fara að mála svo stutt var það
símtalið.

Milla var á fundi eftir vinnu dróst hann á langinn svo við
borðuðum bara saman góðu grænmetissúpuna mína og
brauð með. Það er svo þægilegt að eiga svona tilbúið í

frysti.

Góða nótt elskurnar mínar.
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Huggulegur dagur hjá ykkur frænkum.

Helga Magnúsdóttir, 9.6.2009 kl. 21:23

2 identicon

Það hefur bara verið skemmtilegt hjá ykkur í dag og gott að borða eins og oftast áður.

Góða nóttina.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 21:34

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Og litli sjúklingurinn Aþena Marey, fór náttúrlega alheilbrigð heim eftir dýrindis hjúkrun hjá ömmu?

Hver vill ekki vera svolítið veik hjá ömmu, vitandi á hverju maður á von hjá henni. 

Allavega mundi ég leggja á mig smá slappleika fyrir svona aðhlynningu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.6.2009 kl. 21:40

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvaða frænkum Helga mín. Aþena Marey er barnabarnið mitt.
Ljós í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.6.2009 kl. 08:22

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú það var bara skemmtilegt hjá okkur, enda stjórnaði litla drollan næstum eins og hún vildi
Ljós til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.6.2009 kl. 08:24

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lilja mín, hún skokkaði við hlið mömmu sinnar bara alsæl eftir daginn.
Ljós til þín elskan
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.6.2009 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband