Kominn sprunga í VG, eða hvað?

Mér finnst eins og Steingrímur sé nú ekki afar sáttur, það
segir mér svipurinn á honum, en á toppnum tók hann að
sér að vera, eigi er hann alsráðandi, hann þarf að lúta
kvennskörungi sem ég ætla eigi að úttala mig um að
svo stöddu.

Spurningin er hvort flokkurinn haldi þegar formaðurinn
talar þvert á skoðun sína, kannski bara til að halda friðinn
og stjórnarsamstarfinu, sem þeir lofuðu fólkinu fyrir kosningar.
eru einhverjir fleiri sem gera það?

Frekar hvumleitt að þurfa að fara á bak við sjálfan sig.

 


mbl.is Valtur meirihluti í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Steingrímur er oddviti þessarar ríkisstjórnar í reynd. Auðvitað er honum illa við að þurfa að landa óvinsælum samningi en hann er engin gúnga og kann sitt fag. Húrra fyrir Steingrími J. Enginn býður uppá neitt betra svo hann getur verið salla rólegur. VG á allt undir að hann haldi þeim saman enn um hríð. Skil vel að það sé urgur í mönnum. Steingrímur veit allt um það en "heldur í feldinn og hvikar ei".

Gísli Ingvarsson, 9.6.2009 kl. 18:01

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég held að þegar upp verður staðið þá standi þingmenn VG með sýnum foringja alveg eins og D, B, S ofl. í gegnum tíðina, þeir svíkja yfirleitt ekki á lokastundu, fara eftir flokkslínu þó svo þeir vilji kannski ekki viðurkenna það frekar en aðrir.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2009 kl. 19:40

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gísli, veit ég vel að Steingrímur er engin gunga, og hann hvikar eigi frá þeim ákvörðunum sem hann tekur, en ekki víst að allir séu sáttir við þær og síst af öllu hann.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2009 kl. 19:56

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín kæra annað eins hefur nú gerst.
Ljós til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2009 kl. 19:58

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú spyrð hvort komin sé sprunga í VG.

Því er til að svara, að sprungan hefur verið lengi til staðar, bara tímaspursmál hvenær hún  opnast svo um munar.

Jóhannes Ragnarsson, 9.6.2009 kl. 21:45

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott að einhver hefur sömu tilfinningu fyrir þessu og ég.
Takk fyrir þitt innlit Jóhannes.
Kveðja

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.6.2009 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.