Samkomulag um eymdina.
23.6.2009 | 07:37
Frá fundi aðila vinnumarkaðarins með fulltrúum ríkisstjórnarinnar
í gærkvöldi.
Sjáið það er von að þeir séu kampakátir á svipinn, búið að ráða
málum og útkoman er að það verði friður til 1.nóv. já já friður
til að hækka allt, sem hækka getur, draga úr öllu sem mögulegt
og ómögulegt er,
segja sem flestum upp, svo vandræði verður að manna vaktir,
og svona mætti lengi telja.
Talað er um að tryggja fyrirtækjum fjármagn til að byggja sig upp
ráða fólk og ráðast í framkvæmdir, en hvaða framkvæmdir, það eru
allsstaðar veggir því engin hefur efni á að kaupa þessar framkvæmdir.
Af hverju tekur ekki ríkið að láni fjármagn svo hægt sé að framkvæma
og ráða menn í vinnu.
Halda menn endalaust að við séum asnar, hér segir:
,, Jafnframt voru aðilar vinnumarkaðarins ásáttir um þá tímaáætlun sem þurfi að vinna eftir frá 1. júlí nk. til 1. nóvember nk. til þess að ná vaxtastiginu niður í eins stafs tölu og styrkja gengi krónunnar. Það var m.a. það tímaplan sem fulltrúar vinnumarkaðarins hugðust kynna stjórnvöldum á fundinum"
Niður í hvaða eins stafs tölu, 9 eða 2? svo er bara sagt 1 nón.
að því miður þá hafi bara ekki tekist að............ eins og ég segi
það er talað við okkur á nótum sem við ekki skiljum, einfalt,
lygar og undanfærslur eru aldrei skiljanlegar.
Aðilar vinnumarkaðarins hafa aldrei, í tuga ára
unnið að hag fólksins, ef þeir hefðu gert það þá
væru hlutirnir eigi eins og þeir eru í dag.
Góðar stundir
Samkomulag um launalið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það virðirst allt eiga að gerast í HAUST! Hvers vegna í haust, hvað með núna?
Ía Jóhannsdóttir, 23.6.2009 kl. 11:07
Einmitt Ía mín svolítið gruggugt er það.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2009 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.