Smá myndablogg.

Annars er ég búin að vera svolítið pirruð á tölvunni í dag,
frekar hægfara greyið, er það kannski hjá öllum eða bara
mér.
Við gamla settið erum búin að vera í letistuði í dag, þó við
höfum bakað einn ofn af brauði þá er það ekki neitt.
Fórum reyndar frekar seint að sofa og sváfum lengi í morgun
þá er allt miklu seinna í gjörðum, svo var nú handboltinn, en
ég horfði lítið á hann verð bara of æst, sko ekki bara við að horfa
á þessa sætu stráka okkar heldur yfir því að þeir tapi, og verði
fyrir óréttlæti, þoli það ekki.

Hér koma nokkrar myndir sem Milla mín tók og er búin að
photoshopera.

3647007470_66a65348e9fjaran_i_eyvik_867550.jpg

Þetta eru ljósin mín að leika sér í Eyvíkur-fjörunni, síðasta sumar.

3646161393_aa47ca91fbskari_sjoari.jpg

Þetta er hann Óskar um borð í dallinum sínum, en hann er
tengdafaðir Millu minnar og þá að sjálfsögðu afi ljósanna minna.

3643452495_a122d0b979kinnafjoll.jpg

Þessi mynd af Kinnafjöllunum, er bara tær snilld, enda snilli
hún Dóttir mín.

Læt fylgja með smá stökur.

Upp ég kreisti lítið ljóð,
læt þar freisting toga.
Lítill neisti og gömul glóð
getur breyst í loga.

Vísa smá fer vösk á stjá,
villt á gráu svæði.
Hanga fátæk orðin á
ansi bláum þræði.

Þessar eru úr ljóðabókinni Blíðsumars nætur.
Skagfirsk Úrvalsljóð og vísur.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flottar myndir :):)  hér hefur verð vesen með hraða á tölvu, vona að það lagist á morgun, hélt þetta væri bara hjá mér, en er grenilega víðar. Kær kveðja norður

Ásdís Sigurðardóttir, 21.6.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús á ykkur norðan heiða  Flottar myndir hjá Millu þinni

Sigrún Jónsdóttir, 21.6.2009 kl. 23:25

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk stelpur þá veit ég að þetta er ekki bara hjá mér.
Eigið góðan dag elskurnar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.6.2009 kl. 06:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband