Það er ekki bara eitt heldur allt.

Maður hrekkur í kút í hvert skipti sem maður fer í búð
allt hækkar svo gíkantíst að engin heil brú er í því.

Ekki er það bara maturinn sem hækkar, því Nú er það bensínið,
en vonandi verður þeim ekki kápan úr því klæðinu því allir minka
að aka bílunum sínum, fólk verður bara heima. Engin hefur heldur
efni á leigubílum svo þeir hætta í umvörpum ekki nóg með það,
flutningabílarnir fara að hafa það þannig að aka bara er bíllinn er
orðin fullur af vörum, ekki er neitt vit í öðru, svo endar þetta með
því að farnar verða kannski 4 ferðir í mánuði úr á land því allir
hætta að kaupa, eiga engan pening.

Kom með tillögu um að stofnaðar verði kommúnur út um allt land
fólk gæti komið saman og föndrað og eldað sér naglasúpu í hádeginu.

Einn vinur minn kom þá með smá viðbót við þetta, það var að hafa
hænsni, kindur og kýr í garðinum. Snjöll hugmynd hjá honum.

Nei vitið, það sem er að gerast í dag er komið út í svo mikinn hróa
að  ég tel það óráð að vera að hlusta á það.
Hvað eru þeir sem stjórna þessu landi að hugsa svona yfirleitt?
Vita þeir ekki að við erum hér þurfalingarnir í landinu og það
heyrist sko í okkur ef við viljum það við hafa.

Legg bara til kommúnudæmið.


mbl.is Bensín hækkar um 12,50 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já og nú hafa þessir vitringar þarna heima hækkað hótelverðin svo þið eruð að missa líka túrhestana sem hafa þó komið með gjaldreyri inn í landið.  Sonur minn var að leita að hótelherbergi í Rvík og þar var ekkert innan við 250 Euro og er það um 50.000.' nóttin.  Halló það hætta allir við að koma ef þetta gengur eftir.

Ía Jóhannsdóttir, 22.6.2009 kl. 19:30

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já þeir eru ekki í lagi það er á tæru, þori ekki einu sinni að nefna það sem ég er að hugsa, en þú skilur elskan
Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.6.2009 kl. 19:39

3 identicon

þetta er einfalt mál fyrir þá sem eru ekki háðir bílum vegna barna, það er að leggja honum frá með deginum á morgun er minn lagður í salt um tíma, fer í stræto, mér verður ráðgáta hvernig skólakrakkarnir ætla að reka bíl , LÍN Banka peningarnir  sem fara í afborganir duga varla til að borga af bílnum og bensíni

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 19:39

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki get ég lagt mínum er bæði giktar og hjartasjúklingur fer í þjálfun  tvisvar í viku og get ekkert labbað. Nei ég skil heldur ekki hvernig krakkar eiga að reka bíl, enda hljóta þau að sjá það fljótlega.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.6.2009 kl. 19:44

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Urrrrrrrrrrrrrrrrr

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2009 kl. 20:40

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jenný mín auðvitað urrar þú á þessa hækkun, sem er ósiðleg eins og svo margt annað.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.6.2009 kl. 20:50

7 identicon

Frábært, þetta er akkúrat sem við þurftum núna. Þetta er engin smá hækkun en við máttum svo sem vita þetta, það á að ná peningum af lýðnum með öllum ráðum og hana nú.

Við erum með bundið fyrir munninn og getum ekkert sagt þrælar bankanna og skattanna.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 21:49

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Jaja krakkar.....kreppan nálgast

Sigrún Jónsdóttir, 22.6.2009 kl. 22:54

9 identicon

Setjum hval á bílinn !

Getum við ekki farið að bræða hvalspik til að nota sem eldsneyti ?

Ragnar (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 23:06

10 identicon

Milla mín ég er sko alveg sjóðandi vitlaus og reið og fjandanum verri í skapinu ég er eins og þú háð bílnum án hans get ég bara ekki verið.

Ekki er strætó hér sem ekur á milli bæjarhluta svo að ég geti notað hann í verslunarleiðangur.

Fara í búðina og kaupa það sem ekki er hægt að vera án þar fýkur 10.000.00 karlinn og búið með það.

Hvernig fer sex manna fjölskylda að því að lifa ?

Milla mín ég er svo löt að ég er orðin hundleið á þessari stærðfræðigátu sem ég þarf að reikna út svo að ég geti komist hér inn.

Allt verður komið í lag hjá mér fljótlega þá get ég vonandi orðið bloggvinur þinn aftur.

Ásgerður Einarsdótir (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 23:31

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragnar það væri nú reynandi að setja þá vinnu á laggirnar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2009 kl. 07:39

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún mín allt í lagi með það, en hún þarf að vera réttmæt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2009 kl. 07:40

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður mín það er satt að engin er strætóinn hér og ekki gætum við notað hann heldur, gætum ekki labbað út í hann.
Elskan 10.000 karlinn dugar skammt og sex manna fjölskyldan lifir á vatni og brauði já og svo er hægt að búa til naglasúpu.
Knús til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2009 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband