Kvöldsaga.
30.6.2009 | 19:54
Kvöldsagan heitir þessu nafni vegna þess að ég segi
hana á kvöldin, heitið viðkemur ekkert frekar því sem
gerist á kvöldin.
Byrjaði daginn um sex leitið, síðan í þjálfun klukkan 8
heim að borða vel áður en maður renndi á Eyrina, en það
gerðum við ásamt Viktoríu Ósk elsku ljósinu hennar ömmu.
Fórum beint á Glerártorg, skiptum bol og skóm fyrir ljósin
mín, versluðum smá í rúmfó.
Hittum svo Ernu á kaffi Taliu, sátum þar til rúmt eitt, þá fór
Erna að versla og við upp í Sunnuhlíð til tannsmiðs með Gísla
hann er að fá sér nýjar mublur þessi elska, það eru nú ekki allir
sem hafa efni á mublum núna, en hann lætur sig hafa það.
Komum þaðan og beint niður í Brimborg vorum aðeins að láta
þá kíkja á bílinn, Æ eitthvað merki sem ekki fór af í mælaborði
Það má víst alveg aka honum svona þannig að það bíður betri
tíma kikkið á bílinn.
Fórum í Olís að kaupa okkur heitar langlokur, æði og þjónustan
frábær, eins og er reyndar allstaðar þar sem maður kemur á
Akureyri.
Það er gott að búa úti á landi.
Fórum aftur á torgið því ljósinu mínu langaði svo í eyrnalokka
hún varð að fá þá, þessi elska er ekki svo oft með okkur í
svona ferðum, keyptum líka eitthvað útileikfang handa
Aþenu Marey.
Var að tala við Dóru og hún heldur að stelpurnar séu að koma til
en tíma eiga þær hjá lækni á fimmtudaginn til eftirlits.
Hér koma myndir sem ég stal frá henni Millu minni á Flickr.
Er þetta ekki flott? Er í garðinum hennar, en hún heldur að
það sé yfirgefið.
Þessi er tekinn seint um kvöld, við Skjálfandann var mikil þoka.
Myndin er æðisleg. Milla tekur bara góðar myndir.
Athugasemdir
TAKK FYRIR HÓLIN Í MINN GARÐ MAMMA MÍN.
Milla Jr (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 19:58
Æðislegar myndir hjá henni Millu þinni
Sigrún Jónsdóttir, 30.6.2009 kl. 21:44
Er hún viss um að geitungabúið sé tómt, ég mundi samt láta fjarlægja það? Mikið rosalega er falleg myndin af árabátnum, ljósið er svo flott. Já, það er gott að vera á Akureyri, en hvar er kaffi Talia?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.7.2009 kl. 00:33
Dulúðuð mynd af bát og manni. Góðan og bjartan daginn Milla mín.
Ía Jóhannsdóttir, 1.7.2009 kl. 07:21
Já takk þetta eru flottar myndir, enda algjör snilli þessi elska.
Lilja Guðrún mín, Kaffi Talia er skáhalt á móti Lyfju á Glerártorgi og það er yndislegt að sita þar, spjalla og drekka kaffi, en annars hittist blogghópurinn á veturnar á Kaffi karólínu í Listagilinu, einu sinni í mánuði og koma þeir sem geta hverju sinni, ég lét þig vita af þessu einhverju-sinni, en þú kemur bara næsta vetur.
Kærleik til ykkar allra
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.7.2009 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.